Erfitt er fyrir fatlað fólk að sækja rétt sinn fyrir dómstólum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. september 2018 20:00 Erfitt er fyrir fatlað fólk að sækja rétt sinn fyrir dómstólum, að mati lögfræðings, sem segir Hæstarétt ekki líta til þess að samningur um jöfn réttindi fatlaðs fólk hafi verið samþykktur. Öryrkjabandalag Íslands stóð fyrir málþingi í dag þar sem því var velt upp hvort félagsleg réttindi fatlaðs fólks séu í raun tryggð. Þessa daganna er verið að undirbúa heildar breytingar á almannatryggingakerfinu en áætlun ríkisstjórnarinnar er að tillaga með breytingunum verði tilbúin fyrsta nóvember næstkomandi.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags ÍslandsVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Það að þetta frumvarp eigi að vera tilbúið og eigi að koma fram 1. nóvember held ég að sé svolítið bjartsýnt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Þuríður segir öryrkja hafa verulegar áhyggjur af því að stjórnvöld kasti til höndum við frumvarpsgerðina vegna þess hver tíminn er naumur þar til leggja á frumvarpið fram. „Það má ekki, undir engum kringumstæðum , koma verr niður á þessu fólki en það gerir í dag, því staða fatlaðs fólks í dag hérna á Íslandi er verulega bágborin,“ segir Þuríður. Öryrkjabandalagið á fulltrúa í samráðshópi um breytt framfærslukerfi. Þuríður segir að stjórnvöld verði einnig að horfa til atvinnumarkaðarins sem verði að aðlaga sig aðstæðum öryrkja.Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingurVísir/Jóhann K. JóhannssonSigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingur flutti erindi á málþinginu en hún kynnti niðurstöður meistararitgerðar í lögfræði um túlkun á jákvæðum skyldum ríkisins á sviði mannréttinda í íslenskri réttaframkvæmd með hliðsjón af réttarvernd fatlaðs fólks. Hún segir að í þróun dómaframkvæmdar síðustu ára hjá Hæstarétti, þá virðist hann veigra sér við því að fjalla um efnahagsleg, félagsleg- og menningarleg réttindi fólks meðal annars með vísan til skilyrða í réttarfarslögum. „Fatlað fólk á erfitt með að fá efnislega umfjöllun um úrlausn málefna sinna,“ segir Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingur. Sigurlaug segir að samningur um jöfn réttindi fatlaðs fólks sem þegar er samþykktur, en ekki lögfestur, ætti að nægja til þess að tryggja að Hæstiréttur myndi líta til samningsins. „Við höfum því miður einn dóm þar sem að, þar sem ekki er búið að lögfesta samninginn þá skapaði hann ekki fötluðu fólki nægilega vernd,“ segir Sigurlaug. Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Sjá meira
Erfitt er fyrir fatlað fólk að sækja rétt sinn fyrir dómstólum, að mati lögfræðings, sem segir Hæstarétt ekki líta til þess að samningur um jöfn réttindi fatlaðs fólk hafi verið samþykktur. Öryrkjabandalag Íslands stóð fyrir málþingi í dag þar sem því var velt upp hvort félagsleg réttindi fatlaðs fólks séu í raun tryggð. Þessa daganna er verið að undirbúa heildar breytingar á almannatryggingakerfinu en áætlun ríkisstjórnarinnar er að tillaga með breytingunum verði tilbúin fyrsta nóvember næstkomandi.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags ÍslandsVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Það að þetta frumvarp eigi að vera tilbúið og eigi að koma fram 1. nóvember held ég að sé svolítið bjartsýnt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Þuríður segir öryrkja hafa verulegar áhyggjur af því að stjórnvöld kasti til höndum við frumvarpsgerðina vegna þess hver tíminn er naumur þar til leggja á frumvarpið fram. „Það má ekki, undir engum kringumstæðum , koma verr niður á þessu fólki en það gerir í dag, því staða fatlaðs fólks í dag hérna á Íslandi er verulega bágborin,“ segir Þuríður. Öryrkjabandalagið á fulltrúa í samráðshópi um breytt framfærslukerfi. Þuríður segir að stjórnvöld verði einnig að horfa til atvinnumarkaðarins sem verði að aðlaga sig aðstæðum öryrkja.Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingurVísir/Jóhann K. JóhannssonSigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingur flutti erindi á málþinginu en hún kynnti niðurstöður meistararitgerðar í lögfræði um túlkun á jákvæðum skyldum ríkisins á sviði mannréttinda í íslenskri réttaframkvæmd með hliðsjón af réttarvernd fatlaðs fólks. Hún segir að í þróun dómaframkvæmdar síðustu ára hjá Hæstarétti, þá virðist hann veigra sér við því að fjalla um efnahagsleg, félagsleg- og menningarleg réttindi fólks meðal annars með vísan til skilyrða í réttarfarslögum. „Fatlað fólk á erfitt með að fá efnislega umfjöllun um úrlausn málefna sinna,“ segir Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingur. Sigurlaug segir að samningur um jöfn réttindi fatlaðs fólks sem þegar er samþykktur, en ekki lögfestur, ætti að nægja til þess að tryggja að Hæstiréttur myndi líta til samningsins. „Við höfum því miður einn dóm þar sem að, þar sem ekki er búið að lögfesta samninginn þá skapaði hann ekki fötluðu fólki nægilega vernd,“ segir Sigurlaug.
Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Sjá meira