Framboð lítilla íbúða svarar ekki eftirspurn Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2018 14:00 Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs voru 14% allra íbúðaviðskipta á almennum markaði hér á landi vegna nýbygginga en árið 2010 var hlutfallið 3%. Vísir/Vilhelm Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs voru 14% allra íbúðaviðskipta á almennum markaði hér á landi vegna nýbygginga en árið 2010 var hlutfallið 3%. Þegar síðasta uppsveifla náði hámarki árið 2007 var hlutfallið 18%. Ólafur Heiðar Helgason hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir ánægjulegt að nýjum íbúðum sé að fjölga. „Það hefur verið mikill skortur á íbúðum og þess vegna ekki vanþörf á að íbúðum fjölgi núna. Það væri hins vegar ánægjulegt ef það væru fleiri nýjar íbúðir sem henta fólki sem er með lítið eiginfé á milli handanna. Nýjar íbúðir hér í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljón króna en ef við skoðum þetta á landsvísu eru það aðeins inna við 4 prósent nýrra íbúða sem kosta innan við þrjátíu milljónir og ekki nema 2 prósent sem kosta undir 25 milljónir,” segir Ólafur Heiðar. Það væri æskilegt að íbúðum í þessum verðflokki fjölgaði. Hlutfall nýrra íbúða er nokkuð misjafn milli sveitarfélaga, 56 prósent í Mosfellsbæ og 45 prósent í Garðabæ en aðeins 6 prósent í Reykjavík. Ólafur Heiðar segir úrræði stjórnvalda um að fólk geti nýtt séreignarsparnað til kaupa á íbúðum sé farið að virka. En að auki er fallið frá ýmsum gjöldum hjá fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. „Já, við sjáum að stór hluti þeirra sem er að kaupa sína fyrstu íbúð nýtir úrræðið. Það er að segja skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar. Þannig að úrræðið er klárlega að nýtast. En það verður þá að líta til þess að þetta úrræði nýtist auðvitað best þeim sem eru með hærri tekjur og hafa þar af leiðandi meiri burði til að safna sér séreignarsparnaði,” segir Ólafur Heiðar. Þess vegna þurfi að huga sérstaklega að úrræðum fyrir fólk með lágar tekjur. Gerð sé krafa um 10 prósent í eiginfé við kaup á fyrstu íbúð og sumir safni jafnvel allt upp í 15 prósentum í eiginfé. „Þannig að þetta geta kannski verið fimm milljónir króna ef um er að ræða íbúð sem kostar 30 milljónir. Það segir sig sjálft að það er erfitt fyrir marga að safna svona fjárhæð. Þess vegna skiptir miklu máli að við hugum að uppbyggingu á þessum litlu og hagkvæmu íbúðum sem henta þá fólki í þessari stöðu,” segir Ólafur Heiðar Helgason. Húsnæðismál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs voru 14% allra íbúðaviðskipta á almennum markaði hér á landi vegna nýbygginga en árið 2010 var hlutfallið 3%. Þegar síðasta uppsveifla náði hámarki árið 2007 var hlutfallið 18%. Ólafur Heiðar Helgason hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir ánægjulegt að nýjum íbúðum sé að fjölga. „Það hefur verið mikill skortur á íbúðum og þess vegna ekki vanþörf á að íbúðum fjölgi núna. Það væri hins vegar ánægjulegt ef það væru fleiri nýjar íbúðir sem henta fólki sem er með lítið eiginfé á milli handanna. Nýjar íbúðir hér í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljón króna en ef við skoðum þetta á landsvísu eru það aðeins inna við 4 prósent nýrra íbúða sem kosta innan við þrjátíu milljónir og ekki nema 2 prósent sem kosta undir 25 milljónir,” segir Ólafur Heiðar. Það væri æskilegt að íbúðum í þessum verðflokki fjölgaði. Hlutfall nýrra íbúða er nokkuð misjafn milli sveitarfélaga, 56 prósent í Mosfellsbæ og 45 prósent í Garðabæ en aðeins 6 prósent í Reykjavík. Ólafur Heiðar segir úrræði stjórnvalda um að fólk geti nýtt séreignarsparnað til kaupa á íbúðum sé farið að virka. En að auki er fallið frá ýmsum gjöldum hjá fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. „Já, við sjáum að stór hluti þeirra sem er að kaupa sína fyrstu íbúð nýtir úrræðið. Það er að segja skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar. Þannig að úrræðið er klárlega að nýtast. En það verður þá að líta til þess að þetta úrræði nýtist auðvitað best þeim sem eru með hærri tekjur og hafa þar af leiðandi meiri burði til að safna sér séreignarsparnaði,” segir Ólafur Heiðar. Þess vegna þurfi að huga sérstaklega að úrræðum fyrir fólk með lágar tekjur. Gerð sé krafa um 10 prósent í eiginfé við kaup á fyrstu íbúð og sumir safni jafnvel allt upp í 15 prósentum í eiginfé. „Þannig að þetta geta kannski verið fimm milljónir króna ef um er að ræða íbúð sem kostar 30 milljónir. Það segir sig sjálft að það er erfitt fyrir marga að safna svona fjárhæð. Þess vegna skiptir miklu máli að við hugum að uppbyggingu á þessum litlu og hagkvæmu íbúðum sem henta þá fólki í þessari stöðu,” segir Ólafur Heiðar Helgason.
Húsnæðismál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira