Efni póstanna er fölsk tilkynning um að „Netflix“, þ.e. svikafyrirtækið, sé í vandræðum með innheimtuupplýsingar viðkomandi og að hún eða hann þurfi að uppfæra kortaupplýsingar sínar. Póstarnir eru sendir á fólk hvort sem það er með áskrift að Netflix eða ekki.
Þá virðast sambærilegir tölvupóstar hafa verið sendir út í nafni Símans. Fólki er eindregið ráðið frá því að opna póstana. Þá er það beðið um að smella ekki á meðfylgjandi hlekki og gefa ekki upp kortaupplýsingar sínar. Hafi fólk brugðist við slíkum pósti er brýnt að hafa samband við þjónustuver Valitor.
