Skeljungur veðjar á vinsældir vetnisins Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. september 2018 07:00 Vetnisbílar hafa gengið í endurnýjun lífdaga, Margir spá því að þeir verði ofan á í kapphlaupinu við að leysa jarðefnaeldsneyti af. Vísir/Anton Brink Þriðja vetnisstöð Orkunnar verður opnuð á lóð fyrirtækisins við Miklubraut í Reykjavík um næstu áramót. Í dag eru aðeins 15 vetnisbílar í notkun á Íslandi en Skeljungur veðjar á að vetnisbílar muni geta leyst af hina hefðbundnu bensín- og dísilbíla. Rafmagnsbílar og raftvinnbílar ýmiss konar hafa notið sívaxandi vinsælda á undanförnum árum og gríðarleg aukning hefur orðið í sölu slíkra bíla. Líkt og rafbíllinn fyrir nokkrum árum eru vetnisbílar að ganga í endurnýjun lífdaga. Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins, dótturfélags Skeljungs, segir vetnisbílana sem nú eru í umferð að mestu í notkun hjá fyrirtækjum og stofnunum.Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins.„Síðan er Strætó að fara að koma inn með fimm vagna í lok næsta árs eða byrjun 2020 svo það verður mikil aukning samhliða því og í haust kemur framleiðslulína frá Hyundai svo það gætu verið að koma inn 10-30 fleiri bílar innan árs. En svo fer þetta eftir eftirspurn,“ segir hún um vetnisuppbygginguna. Hún lítur ekki svo á að vetnið eigi undir högg að sækja gagnvart rafmagninu sem hafi nú þegar nokkurra ára forskot í innviðauppbyggingu. Ingunn segir að litið sé svo á að rafmagnsbíllinn og vetnisbíllinn vegi hvor annan upp að sama markmiði. „Í raun væri besta útgáfan tvinnbíll vetnis og rafmagns. Þá ækir þú innanbæjar á rafmagninu og lengri leiðir á vetninu,“ segir Ingunn. „Úti í heimi er verið að veðja á að minni bílar verði rafmagnsbílar en stærri fólksbílar, trukkar, flugvélar og skip fari á endanum yfir á vetni.“ Hyundai varð fyrsti bílaframleiðandinn til að fjöldaframleiða vetnisbíla og væntanleg er ný lína vetnisbíla á árinu sem á að draga 600 til 800 kílómetra á umhverfisvænum orkugjafa. Aðspurð segir Ingunn að þar sem hægt sé að komast lengra á vetnisbílum en til að mynda rafbílum þá þurfi ekki eins margar stöðvar. En vissulega þurfi að bæta við til að ná hringinn um landið. Þá sé verið að skoða hugmyndir um umhverfisvænni leiðir til að flytja vetnið frá Hellisheiðarvirkjun. Meðal annars með lögnum. Fyrir voru vetnisstöðvar við Vesturlandsveg og í Reykjanesbæ.Uppfært klukkan 09:36 Athugasemd frá Strætó bs: „Viljum árétta að Strætó er þátttakandi í vetnisverkefni á vegum ESB og undirbúningur fyrir hugsanlegt útboð hefur staðið yfir síðastliðið ár. Engin endanleg ákvörðun hefur hins vegar verið tekin af hálfu stjórnar um kaup á vetnisvögnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Þriðja vetnisstöð Orkunnar verður opnuð á lóð fyrirtækisins við Miklubraut í Reykjavík um næstu áramót. Í dag eru aðeins 15 vetnisbílar í notkun á Íslandi en Skeljungur veðjar á að vetnisbílar muni geta leyst af hina hefðbundnu bensín- og dísilbíla. Rafmagnsbílar og raftvinnbílar ýmiss konar hafa notið sívaxandi vinsælda á undanförnum árum og gríðarleg aukning hefur orðið í sölu slíkra bíla. Líkt og rafbíllinn fyrir nokkrum árum eru vetnisbílar að ganga í endurnýjun lífdaga. Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins, dótturfélags Skeljungs, segir vetnisbílana sem nú eru í umferð að mestu í notkun hjá fyrirtækjum og stofnunum.Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins.„Síðan er Strætó að fara að koma inn með fimm vagna í lok næsta árs eða byrjun 2020 svo það verður mikil aukning samhliða því og í haust kemur framleiðslulína frá Hyundai svo það gætu verið að koma inn 10-30 fleiri bílar innan árs. En svo fer þetta eftir eftirspurn,“ segir hún um vetnisuppbygginguna. Hún lítur ekki svo á að vetnið eigi undir högg að sækja gagnvart rafmagninu sem hafi nú þegar nokkurra ára forskot í innviðauppbyggingu. Ingunn segir að litið sé svo á að rafmagnsbíllinn og vetnisbíllinn vegi hvor annan upp að sama markmiði. „Í raun væri besta útgáfan tvinnbíll vetnis og rafmagns. Þá ækir þú innanbæjar á rafmagninu og lengri leiðir á vetninu,“ segir Ingunn. „Úti í heimi er verið að veðja á að minni bílar verði rafmagnsbílar en stærri fólksbílar, trukkar, flugvélar og skip fari á endanum yfir á vetni.“ Hyundai varð fyrsti bílaframleiðandinn til að fjöldaframleiða vetnisbíla og væntanleg er ný lína vetnisbíla á árinu sem á að draga 600 til 800 kílómetra á umhverfisvænum orkugjafa. Aðspurð segir Ingunn að þar sem hægt sé að komast lengra á vetnisbílum en til að mynda rafbílum þá þurfi ekki eins margar stöðvar. En vissulega þurfi að bæta við til að ná hringinn um landið. Þá sé verið að skoða hugmyndir um umhverfisvænni leiðir til að flytja vetnið frá Hellisheiðarvirkjun. Meðal annars með lögnum. Fyrir voru vetnisstöðvar við Vesturlandsveg og í Reykjanesbæ.Uppfært klukkan 09:36 Athugasemd frá Strætó bs: „Viljum árétta að Strætó er þátttakandi í vetnisverkefni á vegum ESB og undirbúningur fyrir hugsanlegt útboð hefur staðið yfir síðastliðið ár. Engin endanleg ákvörðun hefur hins vegar verið tekin af hálfu stjórnar um kaup á vetnisvögnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent