Ólafía Þórunn: Búið að vera stöngin út á tímabilinu Anton Ingi Leifsson skrifar 13. september 2018 20:00 Það eru stórar vikur framundan hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem berst fyrir lífi sínu á LPGA-mótaröðinni næstu vikurnar. Ólafía segist þó ekki vera óánægð með spilamennsku sína á þessu tímabili og segir hún að mörgu leyti betri spilamennska en í fyrra. „Ég er ekki óánægð og mér finnst ég vera betri en í fyrra en það er bara ekki búið að sjást á skorinu mínu,” sagði Ólafía í samtali við Arnar Björnsson. „Þetta er búið að vera stöngin út. Ég missti helling af niðurskurðum með einu höggi og þegar það gerist þá færðu engin stig. Þú ert kannski að spila vel en nærð ekki að sýna það,” en hvað er hún ánægðust með? „Mér finnst ég vera búin að slá ótrúlega vel. Ég er búin að vera ótrúlega sterk. Það er búið að blása mikið á móti en ég er búin að ná að höndla það alveg ágætlega.” „Það verður auðvitað erfitt stundum en mér finnst ég hafa náð að höndla það ágætlega,” en hversu erfitt er að sjá eftir hverjum niðurskurðinum á fætur öðru með einu höggi? „Það er ótrúlega erfitt, sérstaklega þegar það hefur gerst fjórum sinnum í röð. Þá verður þetta dálítið andlegt. Þú þarft að breyta hugsuninni og hugsa hvað þú vilt, ekki hræðast það sem þú vilt ekki.” Alla fréttina má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það eru stórar vikur framundan hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem berst fyrir lífi sínu á LPGA-mótaröðinni næstu vikurnar. Ólafía segist þó ekki vera óánægð með spilamennsku sína á þessu tímabili og segir hún að mörgu leyti betri spilamennska en í fyrra. „Ég er ekki óánægð og mér finnst ég vera betri en í fyrra en það er bara ekki búið að sjást á skorinu mínu,” sagði Ólafía í samtali við Arnar Björnsson. „Þetta er búið að vera stöngin út. Ég missti helling af niðurskurðum með einu höggi og þegar það gerist þá færðu engin stig. Þú ert kannski að spila vel en nærð ekki að sýna það,” en hvað er hún ánægðust með? „Mér finnst ég vera búin að slá ótrúlega vel. Ég er búin að vera ótrúlega sterk. Það er búið að blása mikið á móti en ég er búin að ná að höndla það alveg ágætlega.” „Það verður auðvitað erfitt stundum en mér finnst ég hafa náð að höndla það ágætlega,” en hversu erfitt er að sjá eftir hverjum niðurskurðinum á fætur öðru með einu höggi? „Það er ótrúlega erfitt, sérstaklega þegar það hefur gerst fjórum sinnum í röð. Þá verður þetta dálítið andlegt. Þú þarft að breyta hugsuninni og hugsa hvað þú vilt, ekki hræðast það sem þú vilt ekki.” Alla fréttina má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira