Fannst hún of feit til að fara á stefnumót: „Fór að hugsa um mig sem manneskju“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2018 10:30 Fanney Dóra Veigarsdóttir ræddi við Völu Matt í síðustu viku. Ein af stærstu samfélagsmiðlastjörnum landsins, Fanney Dóra Veigarsdóttir, hefur verið óhemju opinská og einlæg í viðtölum og á miðlum sínum. En glansmyndir af henni á Instagram, heimasíðunni hennar og á YouTube segja ekki alla söguna því Fanney hefur verið að berjast við bæði kvíða og depurð. Vala Matt hitti Fanney í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 á föstudagskvöldið. „Ég byrjaði á mínum samfélagsmiðlum alls ekkert neitt tengt tilfinningum en svo áttaði ég mig á því einn daginn að ég hefði svo mikið þurft að einhver hefði verið að tala um þessar tilfinningar þegar ég var yngri og ég vissi ekki einu sinni að þær hefðu nafn,“ segir Fanney Dór sem er förðunarfræðingur og háskólanemi „Þá ákvað ég bara að byrja að sýna hvernig þær stjórnuðu mér og hvernig ég ætlaði mér að breyta því. Ég hef alltaf verið með frekar lélegt sjálfstraust síðan ég var ung. Það eina sem maður sá var fallegt fólk. Maður horfði á fallegt fólk í sjónvarpinu og sá myndir af fallegu fólki. Um leið og ég áttaði mig á því að það voru ekkert allir þannig og það ættu allir sinn djöful að draga, þá áttaði ég mig á því hverju ég þyrfti að breyta hjá sjálfri mér.“Fanney er mjög virk á samfélagsmiðlum sínum.Fanney segist hafa unnið í sjálfstrausti sínu með því að horfa á sig nákvæmlega eins og hún er á þeim tíma. „Ég áttaði mig á því að það skipti engu máli þó ég grennist um þessi tuttugu kíló, ég þarf að elska manneskjuna sem ég er, því ég verð alltaf ég. Hvort sem ég breytist í framtíðinni eða ekki. Þannig varð sjálfstraust mitt svo miklu betra og ég er allt önnur manneskja í dag. Fólk getur núna leitað uppi fólk eins og mig á samfélagsmiðlum. Það getur auðvitað leitað uppi þetta fullkomna fólk en það getur líka skoðað mig sem vill bara vera ég sjálf.“ Hún segir að fólk eigi ekki að taka allt sem það sér á samfélagsmiðlum mikið inn á sig. Hún segist hafa haft mikla fordóma fyrir sjálfri sér.Fyrsta stefnumótið skilaði henni kærastanum sem hún á í dag.„Ég hélt alltaf að vinkonur mínar vildu fá mig með í sund til að ég gæti verið feita vinkonan og í dag segja þær bara við mig: ert þú eitthvað rugluð? Og ég missti af svo mörgum sundferðum út af því hvernig ég leit út. Ég bjó til ákveðna möntru sem var að ég væri nóg og fullkomin. Svolítið bjó það til þó mér fyndist það ekki, en svo allt í einu fór mér að finnast það.“ Fanney fannst hún alltaf of feit til að fara á stefnumót. „Ég fór að hugsa um mig sem manneskju, ekki sem einhvern endalausan útlitsstimpil. Ég hætti að spá í því hver ég væri og hvernig ég væri. Út frá því fór ég að þora að fara á stefnumót, eitthvað sem ég hafði aldrei þorað að gera. Það er svo auðvelt að kynnast fólki á netinu en þá sagði ég alltaf nei, því ég hélt að hann myndi kannski finnast ég feitari en ég var á myndum. Þetta var alvöru hræðsla hjá mér og síðan hugsaði ég hvenær ætla ég að komast yfir þetta. Þá þurfti ég bara að taka ákvörðun hvort ég ætlaði að vera ein að eilífu og fyrsti strákurinn sem ég fór á stefnumót með er kærastinn minn í dag.“ Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Ein af stærstu samfélagsmiðlastjörnum landsins, Fanney Dóra Veigarsdóttir, hefur verið óhemju opinská og einlæg í viðtölum og á miðlum sínum. En glansmyndir af henni á Instagram, heimasíðunni hennar og á YouTube segja ekki alla söguna því Fanney hefur verið að berjast við bæði kvíða og depurð. Vala Matt hitti Fanney í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 á föstudagskvöldið. „Ég byrjaði á mínum samfélagsmiðlum alls ekkert neitt tengt tilfinningum en svo áttaði ég mig á því einn daginn að ég hefði svo mikið þurft að einhver hefði verið að tala um þessar tilfinningar þegar ég var yngri og ég vissi ekki einu sinni að þær hefðu nafn,“ segir Fanney Dór sem er förðunarfræðingur og háskólanemi „Þá ákvað ég bara að byrja að sýna hvernig þær stjórnuðu mér og hvernig ég ætlaði mér að breyta því. Ég hef alltaf verið með frekar lélegt sjálfstraust síðan ég var ung. Það eina sem maður sá var fallegt fólk. Maður horfði á fallegt fólk í sjónvarpinu og sá myndir af fallegu fólki. Um leið og ég áttaði mig á því að það voru ekkert allir þannig og það ættu allir sinn djöful að draga, þá áttaði ég mig á því hverju ég þyrfti að breyta hjá sjálfri mér.“Fanney er mjög virk á samfélagsmiðlum sínum.Fanney segist hafa unnið í sjálfstrausti sínu með því að horfa á sig nákvæmlega eins og hún er á þeim tíma. „Ég áttaði mig á því að það skipti engu máli þó ég grennist um þessi tuttugu kíló, ég þarf að elska manneskjuna sem ég er, því ég verð alltaf ég. Hvort sem ég breytist í framtíðinni eða ekki. Þannig varð sjálfstraust mitt svo miklu betra og ég er allt önnur manneskja í dag. Fólk getur núna leitað uppi fólk eins og mig á samfélagsmiðlum. Það getur auðvitað leitað uppi þetta fullkomna fólk en það getur líka skoðað mig sem vill bara vera ég sjálf.“ Hún segir að fólk eigi ekki að taka allt sem það sér á samfélagsmiðlum mikið inn á sig. Hún segist hafa haft mikla fordóma fyrir sjálfri sér.Fyrsta stefnumótið skilaði henni kærastanum sem hún á í dag.„Ég hélt alltaf að vinkonur mínar vildu fá mig með í sund til að ég gæti verið feita vinkonan og í dag segja þær bara við mig: ert þú eitthvað rugluð? Og ég missti af svo mörgum sundferðum út af því hvernig ég leit út. Ég bjó til ákveðna möntru sem var að ég væri nóg og fullkomin. Svolítið bjó það til þó mér fyndist það ekki, en svo allt í einu fór mér að finnast það.“ Fanney fannst hún alltaf of feit til að fara á stefnumót. „Ég fór að hugsa um mig sem manneskju, ekki sem einhvern endalausan útlitsstimpil. Ég hætti að spá í því hver ég væri og hvernig ég væri. Út frá því fór ég að þora að fara á stefnumót, eitthvað sem ég hafði aldrei þorað að gera. Það er svo auðvelt að kynnast fólki á netinu en þá sagði ég alltaf nei, því ég hélt að hann myndi kannski finnast ég feitari en ég var á myndum. Þetta var alvöru hræðsla hjá mér og síðan hugsaði ég hvenær ætla ég að komast yfir þetta. Þá þurfti ég bara að taka ákvörðun hvort ég ætlaði að vera ein að eilífu og fyrsti strákurinn sem ég fór á stefnumót með er kærastinn minn í dag.“
Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“