GM ekki gefist upp á fólksbílum Finnur Thorlacius skrifar 20. september 2018 09:00 Líklega verður hægt að aka þessum Tesla Model S bíl yfir hálfa milljón kílómetra. Þó svo að Ford sé að sálga hverjum fólksbíl sínum á fætur öðrum á altari jeppa- og jepplingamenningarinnar er General Motors ekki af baki dottið í þróun og framleiðslu fólksbíla af öllum stærðum. Svo rammt kveður reyndar að í dapurri sölu fólksbíla í Bandaríkjunum að Honda selur nú fleiri jeppa og jepplinga heldur en fólksbíla þar vestanhafs. General Motors hefur engu að síður lýst því yfir að fyrirtækið hafi enn mikla trú á framtíð fólksbílsins, það ætli að þróa áfram sínar fólksbílagerðir og kynnti fyrir skömmu nýjan Chevrolet Malibu. GM segir að markaðurinn fyrir fólksbíla telji enn 4 milljónir í Bandaríkjunum og það sé þess virði að taka þátt í slagnum um sölu þeirra, ekki síst með nánast brotthvarfi Ford í fólksbílum og að einhverju leyti líka hjá Fiat Chrysler. Markaðsstjóri Chevrolet, Steve Majors, segir að fyrirtækið ætli að nýta sér þetta ástand og muni hvergi slaka á framboði sínu á fólksbílum. Chevrolet ætlar að þróa nýja bíla í öllum stærðarflokkum fólksbíla og eyða til þess miklu þróunarfé. GM sér fyrir sér vaxandi hlutdeild í fólksbílum á næstunni. Sala fólksbíla var 46% allra seldra bíla árið 2014 en er aðeins 32% það sem af er þessu ári. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent
Þó svo að Ford sé að sálga hverjum fólksbíl sínum á fætur öðrum á altari jeppa- og jepplingamenningarinnar er General Motors ekki af baki dottið í þróun og framleiðslu fólksbíla af öllum stærðum. Svo rammt kveður reyndar að í dapurri sölu fólksbíla í Bandaríkjunum að Honda selur nú fleiri jeppa og jepplinga heldur en fólksbíla þar vestanhafs. General Motors hefur engu að síður lýst því yfir að fyrirtækið hafi enn mikla trú á framtíð fólksbílsins, það ætli að þróa áfram sínar fólksbílagerðir og kynnti fyrir skömmu nýjan Chevrolet Malibu. GM segir að markaðurinn fyrir fólksbíla telji enn 4 milljónir í Bandaríkjunum og það sé þess virði að taka þátt í slagnum um sölu þeirra, ekki síst með nánast brotthvarfi Ford í fólksbílum og að einhverju leyti líka hjá Fiat Chrysler. Markaðsstjóri Chevrolet, Steve Majors, segir að fyrirtækið ætli að nýta sér þetta ástand og muni hvergi slaka á framboði sínu á fólksbílum. Chevrolet ætlar að þróa nýja bíla í öllum stærðarflokkum fólksbíla og eyða til þess miklu þróunarfé. GM sér fyrir sér vaxandi hlutdeild í fólksbílum á næstunni. Sala fólksbíla var 46% allra seldra bíla árið 2014 en er aðeins 32% það sem af er þessu ári.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent