Góðar líkur á víðtæku samfloti verkalýðsfélaga Heimir Már Pétursson skrifar 26. september 2018 13:23 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Vísir/Egill Verkalýðsfélagið Framsýn krefst þess að lágmarkslaun verði 375 þúsund krónur á mánuði í komandi kjarasamningum og að vinnuvikan verði stytt á sama tíma. Félög innan Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna stefna á víðtækt samflot í viðræðum við Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru allir lausir um áramót. Nítján verkalýðsfélög víðs vegar um landið eru aðilar að Starfsgreinasambandinu, þeirra á meðal Efling sem er fjölmennasta félagið sem og Framsýn stéttarfélag Þingeyinga sem setti helstu kröfur sínar fram í gær. Félagið krefst þess að lágmarkslaun verði 375 þúsund krónur á mánuði miðað við fullt starf. Þá vill félagið einnig að samið verði um styttingu vinnuvikunnar gegn sömu launum og að áttatíu prósent vaktavinna teljist full vinna, svo eitthvað sé nefnt. Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR sem er fjölmennasta verkalýðsfélag landsins lýst vel á kröfur Framsýnar. „Já, já mjög vel. Við höfum verið í ágætu sambandi við Framsýn og önnur stéttarfélög,“ segir Ragnar Þór. VR hafi þegar fundað með Starfsgreinasambandinu vegna áhuga á samfloti í komandi samningum. Annar fundur sé fyrirhugaður á föstudag í næstu viku til að ræða mögulegt samstarf félaga innan Starfsgreinasambandsins og Landssambands verslunarmanna. „Þannig að þetta er svona tónninn sem við höfum verið að finna innan okkar raða og starfsgreinafélaganna. Hann er mjög svipaður. Þannig að líkurnar á samstarfi eru nokkuð góðar þótt ekkert sé í hendi. Ef það tekst að mynda stórt og breitt bandalag mun slagkraftur okkar sjálfkrafa verða mun meiri og árangurinn eftir því betri,“ segir Ragnar Þór. Ef þetta samflot tekst yrðu um 70 prósent verkafólks á almennum vinnumarkaði innan þess. Ragnar Þór segir samflotið síðan geta stækkað enn frekar. En það fari dálítið eftir því hvernig forysta Alþýðusambandsins líti út að loknu þingi þess dagana 24. til 26. október næst komandi. „Það er ekkert útilokað að við náum að sameinast á enn breiðari grundvelli en þessum.“Þá jafnvel undir fána ASÍ? „Mögulega það er ekkert útilokað í þeim efnum. Það ræðst náttúrlega af því hvernig samsetning nýrrar forystu Alþýðusambandsins verður. Hver vilji formanna félaganna verður til að spila úr þeim átökum og breytingum sem hafa átt sér stað innan hreyfingarinnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Verkalýðsfélagið Framsýn krefst þess að lágmarkslaun verði 375 þúsund krónur á mánuði í komandi kjarasamningum og að vinnuvikan verði stytt á sama tíma. Félög innan Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna stefna á víðtækt samflot í viðræðum við Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru allir lausir um áramót. Nítján verkalýðsfélög víðs vegar um landið eru aðilar að Starfsgreinasambandinu, þeirra á meðal Efling sem er fjölmennasta félagið sem og Framsýn stéttarfélag Þingeyinga sem setti helstu kröfur sínar fram í gær. Félagið krefst þess að lágmarkslaun verði 375 þúsund krónur á mánuði miðað við fullt starf. Þá vill félagið einnig að samið verði um styttingu vinnuvikunnar gegn sömu launum og að áttatíu prósent vaktavinna teljist full vinna, svo eitthvað sé nefnt. Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR sem er fjölmennasta verkalýðsfélag landsins lýst vel á kröfur Framsýnar. „Já, já mjög vel. Við höfum verið í ágætu sambandi við Framsýn og önnur stéttarfélög,“ segir Ragnar Þór. VR hafi þegar fundað með Starfsgreinasambandinu vegna áhuga á samfloti í komandi samningum. Annar fundur sé fyrirhugaður á föstudag í næstu viku til að ræða mögulegt samstarf félaga innan Starfsgreinasambandsins og Landssambands verslunarmanna. „Þannig að þetta er svona tónninn sem við höfum verið að finna innan okkar raða og starfsgreinafélaganna. Hann er mjög svipaður. Þannig að líkurnar á samstarfi eru nokkuð góðar þótt ekkert sé í hendi. Ef það tekst að mynda stórt og breitt bandalag mun slagkraftur okkar sjálfkrafa verða mun meiri og árangurinn eftir því betri,“ segir Ragnar Þór. Ef þetta samflot tekst yrðu um 70 prósent verkafólks á almennum vinnumarkaði innan þess. Ragnar Þór segir samflotið síðan geta stækkað enn frekar. En það fari dálítið eftir því hvernig forysta Alþýðusambandsins líti út að loknu þingi þess dagana 24. til 26. október næst komandi. „Það er ekkert útilokað að við náum að sameinast á enn breiðari grundvelli en þessum.“Þá jafnvel undir fána ASÍ? „Mögulega það er ekkert útilokað í þeim efnum. Það ræðst náttúrlega af því hvernig samsetning nýrrar forystu Alþýðusambandsins verður. Hver vilji formanna félaganna verður til að spila úr þeim átökum og breytingum sem hafa átt sér stað innan hreyfingarinnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira