DIY-hljómsveitin BSÍ stöðvaði umferðina Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 10. september 2018 06:00 Þau Sigurlaug Thorarensen og Julius Rothlaender skipa hljómsveitina BSÍ sem gaf út sína fyrstu plötu á föstudag. Við bjuggumst við meiri upplausn og reiði en fólkið var reyndar aðallega hissa og skildi ekki alveg hvað var í gangi og varð kannski smá pirrað yfir því að einhver væri að reyna að trufla heilögu umferðina,“ segja þau Sigurlaug Thorarensen, sem spilar á trommur og syngur, og Julius Rothlaender, sem plokkar bassann í hljómsveitinni BSÍ. Myndbandið við fyrsta lag hljómsveitarinnar hefur vakið nokkra athygli en þar standa þau Sigurlaug og Julius á gangbrautinni á Hringbraut og stöðva þannig umferð. Myndbandið er ekkert sérstaklega flókið. Þau standa bara þarna og stoppa umferð. Sífellt bætist við bílaflotann sem tefst þær mínútur sem lagið er. „Hljómsveitin heitir BSÍ meðal annars vegna þess að við erum sérstaklega áhugasöm um umferðarmenningu. Okkur finnst til dæmis bílamenningin og bílafíknin á Íslandi svolítið spes og umhugsunarverð. Með myndbandinu og gjörningnum erum við að reyna að varpa ljósi á hvað það er í raun hlægilegt að í smáborg eins og Reykjavík, þar sem tiltölulega fáir búa sé mjög hátt hlutfall einkabíla – og það minnir okkur á kunnugleg kapítalísk munstur – fáir sem eiga margt.“ Þau segja að viðbrögð fólksins í bílunum hafi komið þeim svolítið á óvart. Hvað fólk var í raun bara rólegt og beið þolinmótt. Þau fengu svo eftirlitsmyndirnar frá vini sínum í lögreglunni. Hljómsveitin varð til því þau vildu prófa sig áfram og leika sér með ný hljóðfæri sem þau kynnu ekki á. „Ægir, vinur okkar, bauð okkur að vera í kjallararýminu hans í R6013 til að gera einmitt þetta. Við vorum eiginlega bara rétt byrjuð að leika okkur og áður en við vissum af vorum við komin með nokkur lög, sem við fengum síðan líka að taka upp í rýminu.“ Þau fóru í smá ferðalag til Berlín þar sem þeim bauðst að halda nokkra tónleika. Fyrsta plata þeirra kom svo út á föstudaginn á vegum Why Not? sem er DIY-plötuútgáfa í samstarfi við Tomatenplatten, sem er DIY-útgáfufyrirtæki í Berlín. Myndbandið má sjá hér að neðan. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira
Við bjuggumst við meiri upplausn og reiði en fólkið var reyndar aðallega hissa og skildi ekki alveg hvað var í gangi og varð kannski smá pirrað yfir því að einhver væri að reyna að trufla heilögu umferðina,“ segja þau Sigurlaug Thorarensen, sem spilar á trommur og syngur, og Julius Rothlaender, sem plokkar bassann í hljómsveitinni BSÍ. Myndbandið við fyrsta lag hljómsveitarinnar hefur vakið nokkra athygli en þar standa þau Sigurlaug og Julius á gangbrautinni á Hringbraut og stöðva þannig umferð. Myndbandið er ekkert sérstaklega flókið. Þau standa bara þarna og stoppa umferð. Sífellt bætist við bílaflotann sem tefst þær mínútur sem lagið er. „Hljómsveitin heitir BSÍ meðal annars vegna þess að við erum sérstaklega áhugasöm um umferðarmenningu. Okkur finnst til dæmis bílamenningin og bílafíknin á Íslandi svolítið spes og umhugsunarverð. Með myndbandinu og gjörningnum erum við að reyna að varpa ljósi á hvað það er í raun hlægilegt að í smáborg eins og Reykjavík, þar sem tiltölulega fáir búa sé mjög hátt hlutfall einkabíla – og það minnir okkur á kunnugleg kapítalísk munstur – fáir sem eiga margt.“ Þau segja að viðbrögð fólksins í bílunum hafi komið þeim svolítið á óvart. Hvað fólk var í raun bara rólegt og beið þolinmótt. Þau fengu svo eftirlitsmyndirnar frá vini sínum í lögreglunni. Hljómsveitin varð til því þau vildu prófa sig áfram og leika sér með ný hljóðfæri sem þau kynnu ekki á. „Ægir, vinur okkar, bauð okkur að vera í kjallararýminu hans í R6013 til að gera einmitt þetta. Við vorum eiginlega bara rétt byrjuð að leika okkur og áður en við vissum af vorum við komin með nokkur lög, sem við fengum síðan líka að taka upp í rýminu.“ Þau fóru í smá ferðalag til Berlín þar sem þeim bauðst að halda nokkra tónleika. Fyrsta plata þeirra kom svo út á föstudaginn á vegum Why Not? sem er DIY-plötuútgáfa í samstarfi við Tomatenplatten, sem er DIY-útgáfufyrirtæki í Berlín. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira