Beðið eftir grænu ljósi frá ríkisskattstjóra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. september 2018 09:30 Stjórn Spalar hf. bíður enn eftir áliti Ríkisskattstjóra (RSK) um áhrif afskriftar ganganna og hugsanlegrar skattlagningar félagsins á árinu 2018. Fréttablaðið/Pjetur Stjórn Spalar hf. bíður enn eftir áliti Ríkisskattstjóra (RSK) um áhrif afskriftar ganganna og hugsanlegrar skattlagningar félagsins á árinu 2018. Fyrirhugað er að hætta innheimtu veggjalda gegnum Hvalfjarðargöng næstkomandi föstudag og afhenda ríkinu göngin til eignar sunnudaginn 30. september. Það gæti þó dregist ef álit RSK skilar sér ekki fyrir þann tíma. Í upphafi var miðað við að ríkið tæki yfir félögin sem eiga og reka göngin. Í maí tilkynnti samgönguráðuneytið stjórninni að sú leið yrði ekki farin. Því er stefnt að því nú að afhenda ríkinu göngin að gjöf og slíta félaginu. Af þeim sökum leitaði Spölur til RSK um miðjan júní til að fá úr því skorið hvaða áhrif slíkur gjörningur hefði við álagningu skatta á félagið. Svar RSK hefur ekki skilað sér. „Satt best að segja höfðum við væntingar um að þetta myndi skila sér í síðustu viku en það varð ekki af því. Við bíðum í raun með hendur á húninum því til að það sé mögulegt að afhenda göngin í mánaðarlok þá þarf þetta bréf að liggja fyrir,“ segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar. Undanfarna daga hefur Spölur auglýst að gjaldtöku ljúki 28. september og að í kjölfarið geti fólk skilað áskriftarlyklum og afsláttarmiðum. Sá fyrirvari er gerður í auglýsingunni að álit RSK liggi fyrir sem og úttekt Samgöngustofu. „Við erum að vonast eftir því að svarið liggi fyrir strax eftir helgi. Það verður fundur í ráðuneytinu á mánudag þar sem farið verður yfir stöðuna,“ segir Gísli. Aðspurður um hvað skuli taka til bragðs ef svarið berst seint eða innihald þess verði neikvætt segir Gísli að fundið verði út úr því þegar þar að kemur. Spölur sé á þeirri braut að göngin verði afskrifuð að fullu á árinu og þau verði afhent ríkinu til eignar án endurgjalds. „Það er hin eðlilega leið en við viljum fá það staðfest frá RSK þannig að það verði enginn óvæntur snúningur. Satt best að segja erum við orðnir langeygir eftir svari. Því seinna sem það berst, þeim mun verra er það fyrir okkur og skapar okkur minna svigrúm,“ segir Gísli. „Ef svarið gefur ekki tilefni til neinna tilþrifa þá heldur planið og göngin verða afhent 30. september.“ Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðargöng Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Stjórn Spalar hf. bíður enn eftir áliti Ríkisskattstjóra (RSK) um áhrif afskriftar ganganna og hugsanlegrar skattlagningar félagsins á árinu 2018. Fyrirhugað er að hætta innheimtu veggjalda gegnum Hvalfjarðargöng næstkomandi föstudag og afhenda ríkinu göngin til eignar sunnudaginn 30. september. Það gæti þó dregist ef álit RSK skilar sér ekki fyrir þann tíma. Í upphafi var miðað við að ríkið tæki yfir félögin sem eiga og reka göngin. Í maí tilkynnti samgönguráðuneytið stjórninni að sú leið yrði ekki farin. Því er stefnt að því nú að afhenda ríkinu göngin að gjöf og slíta félaginu. Af þeim sökum leitaði Spölur til RSK um miðjan júní til að fá úr því skorið hvaða áhrif slíkur gjörningur hefði við álagningu skatta á félagið. Svar RSK hefur ekki skilað sér. „Satt best að segja höfðum við væntingar um að þetta myndi skila sér í síðustu viku en það varð ekki af því. Við bíðum í raun með hendur á húninum því til að það sé mögulegt að afhenda göngin í mánaðarlok þá þarf þetta bréf að liggja fyrir,“ segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar. Undanfarna daga hefur Spölur auglýst að gjaldtöku ljúki 28. september og að í kjölfarið geti fólk skilað áskriftarlyklum og afsláttarmiðum. Sá fyrirvari er gerður í auglýsingunni að álit RSK liggi fyrir sem og úttekt Samgöngustofu. „Við erum að vonast eftir því að svarið liggi fyrir strax eftir helgi. Það verður fundur í ráðuneytinu á mánudag þar sem farið verður yfir stöðuna,“ segir Gísli. Aðspurður um hvað skuli taka til bragðs ef svarið berst seint eða innihald þess verði neikvætt segir Gísli að fundið verði út úr því þegar þar að kemur. Spölur sé á þeirri braut að göngin verði afskrifuð að fullu á árinu og þau verði afhent ríkinu til eignar án endurgjalds. „Það er hin eðlilega leið en við viljum fá það staðfest frá RSK þannig að það verði enginn óvæntur snúningur. Satt best að segja erum við orðnir langeygir eftir svari. Því seinna sem það berst, þeim mun verra er það fyrir okkur og skapar okkur minna svigrúm,“ segir Gísli. „Ef svarið gefur ekki tilefni til neinna tilþrifa þá heldur planið og göngin verða afhent 30. september.“
Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðargöng Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira