Slökkviliðsmenn unnu að hreinsun eftir að vörubifreið hafði ekið undir brúnna yfir Reykjanesbraut og rekið krana upp undir með þeim afleiðingum að glussavökvi fór á veginn sem getur verið hættulegt og myndað hálku. Varðstjóri hvetur ökumenn til þess að virða aðstæður þar sem björgunaraðilar vinna á vettvangi slysa og óhappa.

Við erum að bregðast við með því að bæta merkingar á bílum, bæta við ljós á bílum, bæta við okkar klæðnað með endurskini og sýnilegri en það er ekki nóg það þarf að draga úr umferðarhraða,“ segir Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.