Stefnt að skjótri afgreiðslu fiskeldisfrumvarps Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2018 18:53 Sjávarútvegsráðherra mælti í dag fyrir breytingum á lögum sem gerir honum kleift að veita fiskeldisfyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða á meðan mál þeirra eru skoðuð nánar. Fiskeldisfyrirtækin þurfa að sækja um bráðabirgðaleyfi innan þriggja vikna frá því þau voru svift rekstrarleyfi. Beita þurfti afbrigðum til að koma frumvarpi sjávarútvegsráðherra til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og var það samþykkt með 53 samhljóða atkvæðum. Samkvæmt frumvarpinu getur sjávarútvegsráðherra gefið út rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tíu mánaða, enda mæli ríkar ástæður með því, eftir að rekstrarleyfi hefur verið fellt úr gildi að fenginni umsögn Matvælastofnunar. Þá hafi ráðherra heimild til að framlengja bráðabirgðaleyfið einu sinni til annarra tíu mánaða. Með þessum breytingum segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að annmarki á lögum um fiskeldi verði lagfærður til lengri tíma. „Sá annmarki birtist í því að að samkvæmt gildandi lögum er eina úrræði Matvælastofnunar í þeim tilvikum sem rekstrarleyfi fiskeldisstöðvar er fellt úr gildi að stöðva starfsemina þegar í stað. Þannig hafa stjórnvöld engin úrræði til að koma í veg fyrir mögulega óafturkræfa og óþarfa sóun verðmæta né heldur gæta meðalhófs,“ sagði Kristján Þór þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Útgáfa bráðabirgðaleyfisins er háð sömu skilyrðum og lög kveða almennt á um varðandi rekstur fiskeldisstöðva og getur aldrei náð til meiri framleiðslu er upphaflega var sótt um og getur ráðherra einnig skilyrt bráðabirgðaleyfið enn frekar. Stefnt er að því ljúka nefndarvinnu og umræðum um frumvarpið í kvöld eða á morgun en atvinnuveganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd fá frumvarpið til sín. Það virðist njóta almenns stuðnings en þó hafa þingmenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar sett fram fyrirvara varðandi hraða afgreiðslu málsins og umhverfisþátt þess. Fiskeldi Tengdar fréttir Landvernd skorar á fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að virða niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 9. október 2018 16:19 Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47 Stjórnvöld björguðu lánalínu Arctic Fish á síðustu stundu Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar veitir ráðherra heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi til laxeldisfyrirtækja. 9. október 2018 06:30 Óttar Yngvason biðst afsökunar á orðum sínum Óttar kveðst óska þess að hann hefði orðað hugsanir sínar betur. 9. október 2018 14:04 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra mælti í dag fyrir breytingum á lögum sem gerir honum kleift að veita fiskeldisfyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða á meðan mál þeirra eru skoðuð nánar. Fiskeldisfyrirtækin þurfa að sækja um bráðabirgðaleyfi innan þriggja vikna frá því þau voru svift rekstrarleyfi. Beita þurfti afbrigðum til að koma frumvarpi sjávarútvegsráðherra til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og var það samþykkt með 53 samhljóða atkvæðum. Samkvæmt frumvarpinu getur sjávarútvegsráðherra gefið út rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tíu mánaða, enda mæli ríkar ástæður með því, eftir að rekstrarleyfi hefur verið fellt úr gildi að fenginni umsögn Matvælastofnunar. Þá hafi ráðherra heimild til að framlengja bráðabirgðaleyfið einu sinni til annarra tíu mánaða. Með þessum breytingum segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að annmarki á lögum um fiskeldi verði lagfærður til lengri tíma. „Sá annmarki birtist í því að að samkvæmt gildandi lögum er eina úrræði Matvælastofnunar í þeim tilvikum sem rekstrarleyfi fiskeldisstöðvar er fellt úr gildi að stöðva starfsemina þegar í stað. Þannig hafa stjórnvöld engin úrræði til að koma í veg fyrir mögulega óafturkræfa og óþarfa sóun verðmæta né heldur gæta meðalhófs,“ sagði Kristján Þór þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Útgáfa bráðabirgðaleyfisins er háð sömu skilyrðum og lög kveða almennt á um varðandi rekstur fiskeldisstöðva og getur aldrei náð til meiri framleiðslu er upphaflega var sótt um og getur ráðherra einnig skilyrt bráðabirgðaleyfið enn frekar. Stefnt er að því ljúka nefndarvinnu og umræðum um frumvarpið í kvöld eða á morgun en atvinnuveganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd fá frumvarpið til sín. Það virðist njóta almenns stuðnings en þó hafa þingmenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar sett fram fyrirvara varðandi hraða afgreiðslu málsins og umhverfisþátt þess.
Fiskeldi Tengdar fréttir Landvernd skorar á fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að virða niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 9. október 2018 16:19 Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47 Stjórnvöld björguðu lánalínu Arctic Fish á síðustu stundu Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar veitir ráðherra heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi til laxeldisfyrirtækja. 9. október 2018 06:30 Óttar Yngvason biðst afsökunar á orðum sínum Óttar kveðst óska þess að hann hefði orðað hugsanir sínar betur. 9. október 2018 14:04 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Landvernd skorar á fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að virða niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 9. október 2018 16:19
Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47
Stjórnvöld björguðu lánalínu Arctic Fish á síðustu stundu Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar veitir ráðherra heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi til laxeldisfyrirtækja. 9. október 2018 06:30
Óttar Yngvason biðst afsökunar á orðum sínum Óttar kveðst óska þess að hann hefði orðað hugsanir sínar betur. 9. október 2018 14:04