Telja fiskeldi verða fyrir „fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2018 15:17 Eldiskvíar í Tálknafirði Arnarlax Stjórn Vestfjarðastofu, ásamt sveitarfélögunum Ísafjarðarbæ, Bolungarvík, Súðavík, Vesturbyggð, Tálknafirði og Strandabyggð, harma niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi í gær úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun veitti Fjarðarlaxi og Arctic Sea Farm til eldis á 17.500 tonnum af laxi í Patreksfirði og Tálknafirði. Vestfjarðarstofa er hagsmunaafl sveitarfélaganna á Vestfjörðum en í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla vegna ákvörðunarinnar kemur fram að úrskurðurinn muni hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf á Vestfjörðum sem og landið í heild. Er það Vestfjarðastofu og sveitarfélaganna að gera megi ráð fyrir miklu tapi á útflutningstekjum vegna úrskurðarins og krefst stjórn Vestfjarðarstofu þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að tryggja áframhaldandandi atvinnuuppbyggingu á svæðinu.Telja yfirvöld hafa áhrif á starfsöryggi með mistökumPétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður stjórnar Vestfjarðastofu.Er því haldið fram að úrskurðurinn sé áfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum og ljóst sé að með skorti á stefnu, aðgerðarleysi og mistökum hafi yfirvöld haft grafalvarleg áhrif á atvinnuuppbyggingu og starfsöryggi fjölda manns. „Um er að ræða skýrt dæmi um sálarlausa stjórnsýslu þar sem framtíð fjölda fólks og margra byggðarlaga er sett í uppnám með einu pennastriki. Umhugsunarvert er hvernig stjórnsýslan hefur þróað með sér kerfi þar sem ákvarðanir eru teknar án þess að minnst sé á fólk, fjölskyldur eða samfélagslegar afleiðingar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að Vestfirðingar hafi í gegnum aldirnar byggt afkomu sína á sjávarútvegi og að landshlutinn sé sá eini á Íslandi þar sem öll sveitarfélögin hafa umhverfisvottun Earth Check.Veki upp spurningar um stöðu annarra greina Í yfirlýsingunni er fiskeldi sagt umhverfisvæn atvinnugrein sem skapað geti umtalsverð útflutningsverðmæti fyrir land og þjóð og haft í för með sér jákvæða íbúaþróun. Þá er tekið fram að Vestfirðir sé stóriðjulausir og fjórðungurinn verði það áfram um ókomna tíð. Í ljósi þessa séu Vestfirðir í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum landsins. Þá er úrskurðurinn talinn vekja upp spurningar um stöðu annarra atvinnugreina og nýtingu náttúrunnar, hvort sem er til fiskeldis, ferðaþjónustu eða landbúnaðar gagnvart því sem kallað er „fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna.“ „Það getur ekki verið vilji samfélagsins að stöðva allar framkvæmdir, hvort sem um er að ræða atvinnuuppbyggingu, úrbætur í vegamálum eða orkuflutningi og framleiðslu, með flókum kerfum sem ekki tala saman,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Eru Vestfirðingar sagðir forviða yfir þessum úrskurði og beina þeim tilmælum til stjórnvalda að horfa til heildarhagsmuna þjóðarinnar í málefnum fiskeldis. „Sem er atvinnugrein í örum vexti á heimsvísu, enda ein umhverfisvænasta framleiðsluaðferð á matvælum sem mannkynið býr yfir. Mikilvægt er að fiskeldisuppbygging endi ekki í þeim sorglega farvegi að velkjast um í kerfinu í áratugi með óbætanlegu tjóni fyrir fyrirtækin, samfélögin sem um ræðir og þjóðarbúið.“ Bolungarvík Fiskeldi Strandabyggð Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Tengdar fréttir Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Stjórn Vestfjarðastofu, ásamt sveitarfélögunum Ísafjarðarbæ, Bolungarvík, Súðavík, Vesturbyggð, Tálknafirði og Strandabyggð, harma niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi í gær úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun veitti Fjarðarlaxi og Arctic Sea Farm til eldis á 17.500 tonnum af laxi í Patreksfirði og Tálknafirði. Vestfjarðarstofa er hagsmunaafl sveitarfélaganna á Vestfjörðum en í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla vegna ákvörðunarinnar kemur fram að úrskurðurinn muni hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf á Vestfjörðum sem og landið í heild. Er það Vestfjarðastofu og sveitarfélaganna að gera megi ráð fyrir miklu tapi á útflutningstekjum vegna úrskurðarins og krefst stjórn Vestfjarðarstofu þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að tryggja áframhaldandandi atvinnuuppbyggingu á svæðinu.Telja yfirvöld hafa áhrif á starfsöryggi með mistökumPétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður stjórnar Vestfjarðastofu.Er því haldið fram að úrskurðurinn sé áfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum og ljóst sé að með skorti á stefnu, aðgerðarleysi og mistökum hafi yfirvöld haft grafalvarleg áhrif á atvinnuuppbyggingu og starfsöryggi fjölda manns. „Um er að ræða skýrt dæmi um sálarlausa stjórnsýslu þar sem framtíð fjölda fólks og margra byggðarlaga er sett í uppnám með einu pennastriki. Umhugsunarvert er hvernig stjórnsýslan hefur þróað með sér kerfi þar sem ákvarðanir eru teknar án þess að minnst sé á fólk, fjölskyldur eða samfélagslegar afleiðingar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að Vestfirðingar hafi í gegnum aldirnar byggt afkomu sína á sjávarútvegi og að landshlutinn sé sá eini á Íslandi þar sem öll sveitarfélögin hafa umhverfisvottun Earth Check.Veki upp spurningar um stöðu annarra greina Í yfirlýsingunni er fiskeldi sagt umhverfisvæn atvinnugrein sem skapað geti umtalsverð útflutningsverðmæti fyrir land og þjóð og haft í för með sér jákvæða íbúaþróun. Þá er tekið fram að Vestfirðir sé stóriðjulausir og fjórðungurinn verði það áfram um ókomna tíð. Í ljósi þessa séu Vestfirðir í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum landsins. Þá er úrskurðurinn talinn vekja upp spurningar um stöðu annarra atvinnugreina og nýtingu náttúrunnar, hvort sem er til fiskeldis, ferðaþjónustu eða landbúnaðar gagnvart því sem kallað er „fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna.“ „Það getur ekki verið vilji samfélagsins að stöðva allar framkvæmdir, hvort sem um er að ræða atvinnuuppbyggingu, úrbætur í vegamálum eða orkuflutningi og framleiðslu, með flókum kerfum sem ekki tala saman,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Eru Vestfirðingar sagðir forviða yfir þessum úrskurði og beina þeim tilmælum til stjórnvalda að horfa til heildarhagsmuna þjóðarinnar í málefnum fiskeldis. „Sem er atvinnugrein í örum vexti á heimsvísu, enda ein umhverfisvænasta framleiðsluaðferð á matvælum sem mannkynið býr yfir. Mikilvægt er að fiskeldisuppbygging endi ekki í þeim sorglega farvegi að velkjast um í kerfinu í áratugi með óbætanlegu tjóni fyrir fyrirtækin, samfélögin sem um ræðir og þjóðarbúið.“
Bolungarvík Fiskeldi Strandabyggð Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Tengdar fréttir Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53