Gaman að hafa eitthvað að hlakka til Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2018 09:00 Yfirbragð tónleikanna verður rólegt og rómantískt að sögn Helenu Eyjólfs?og fullt af skemmtilegum sögum og minningum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Helena Eyjólfsdóttir kemur fram á fyrstu Tíbrártónleikum haustsins í Salnum í kvöld og syngur lög frá sínum langa og farsæla ferli, sum hver í öðrum og djassaðri útsetningum en við eigum að venjast. Með henni spila Jón Rafnsson, Stefán Már Magnússon og Karl Olgeirsson og einnig strengjakvartett og söngvarinn góðkunni, Friðrik Ómar, verður sérstakur gestur Helena kveðst fremur lítið hafa sungið að undanförnu. „Ég hélt ekki að ég mundi halda fleiri tónleika í Salnum en félagar mínir ýttu á mig og aðstandendur Salarins líka. Það er voða gaman að vera í þessu Tíbrárdæmi, tónleikarnir hafa dálítið klassískt yfirbragð og það er alveg yndislegt. Það gerir gífurlega mikið fyrir lögin að vera með þessar flottu útsetningar hans Kalla Olgeirs og fiðlurnar. Við erum búin að æfa vel og allt er að smella.“ Helena er á áttræðisaldri og kveðst þakklát fyrir að geta enn sungið. „Ég er svo heppin með heilsuna,“ segir hún og er rukkuð um góð heilsueflingarráð. „Ég fer í göngu á hverjum degi og ráðlegg öllum að gera það sem geta. Það er dásamlegt að labba í þrjú kortér, klukkutíma. Ekki bara til að viðhalda liðleika heldur er það líka svo gott andlega. Maður hugleiðir sitthvað á göngunni og líður svo vel á eftir.“ Góða gönguleiðir eru á Akureyri þar sem Helena býr. „Ég labba mikið í Kjarnaskógi og á leirunum fyrir innan flugvöllinn, um gömlu brýrnar, þar er svo gott næði, meðal annars til að rifja upp texta. Suma texta man ég alla tíð, eins og þeir séu komnir á harða diskinn, en öðrum þarf ég að dusta rykið af ef tónleikar eru fram undan. Mér finnst svo mikilvægt að kunna textana vel þegar ég syng. Í barnaskóla var ég fljót að læra ljóð utan að og sem betur fer held ég þeim hæfileika enn að geta lært. Það er heilmikil áskorun að koma fram í Salnum, ég neita því ekki. En það er gaman að takast á við verkefni og hafa eitthvað að hlakka til.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Sjá meira
Helena Eyjólfsdóttir kemur fram á fyrstu Tíbrártónleikum haustsins í Salnum í kvöld og syngur lög frá sínum langa og farsæla ferli, sum hver í öðrum og djassaðri útsetningum en við eigum að venjast. Með henni spila Jón Rafnsson, Stefán Már Magnússon og Karl Olgeirsson og einnig strengjakvartett og söngvarinn góðkunni, Friðrik Ómar, verður sérstakur gestur Helena kveðst fremur lítið hafa sungið að undanförnu. „Ég hélt ekki að ég mundi halda fleiri tónleika í Salnum en félagar mínir ýttu á mig og aðstandendur Salarins líka. Það er voða gaman að vera í þessu Tíbrárdæmi, tónleikarnir hafa dálítið klassískt yfirbragð og það er alveg yndislegt. Það gerir gífurlega mikið fyrir lögin að vera með þessar flottu útsetningar hans Kalla Olgeirs og fiðlurnar. Við erum búin að æfa vel og allt er að smella.“ Helena er á áttræðisaldri og kveðst þakklát fyrir að geta enn sungið. „Ég er svo heppin með heilsuna,“ segir hún og er rukkuð um góð heilsueflingarráð. „Ég fer í göngu á hverjum degi og ráðlegg öllum að gera það sem geta. Það er dásamlegt að labba í þrjú kortér, klukkutíma. Ekki bara til að viðhalda liðleika heldur er það líka svo gott andlega. Maður hugleiðir sitthvað á göngunni og líður svo vel á eftir.“ Góða gönguleiðir eru á Akureyri þar sem Helena býr. „Ég labba mikið í Kjarnaskógi og á leirunum fyrir innan flugvöllinn, um gömlu brýrnar, þar er svo gott næði, meðal annars til að rifja upp texta. Suma texta man ég alla tíð, eins og þeir séu komnir á harða diskinn, en öðrum þarf ég að dusta rykið af ef tónleikar eru fram undan. Mér finnst svo mikilvægt að kunna textana vel þegar ég syng. Í barnaskóla var ég fljót að læra ljóð utan að og sem betur fer held ég þeim hæfileika enn að geta lært. Það er heilmikil áskorun að koma fram í Salnum, ég neita því ekki. En það er gaman að takast á við verkefni og hafa eitthvað að hlakka til.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Sjá meira