Jóhanna Guðrún og Davíð gengu í hjónaband við hátíðlega athöfn í Garðakirkju Birgir Olgeirsson skrifar 21. september 2018 20:09 Davíð og Jóhanna Guðrún ganga alsæl niður kirkjutröppurnar ásamt dóttur þeirra eftir athöfnina í Garðakirkju í dag. Instagram/BrynjaDögg Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson lét pússa sig saman í Garðakirkju í Garðabæ í dag. Jóhanna Guðrún er landsfræg fyrir sönghæfileika sína og en hún hefur starfað á því sviði frá barnsaldri. Hún er hvað þekktust fyrir að hafa hafnað í öðru sæti í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Rússlandi árið 2009 þar sem hún flutti lagið Is it True? Davíð er einn af frambærilegustu gítarleikurum landsins en hann á ekki langt að sækja hæfileikana því faðir hans er gítargoðsögnin Sigurgeir Sigmundsson sem hefur leikið í hljómsveitunum Start, Gildrunni og Drýsli. Glæsileg tónlistaratriði Í athöfninni mátti sjá margt af helsta tónlistarfólki landsins og voru tónlistaratriði með glæsilegra móti. Gospelkór Jóns Vídalíns, sem Davíð stjórnar, flutti lagið Waiting for a Star to Fall, sem bandaríski dúettinn Boy Meets Girl gerði vinsælt á níunda áratug síðustu aldar. Næsta var komið að Stefaníu Svavarsdóttur sem flutti ABBA-lagið Thank You for the Music ásamt kórnum. Stefanía og Elísabet Ormslev sungu síðan lagið You´ve Got a Friend eftir Carole King. Á eftir þeim var það tenórinn Þór Breiðfjörð sem flutti lagið Unchained Melody, sem Righteous Brothers gerðu vinsælt á sjöunda áratug síðustu aldar. Tóku Power of Love Parið nýgifta var að sjálfsögðu klappað upp í brúðkaupsveislunni þar sem talið var í lagið Power of Love eftir Jennifer Rush sem er eflaust þekktast í flutningi Celine Dion. View this post on Instagram A post shared by Aníta Guðlaug (@anitagudlaug) Myndir frá hjónavígslunni og brúðkaupsveislunni má sjá undir myllumerkinu #yoda2109 á Instagram. Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson lét pússa sig saman í Garðakirkju í Garðabæ í dag. Jóhanna Guðrún er landsfræg fyrir sönghæfileika sína og en hún hefur starfað á því sviði frá barnsaldri. Hún er hvað þekktust fyrir að hafa hafnað í öðru sæti í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Rússlandi árið 2009 þar sem hún flutti lagið Is it True? Davíð er einn af frambærilegustu gítarleikurum landsins en hann á ekki langt að sækja hæfileikana því faðir hans er gítargoðsögnin Sigurgeir Sigmundsson sem hefur leikið í hljómsveitunum Start, Gildrunni og Drýsli. Glæsileg tónlistaratriði Í athöfninni mátti sjá margt af helsta tónlistarfólki landsins og voru tónlistaratriði með glæsilegra móti. Gospelkór Jóns Vídalíns, sem Davíð stjórnar, flutti lagið Waiting for a Star to Fall, sem bandaríski dúettinn Boy Meets Girl gerði vinsælt á níunda áratug síðustu aldar. Næsta var komið að Stefaníu Svavarsdóttur sem flutti ABBA-lagið Thank You for the Music ásamt kórnum. Stefanía og Elísabet Ormslev sungu síðan lagið You´ve Got a Friend eftir Carole King. Á eftir þeim var það tenórinn Þór Breiðfjörð sem flutti lagið Unchained Melody, sem Righteous Brothers gerðu vinsælt á sjöunda áratug síðustu aldar. Tóku Power of Love Parið nýgifta var að sjálfsögðu klappað upp í brúðkaupsveislunni þar sem talið var í lagið Power of Love eftir Jennifer Rush sem er eflaust þekktast í flutningi Celine Dion. View this post on Instagram A post shared by Aníta Guðlaug (@anitagudlaug) Myndir frá hjónavígslunni og brúðkaupsveislunni má sjá undir myllumerkinu #yoda2109 á Instagram.
Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira