"Eins og stjórnsýslan sé bara að hugsa um sig“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. september 2018 12:06 Eldiskvíar í Tálknafirði Arnarlax Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun veitti til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. Formaður Vestfjarðarstofu segir niðurstöðuna áfall fyrir vestfirskt atvinnulíf og samfélag. Rekstrarleyfin veitti Matvælastofnun Fjarðarlaxi og Arctic Sea Farm til eldis á 17.500 tonnum af laxi í Patreksfirði og Tálknafirði. Formaður Vestfjarðarstofu gagnrýnir niðurstöðuna harðlega.Pétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður stjórnar Vestfjarðastofu.„Fiskeldi hefur verið ríkjandi atvinnugrein á svæðinu og orsök jákvæðrar byggðarþróunar undanfarið. Þannig þetta er náttúrulega áfall fyrir atvinnulífið og samfélagið í heild,“ segir Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður stjórnar Vestfjarðastofu. Hann segir ljóst að úrskurðurinn hafi gríðarleg áhrif á atvinnulíf á Vestfjörðum sem og á landið í heild en gera megi ráð fyrir miklu tapi á útflutningstekjum vegna úrskurðarins. Stjórnin krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að tryggja áframhaldandi atvinnuuppbyggingu á svæðinu. „Það að afturkalla rekstrarleyfið þýðir að atvinnulífið er að taka á sig mikið högg. Það þýðir högg á fjölskyldur, vinnandi fólk og samfélög. Ég gagnrýni þegar fólk getur tekið agressífar stjórnsýsluákvarðanir án þess að hafa fólk inni í menginu. Það er eins og stjórnsýslan sé bara að hugsa um sig, en ekki fólkið en við erum fyrst og fremst að þjónusta og sinna fólki, það er vont þegar svona niðurstaða hefur jafn mikil áhrif á samfélag og mannlíf.“ Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Telja fiskeldi verða fyrir „fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna“ Sveitarfélög á Vestfjörðum fordæma úrskurð um að fella leyfi til fiskeldis úr gildi. 28. september 2018 15:17 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun veitti til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. Formaður Vestfjarðarstofu segir niðurstöðuna áfall fyrir vestfirskt atvinnulíf og samfélag. Rekstrarleyfin veitti Matvælastofnun Fjarðarlaxi og Arctic Sea Farm til eldis á 17.500 tonnum af laxi í Patreksfirði og Tálknafirði. Formaður Vestfjarðarstofu gagnrýnir niðurstöðuna harðlega.Pétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður stjórnar Vestfjarðastofu.„Fiskeldi hefur verið ríkjandi atvinnugrein á svæðinu og orsök jákvæðrar byggðarþróunar undanfarið. Þannig þetta er náttúrulega áfall fyrir atvinnulífið og samfélagið í heild,“ segir Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður stjórnar Vestfjarðastofu. Hann segir ljóst að úrskurðurinn hafi gríðarleg áhrif á atvinnulíf á Vestfjörðum sem og á landið í heild en gera megi ráð fyrir miklu tapi á útflutningstekjum vegna úrskurðarins. Stjórnin krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að tryggja áframhaldandi atvinnuuppbyggingu á svæðinu. „Það að afturkalla rekstrarleyfið þýðir að atvinnulífið er að taka á sig mikið högg. Það þýðir högg á fjölskyldur, vinnandi fólk og samfélög. Ég gagnrýni þegar fólk getur tekið agressífar stjórnsýsluákvarðanir án þess að hafa fólk inni í menginu. Það er eins og stjórnsýslan sé bara að hugsa um sig, en ekki fólkið en við erum fyrst og fremst að þjónusta og sinna fólki, það er vont þegar svona niðurstaða hefur jafn mikil áhrif á samfélag og mannlíf.“
Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Telja fiskeldi verða fyrir „fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna“ Sveitarfélög á Vestfjörðum fordæma úrskurð um að fella leyfi til fiskeldis úr gildi. 28. september 2018 15:17 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Telja fiskeldi verða fyrir „fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna“ Sveitarfélög á Vestfjörðum fordæma úrskurð um að fella leyfi til fiskeldis úr gildi. 28. september 2018 15:17