Tiger stoltur af sjálfum sér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. september 2018 08:30 Brosunum hefur fjölgað hjá Tiger á þessu ári. vísir/getty Tiger Woods vissi ekki hverju hann átti von á er hann byrjaði að spila golf á nýjan leik í upphafi ársins. Eftir mikla fjarveru áttu ekki margir von á því að hann gæti spilað lengi og hvað þá að hann færi að blanda sér í toppbaráttuna á golfmótum. Það er aftur á móti það sem hefur gerst síðustu mánuði. Tiger hefur verið á stöðugri uppleið, barist um sigurinn og ekki verið langt frá því að vinna mót. Þetta þykir vera ein ótrúlegasta endurkoma íþróttanna eftir það sem á undan er gengið hjá kylfingnum. Tiger hefur sex sinnum verið á topp tíu og tvisvar lent í öðru sæti. Hann vann síðast mót fyrir fimm árum síðan en færist nær því að vinna á ný með hverju mótinu. „Þetta tímabil hefur verið ótrúlegt. Að geta spilað svona vel eftir allt sem ég hef gengið í gegnum er magnað. Ég vissi ekki einu sinni hvað ég gæti tekið þátt í mörgum mótum,“ sagði Tiger en það er ekki langt síðan hann þakkaði fyrir að geta labbað án þess að vera að drepast úr verkjum. „Ég hef náð miklu meiri árangri en ég gerði ráð fyrir. Það var algjör óvissa hjá mér í upphafi ársins. Ég ákvað bara að byrja aftur og sjá til hvað gerðist. Ég hef náð öllum mínum markmiðum eftir að hafa verið í mikilli óvissu með standið á mér. Ég er kominn á Tour Championship af því ég hef spilað vel og af því er ég stoltur.“ Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods vissi ekki hverju hann átti von á er hann byrjaði að spila golf á nýjan leik í upphafi ársins. Eftir mikla fjarveru áttu ekki margir von á því að hann gæti spilað lengi og hvað þá að hann færi að blanda sér í toppbaráttuna á golfmótum. Það er aftur á móti það sem hefur gerst síðustu mánuði. Tiger hefur verið á stöðugri uppleið, barist um sigurinn og ekki verið langt frá því að vinna mót. Þetta þykir vera ein ótrúlegasta endurkoma íþróttanna eftir það sem á undan er gengið hjá kylfingnum. Tiger hefur sex sinnum verið á topp tíu og tvisvar lent í öðru sæti. Hann vann síðast mót fyrir fimm árum síðan en færist nær því að vinna á ný með hverju mótinu. „Þetta tímabil hefur verið ótrúlegt. Að geta spilað svona vel eftir allt sem ég hef gengið í gegnum er magnað. Ég vissi ekki einu sinni hvað ég gæti tekið þátt í mörgum mótum,“ sagði Tiger en það er ekki langt síðan hann þakkaði fyrir að geta labbað án þess að vera að drepast úr verkjum. „Ég hef náð miklu meiri árangri en ég gerði ráð fyrir. Það var algjör óvissa hjá mér í upphafi ársins. Ég ákvað bara að byrja aftur og sjá til hvað gerðist. Ég hef náð öllum mínum markmiðum eftir að hafa verið í mikilli óvissu með standið á mér. Ég er kominn á Tour Championship af því ég hef spilað vel og af því er ég stoltur.“
Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira