Skeljungur veðjar á vinsældir vetnisins Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. september 2018 07:00 Vetnisbílar hafa gengið í endurnýjun lífdaga, Margir spá því að þeir verði ofan á í kapphlaupinu við að leysa jarðefnaeldsneyti af. Vísir/Anton Brink Þriðja vetnisstöð Orkunnar verður opnuð á lóð fyrirtækisins við Miklubraut í Reykjavík um næstu áramót. Í dag eru aðeins 15 vetnisbílar í notkun á Íslandi en Skeljungur veðjar á að vetnisbílar muni geta leyst af hina hefðbundnu bensín- og dísilbíla. Rafmagnsbílar og raftvinnbílar ýmiss konar hafa notið sívaxandi vinsælda á undanförnum árum og gríðarleg aukning hefur orðið í sölu slíkra bíla. Líkt og rafbíllinn fyrir nokkrum árum eru vetnisbílar að ganga í endurnýjun lífdaga. Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins, dótturfélags Skeljungs, segir vetnisbílana sem nú eru í umferð að mestu í notkun hjá fyrirtækjum og stofnunum.Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins.„Síðan er Strætó að fara að koma inn með fimm vagna í lok næsta árs eða byrjun 2020 svo það verður mikil aukning samhliða því og í haust kemur framleiðslulína frá Hyundai svo það gætu verið að koma inn 10-30 fleiri bílar innan árs. En svo fer þetta eftir eftirspurn,“ segir hún um vetnisuppbygginguna. Hún lítur ekki svo á að vetnið eigi undir högg að sækja gagnvart rafmagninu sem hafi nú þegar nokkurra ára forskot í innviðauppbyggingu. Ingunn segir að litið sé svo á að rafmagnsbíllinn og vetnisbíllinn vegi hvor annan upp að sama markmiði. „Í raun væri besta útgáfan tvinnbíll vetnis og rafmagns. Þá ækir þú innanbæjar á rafmagninu og lengri leiðir á vetninu,“ segir Ingunn. „Úti í heimi er verið að veðja á að minni bílar verði rafmagnsbílar en stærri fólksbílar, trukkar, flugvélar og skip fari á endanum yfir á vetni.“ Hyundai varð fyrsti bílaframleiðandinn til að fjöldaframleiða vetnisbíla og væntanleg er ný lína vetnisbíla á árinu sem á að draga 600 til 800 kílómetra á umhverfisvænum orkugjafa. Aðspurð segir Ingunn að þar sem hægt sé að komast lengra á vetnisbílum en til að mynda rafbílum þá þurfi ekki eins margar stöðvar. En vissulega þurfi að bæta við til að ná hringinn um landið. Þá sé verið að skoða hugmyndir um umhverfisvænni leiðir til að flytja vetnið frá Hellisheiðarvirkjun. Meðal annars með lögnum. Fyrir voru vetnisstöðvar við Vesturlandsveg og í Reykjanesbæ.Uppfært klukkan 09:36 Athugasemd frá Strætó bs: „Viljum árétta að Strætó er þátttakandi í vetnisverkefni á vegum ESB og undirbúningur fyrir hugsanlegt útboð hefur staðið yfir síðastliðið ár. Engin endanleg ákvörðun hefur hins vegar verið tekin af hálfu stjórnar um kaup á vetnisvögnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Þriðja vetnisstöð Orkunnar verður opnuð á lóð fyrirtækisins við Miklubraut í Reykjavík um næstu áramót. Í dag eru aðeins 15 vetnisbílar í notkun á Íslandi en Skeljungur veðjar á að vetnisbílar muni geta leyst af hina hefðbundnu bensín- og dísilbíla. Rafmagnsbílar og raftvinnbílar ýmiss konar hafa notið sívaxandi vinsælda á undanförnum árum og gríðarleg aukning hefur orðið í sölu slíkra bíla. Líkt og rafbíllinn fyrir nokkrum árum eru vetnisbílar að ganga í endurnýjun lífdaga. Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins, dótturfélags Skeljungs, segir vetnisbílana sem nú eru í umferð að mestu í notkun hjá fyrirtækjum og stofnunum.Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins.„Síðan er Strætó að fara að koma inn með fimm vagna í lok næsta árs eða byrjun 2020 svo það verður mikil aukning samhliða því og í haust kemur framleiðslulína frá Hyundai svo það gætu verið að koma inn 10-30 fleiri bílar innan árs. En svo fer þetta eftir eftirspurn,“ segir hún um vetnisuppbygginguna. Hún lítur ekki svo á að vetnið eigi undir högg að sækja gagnvart rafmagninu sem hafi nú þegar nokkurra ára forskot í innviðauppbyggingu. Ingunn segir að litið sé svo á að rafmagnsbíllinn og vetnisbíllinn vegi hvor annan upp að sama markmiði. „Í raun væri besta útgáfan tvinnbíll vetnis og rafmagns. Þá ækir þú innanbæjar á rafmagninu og lengri leiðir á vetninu,“ segir Ingunn. „Úti í heimi er verið að veðja á að minni bílar verði rafmagnsbílar en stærri fólksbílar, trukkar, flugvélar og skip fari á endanum yfir á vetni.“ Hyundai varð fyrsti bílaframleiðandinn til að fjöldaframleiða vetnisbíla og væntanleg er ný lína vetnisbíla á árinu sem á að draga 600 til 800 kílómetra á umhverfisvænum orkugjafa. Aðspurð segir Ingunn að þar sem hægt sé að komast lengra á vetnisbílum en til að mynda rafbílum þá þurfi ekki eins margar stöðvar. En vissulega þurfi að bæta við til að ná hringinn um landið. Þá sé verið að skoða hugmyndir um umhverfisvænni leiðir til að flytja vetnið frá Hellisheiðarvirkjun. Meðal annars með lögnum. Fyrir voru vetnisstöðvar við Vesturlandsveg og í Reykjanesbæ.Uppfært klukkan 09:36 Athugasemd frá Strætó bs: „Viljum árétta að Strætó er þátttakandi í vetnisverkefni á vegum ESB og undirbúningur fyrir hugsanlegt útboð hefur staðið yfir síðastliðið ár. Engin endanleg ákvörðun hefur hins vegar verið tekin af hálfu stjórnar um kaup á vetnisvögnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira