36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2018 12:44 Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. Vísir/Jói K Um þrjátíu og sex milljónir bíla og um 70 milljón manns hafa farið um Hvalfjarðargöng frá því umferð var hleypt á þau árið 1998. Göngunum verður skilað til ríkissjóðs í dag og eftir það verður umferð um þau gjaldfrjáls. Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra tekur formlega við göngunum við norðurenda þeirra klukkan eitt í dag en þar með lýkur tuttugu ára stjórn Spalar á göngunum. Gísli Gíslason stjórnarformaður fyrirtækisins segir daginn í dag því marka tímamót bæði fyrir Spöl og vegfarendur, sem aka frítt í gegnum göngin eftir klukkan eitt í dag. „Þetta mannvirki er auðvitað orðið tuttugu ára gamalt en stendur vel fyrir sínu. Eftir úttektir er þetta gott mannvirki. En það er fyrst og fremst gott fyrir vegfarendur. Mér sýnist að um 36 milljónir bíla verði búnir að aka í gegn um göngin núna í lok September,” segir Gísli. Sé reiknað með að tveir vegfarendur séu í hverjum bíl að meðaltali hafi um 70 milljón manns keyrt um gögnin. Óhöpp hafi verið tiltölulega smá fyrir utan eitt banaslys sem hafi komið illa við fólk. Í framhaldinu sé mikilvægt að vel sé hugað að öryggismálum eins og hingað til í göngunum. Spölur hafi verið verkfæri til að byggja göngin og reka þau síðast liðin tuttugu ár. „Það eru auðvitað vegfarendur fyrst og fremst sem eru að greiða fyrir þetta mannvirki og það eru auðvitað vegfarendur sem eru að skila því nú til ríkisins til rekstar.”Er spölur þá orðin skuldlaus í dag? „Síðasta afborgun af lánum spalar var greidd í gær. Þannig að nú erum við skuldlaus í þessum langtíma skuldum,” segir Gísli. Hins vegar eigi vegfarendur margir inneignir hjá fyrirtækinu með fyrir fram greiddum ferðum. En reiknað sé með að Spölur hafi greitt þær og verði skuldlaus áður en árið sé liðið. „Við hvetjum alla til að líta inn á vef Spalar, spölur.is, og kynna sér hvar og hvernig megi nálgast endurgreiðslur. Menn fá þrjú þúsund krónur fyrir hvern lykil sem skilað er inn. Inneignir verða endurgreiddar og ef rauðu miðunum frægu er skilað er endurgreiðsla fólgin í því,” segir Gísli. En rauðu miðarnir eru afsláttarmiðar og um 50 þúsund lyklar hafi verið í umferð. Gísli hafði ekki nákvæma tölu á takteinum varðandi útistandandi inneignir en sagðist reikna með að þær væru á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir króna. Samgöngur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Um þrjátíu og sex milljónir bíla og um 70 milljón manns hafa farið um Hvalfjarðargöng frá því umferð var hleypt á þau árið 1998. Göngunum verður skilað til ríkissjóðs í dag og eftir það verður umferð um þau gjaldfrjáls. Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra tekur formlega við göngunum við norðurenda þeirra klukkan eitt í dag en þar með lýkur tuttugu ára stjórn Spalar á göngunum. Gísli Gíslason stjórnarformaður fyrirtækisins segir daginn í dag því marka tímamót bæði fyrir Spöl og vegfarendur, sem aka frítt í gegnum göngin eftir klukkan eitt í dag. „Þetta mannvirki er auðvitað orðið tuttugu ára gamalt en stendur vel fyrir sínu. Eftir úttektir er þetta gott mannvirki. En það er fyrst og fremst gott fyrir vegfarendur. Mér sýnist að um 36 milljónir bíla verði búnir að aka í gegn um göngin núna í lok September,” segir Gísli. Sé reiknað með að tveir vegfarendur séu í hverjum bíl að meðaltali hafi um 70 milljón manns keyrt um gögnin. Óhöpp hafi verið tiltölulega smá fyrir utan eitt banaslys sem hafi komið illa við fólk. Í framhaldinu sé mikilvægt að vel sé hugað að öryggismálum eins og hingað til í göngunum. Spölur hafi verið verkfæri til að byggja göngin og reka þau síðast liðin tuttugu ár. „Það eru auðvitað vegfarendur fyrst og fremst sem eru að greiða fyrir þetta mannvirki og það eru auðvitað vegfarendur sem eru að skila því nú til ríkisins til rekstar.”Er spölur þá orðin skuldlaus í dag? „Síðasta afborgun af lánum spalar var greidd í gær. Þannig að nú erum við skuldlaus í þessum langtíma skuldum,” segir Gísli. Hins vegar eigi vegfarendur margir inneignir hjá fyrirtækinu með fyrir fram greiddum ferðum. En reiknað sé með að Spölur hafi greitt þær og verði skuldlaus áður en árið sé liðið. „Við hvetjum alla til að líta inn á vef Spalar, spölur.is, og kynna sér hvar og hvernig megi nálgast endurgreiðslur. Menn fá þrjú þúsund krónur fyrir hvern lykil sem skilað er inn. Inneignir verða endurgreiddar og ef rauðu miðunum frægu er skilað er endurgreiðsla fólgin í því,” segir Gísli. En rauðu miðarnir eru afsláttarmiðar og um 50 þúsund lyklar hafi verið í umferð. Gísli hafði ekki nákvæma tölu á takteinum varðandi útistandandi inneignir en sagðist reikna með að þær væru á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir króna.
Samgöngur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira