Missti af kynningu um Þingvelli framtíðarinnar en segir það ekki skipta máli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2018 17:30 Páll Magnússon greiddi atkvæði með Einari Á.E. Sæmundsen. Fjórir studdu Einar en þrír Ólínu Þorvarðardóttur. Vísir/vilhelm Ólína Þorvarðardóttir furðar sig á vinnubrögðum Þingvallanefndar og þeirri staðreynd að enn hafi ekki verið gerð skrifleg grein fyrir ráðningunni eða forsendum hennar. Fyrir vikið hafi hún enn ekki getað óskað eftir rökstuðningi nefndarinnar. Ólína var önnur tveggja af tuttugu umsækjendum sem þóttu hæfastir í starfið. Svo fór að Einar Á.E. Sæmundsen var ráðinn þjóðgarðsvörður eins og greint var frá um helgina. Páll Magnússon, einn nefndarmanna sem greiddi atkvæði með Einari missti af kynningu umsækjenda en segir hafa haft allar forsendur til að gera upp hug sinn. Ólína hefur ýmislegt um umsóknarferlið að athuga og fer yfir sviðið í ítarlegri færslu á Facebook í dag. Hún telur Einar, sem er landfræðingur og landslagsarkitekt að mennt auk þess að hafa starfað á Þingvöllum undanfarin sautján ár, hafa fengið forskot á aðra umsækjendur enda hafi hann verið skipaður þjóðgarðsvörður til eins árs í fyrra. Án auglýsingar. „Lagaheimildinni fyrir tímabundnum ráðningum án auglýsingar er ætlað að bregðast við óvæntum forföllum stjórnenda, alvarlegum veikindum eða skyndilegum dauðsföllum. Því miður hefur reynslan oft verið sú að þessari heimild hefur verið misbeitt til þess að þrýsta fólki í störf og veita því þannig forskot yfir aðra hæfari umsækjendur.“ Forveri Einars, Ólafur Örn Haraldsson, hætti í fyrra sökum aldurs. Ólína Þorvarðardóttir hefur sótt um fjölmörg störf undanfarin misseri en ekki fengið.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Sýndarverkefni að mati Ólínu Af tuttugu umsækjendum voru þrír boðaðir í viðtöl sem Capacent sá um. Auk starfsmann Capacent voru fjórir fulltrúar af sjö í Þingvallanefnd viðstaddir. Var fækkað niður í tvo en ekki fékkst niðurstaða í málið. Atkvæði nefndarmannanna fjögurra féllu tvö gegn tveimur. „Valið stóð nú á milli tveggja. Mannsins sem hafði verið heilt ár í stöðunni án auglýsingar og mín. Þá var ákveðið að láta okkur hafa „verkefni“. Framtíðarsýn fyrir Þingvallaþjóðgarð og hvernig við hyggðumst innleiða þá framtíðarsýn á næstu tveimur árum - takk fyrir. Fjórir dagar til að leysa þetta. Vitanlega voru hæg heimatökin fyrir sitjandi þjóðgarðsvörð að sækja efni í vinnutölvuna sína - enda búinn að vera í djúpum samræðum við Þingvallanefnd um endurskoðaða stefnumótun sem hefur verið í vinnslu fyrir Þingvallaþjóðgarð allt undanfarið ár,“ segir Ólína. Hann hafi getað undirbúið sig á launum í fjóra daga ólíkt henni. „Sýndarverkefni á fjórum dögum,“ bætir hún við. Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar og þingmaður Vinstri grænna.Fréttablaðið/Ernir Ekkert bólar á bréfi Ólína segist sjálf hafa brett um ermarnar, nýtt fjóra daga til að undirbúa 20 mínútna kynningu fyrir fund með nefndarmönnum og fulltrúa Capacent föstudaginn 5. október. „Þegar til kom vantaði tvo nefndarmenn af sjö. Annar (Karl Gauti Hjaltason) hafði raunar verið viðstaddur fyrra viðtal, svo fjarvera hans kom ekki að sök. Páll Magnússon, hafði hins vegar ekki verið viðstaddur nein viðtöl. Hann lét ekki sjá sig fyrr en ég hafði lokið minni framsögu og var á leið út úr herberginu. Var þó ekkert hik á Páli að taka afstöðu til umsækjendanna, eins og síðar kom á daginn.“ Ari Trausti Guðmundsson, formaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri grænna, hafi hringt í framhaldinu og gert grein fyrir niðurstöðunni. Nefndarmenn úr stjórnarmeirihluta hafi kosið með Einari en hinir með Ólínu. Ari Trausti, Vilhjálmur Árnason, varaformaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Líneik Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins kusu Einar. Hanna Katrín Friðrikson, þingmaður Viðreisnar, Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, og Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, studdu Ólínu. „Ekki vildi formaðurinn greina mér frá forsendu ákvörðunarinnar. Hann var ekki tilbúinn með eina röksemd. Sagði að rökstuðningur yrði opinberað síðar. Endurtók það svo fyrir fjölmiðla og sagði von á rökstuðningi um helgina. Ekkert bólar á rökum. Fjórir dagar hafa liðið, helgin liðin og komið vel inn í vikuna. Ekkert bólar á rökstuðningnum. Ekkert bólar heldur á bréfi til umsækjenda - þar sem þakkað er fyrir umsóknir þeirra, gerð grein fyrir ráðningunni og ástæðum hennar, eins og venjan er og góðir stjórnsýsluhættir bjóða. En góðir stjórnsýsluhættir hafa auðvitað ekki verið viðhafðir í þessu máli - þannig að það er kannski ekki við miklu að búast.“ Páll segist þekkja til beggja umsækjenda sem séu mjög hæfir.fréttablaðið/ernir Allar forsendur til að taka ákvörðun Páll Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Þingvallanefnd sem greiddi atkvæði með Einari, segist ekki hafa átt þess kost að vera viðstaddur fyrrnefnda kynningu á verkefnum sem hófst klukkan eitt á föstudag. Hann mætti hálf þrjú en fékk þá kynningu Einars og Ólínu auk annarra gagna frá Capacent. „Svo hef ég auðvitað haft ákveðin kynni af báðum umsækjendum. Ég taldi mig hafa allar þær forsendur til að taka mína afstöðu og byggði fyrst og fremst á mati sem kom frá Capacent.“ Hann segir málin muni skýrast þegar rökstuðningur nefndarinnar verði birtur, eitthvað sem formaður nefndarinnar, Ari Trausti, geti upplýst betur um. Ari Trausti tjáði Vísi um helgina að von væri á rökstuðningnum þá um helgina en dró svo í land og sagði að það tæki líkast til aðeins lengri tíma. „Ég hafði allar þær upplýsingar í málinu sem ég þurfti til þess að taka mína afstöðu og hún hefði aldrei byggst á munnlegum framburði umsækjendanna sem fór fram á föstudeginum.“ Hann er þó ekki þeirrar skoðunar að verkefnið hafi verði „sýndarverkefni“. Þingvellir á fallegum sumardegi.Fréttablaðið/Pjetur Kröfur uppfylltar og því huglægt mat „Nei nei nei, menn verða auðvitað að svara hver fyrir sig með það,“ segir Páll. Hann hafi skoðað verkefnið þegar hann mætti, verkefni hafi snúið að framtíðarsýn umsækjenda og hann hafði kynnt sér verkefni beggja fyrir atkvæðagreiðslu. Hann minnir á að þungamiðjan hafi verið vinna Capacent sem hafi verið grunnurinn að niðurstöðu nefndarmanna. Báðir umsækjendur hafi verið mjög öflugir og umsóknirnar tvær mjög sterkar. Þá minnir hann á að uppfylli umsækjendur skilyrði í auglýsingu um starf komi alltaf til hlutlægt mat hvers og eins nefndarmanns. Hann minnir á að gerð hafi verið krafa um háskólamenntun en ekki sérstaklega um meistarapróf eða doktorspróf. Því sé ekki hægt að nota þann mælikvarða til að gera upp á milli. Ólína er með doktorspróf í íslenskum bókmenntum og þjóðfræðum. Þá hefur hún verið rektor við Menntaskólann á Ísafirði og hefur meiri stjórnunarreynslu en Einar. „Að því gefnu að báðir uppfylli kröfurnar þá er þetta á endanum auðvitað mat manna, huglægt mat hjá hverjum og einum hvor sé betur til þess fallinn að gegna þessu tiltekna starfi.“ Einar Á. E. Sæmundsen hefur gengt stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum undanfarið ár.Vísir/Sunna Kristín Hefur ekki hugmyndaflug í samsæriskenningu Ólína vekur athygli á því að fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna hafi greitt atkvæði með Einari. Páll segist ekki skilja hvernig hægt sé að komast að þeirri niðurstöðu að um sérstakt ríkisstjórnarmál. Þá sé það af augljósum ástæðum ekki flokkspólitískt enda vandfundnir tveir flokkar þar sem jafnlangt sé á milli og í tilfelli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokkurinn. „Af hveru ættu ríkisstjórnarflokkarnir að leggjast á svig með honum Einari? Ég hef ekki hugmyndaflug í að sjá þetta sem sérstakt ríkisstjórnarmál að ráða Einar. Ég get ekki séð að það ætti að vera sérstakt kappsmál ríkisstjórnarinar að ráða hann Einar. Ég held að allir hafi tekið ákvörðun og afstöðu eftir sinni bestu sannfæringu.“ Samsæriskenningar um flokkspólitík séu álíka viðeigandi og að feðraveldið hafi verið að verki.Færslu Ólínu frá í dag má sjá hér að neðan. Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þjóðgarðar Tengdar fréttir Auglýst eftir þjóðgarðsverði Í auglýsingunni er óskað eftir að ráða "öflugan og framsýnan leiðtoga“ 11. ágúst 2018 09:00 Einar Sæmundsen ráðinn í stöðu þjóðgarðsvarðar Einar Á. E. Sæmundsen var í dag ráðinn í stöðu þjóðgarðsvarðar. Það var samþykkt á fundi Þingvallanefndar fyrr í dag. Einar hefur gegnt stöðu þjóðgarðsvarðar síðastliðið ár en Ólafur Örn Haraldsson, forveri hans í starfi, lét af störfum sökum aldurs. 5. október 2018 22:25 Ólína vill verða þjóðgarðsvörður á Þingvöllum Tuttugu sækja um stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. 7. september 2018 10:20 Ólínu fallast hendur og telur freklega fram hjá sér gengið Ólína Þorvarðardóttir er í meira lagi ósátt við rökstuðningsleysi Þingvallanefndar sem skipaði Einar Á. E. Sæmundsen nýjan þjóðgarðsvörð í dag. 6. október 2018 00:18 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir furðar sig á vinnubrögðum Þingvallanefndar og þeirri staðreynd að enn hafi ekki verið gerð skrifleg grein fyrir ráðningunni eða forsendum hennar. Fyrir vikið hafi hún enn ekki getað óskað eftir rökstuðningi nefndarinnar. Ólína var önnur tveggja af tuttugu umsækjendum sem þóttu hæfastir í starfið. Svo fór að Einar Á.E. Sæmundsen var ráðinn þjóðgarðsvörður eins og greint var frá um helgina. Páll Magnússon, einn nefndarmanna sem greiddi atkvæði með Einari missti af kynningu umsækjenda en segir hafa haft allar forsendur til að gera upp hug sinn. Ólína hefur ýmislegt um umsóknarferlið að athuga og fer yfir sviðið í ítarlegri færslu á Facebook í dag. Hún telur Einar, sem er landfræðingur og landslagsarkitekt að mennt auk þess að hafa starfað á Þingvöllum undanfarin sautján ár, hafa fengið forskot á aðra umsækjendur enda hafi hann verið skipaður þjóðgarðsvörður til eins árs í fyrra. Án auglýsingar. „Lagaheimildinni fyrir tímabundnum ráðningum án auglýsingar er ætlað að bregðast við óvæntum forföllum stjórnenda, alvarlegum veikindum eða skyndilegum dauðsföllum. Því miður hefur reynslan oft verið sú að þessari heimild hefur verið misbeitt til þess að þrýsta fólki í störf og veita því þannig forskot yfir aðra hæfari umsækjendur.“ Forveri Einars, Ólafur Örn Haraldsson, hætti í fyrra sökum aldurs. Ólína Þorvarðardóttir hefur sótt um fjölmörg störf undanfarin misseri en ekki fengið.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Sýndarverkefni að mati Ólínu Af tuttugu umsækjendum voru þrír boðaðir í viðtöl sem Capacent sá um. Auk starfsmann Capacent voru fjórir fulltrúar af sjö í Þingvallanefnd viðstaddir. Var fækkað niður í tvo en ekki fékkst niðurstaða í málið. Atkvæði nefndarmannanna fjögurra féllu tvö gegn tveimur. „Valið stóð nú á milli tveggja. Mannsins sem hafði verið heilt ár í stöðunni án auglýsingar og mín. Þá var ákveðið að láta okkur hafa „verkefni“. Framtíðarsýn fyrir Þingvallaþjóðgarð og hvernig við hyggðumst innleiða þá framtíðarsýn á næstu tveimur árum - takk fyrir. Fjórir dagar til að leysa þetta. Vitanlega voru hæg heimatökin fyrir sitjandi þjóðgarðsvörð að sækja efni í vinnutölvuna sína - enda búinn að vera í djúpum samræðum við Þingvallanefnd um endurskoðaða stefnumótun sem hefur verið í vinnslu fyrir Þingvallaþjóðgarð allt undanfarið ár,“ segir Ólína. Hann hafi getað undirbúið sig á launum í fjóra daga ólíkt henni. „Sýndarverkefni á fjórum dögum,“ bætir hún við. Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar og þingmaður Vinstri grænna.Fréttablaðið/Ernir Ekkert bólar á bréfi Ólína segist sjálf hafa brett um ermarnar, nýtt fjóra daga til að undirbúa 20 mínútna kynningu fyrir fund með nefndarmönnum og fulltrúa Capacent föstudaginn 5. október. „Þegar til kom vantaði tvo nefndarmenn af sjö. Annar (Karl Gauti Hjaltason) hafði raunar verið viðstaddur fyrra viðtal, svo fjarvera hans kom ekki að sök. Páll Magnússon, hafði hins vegar ekki verið viðstaddur nein viðtöl. Hann lét ekki sjá sig fyrr en ég hafði lokið minni framsögu og var á leið út úr herberginu. Var þó ekkert hik á Páli að taka afstöðu til umsækjendanna, eins og síðar kom á daginn.“ Ari Trausti Guðmundsson, formaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri grænna, hafi hringt í framhaldinu og gert grein fyrir niðurstöðunni. Nefndarmenn úr stjórnarmeirihluta hafi kosið með Einari en hinir með Ólínu. Ari Trausti, Vilhjálmur Árnason, varaformaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Líneik Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins kusu Einar. Hanna Katrín Friðrikson, þingmaður Viðreisnar, Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, og Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, studdu Ólínu. „Ekki vildi formaðurinn greina mér frá forsendu ákvörðunarinnar. Hann var ekki tilbúinn með eina röksemd. Sagði að rökstuðningur yrði opinberað síðar. Endurtók það svo fyrir fjölmiðla og sagði von á rökstuðningi um helgina. Ekkert bólar á rökum. Fjórir dagar hafa liðið, helgin liðin og komið vel inn í vikuna. Ekkert bólar á rökstuðningnum. Ekkert bólar heldur á bréfi til umsækjenda - þar sem þakkað er fyrir umsóknir þeirra, gerð grein fyrir ráðningunni og ástæðum hennar, eins og venjan er og góðir stjórnsýsluhættir bjóða. En góðir stjórnsýsluhættir hafa auðvitað ekki verið viðhafðir í þessu máli - þannig að það er kannski ekki við miklu að búast.“ Páll segist þekkja til beggja umsækjenda sem séu mjög hæfir.fréttablaðið/ernir Allar forsendur til að taka ákvörðun Páll Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Þingvallanefnd sem greiddi atkvæði með Einari, segist ekki hafa átt þess kost að vera viðstaddur fyrrnefnda kynningu á verkefnum sem hófst klukkan eitt á föstudag. Hann mætti hálf þrjú en fékk þá kynningu Einars og Ólínu auk annarra gagna frá Capacent. „Svo hef ég auðvitað haft ákveðin kynni af báðum umsækjendum. Ég taldi mig hafa allar þær forsendur til að taka mína afstöðu og byggði fyrst og fremst á mati sem kom frá Capacent.“ Hann segir málin muni skýrast þegar rökstuðningur nefndarinnar verði birtur, eitthvað sem formaður nefndarinnar, Ari Trausti, geti upplýst betur um. Ari Trausti tjáði Vísi um helgina að von væri á rökstuðningnum þá um helgina en dró svo í land og sagði að það tæki líkast til aðeins lengri tíma. „Ég hafði allar þær upplýsingar í málinu sem ég þurfti til þess að taka mína afstöðu og hún hefði aldrei byggst á munnlegum framburði umsækjendanna sem fór fram á föstudeginum.“ Hann er þó ekki þeirrar skoðunar að verkefnið hafi verði „sýndarverkefni“. Þingvellir á fallegum sumardegi.Fréttablaðið/Pjetur Kröfur uppfylltar og því huglægt mat „Nei nei nei, menn verða auðvitað að svara hver fyrir sig með það,“ segir Páll. Hann hafi skoðað verkefnið þegar hann mætti, verkefni hafi snúið að framtíðarsýn umsækjenda og hann hafði kynnt sér verkefni beggja fyrir atkvæðagreiðslu. Hann minnir á að þungamiðjan hafi verið vinna Capacent sem hafi verið grunnurinn að niðurstöðu nefndarmanna. Báðir umsækjendur hafi verið mjög öflugir og umsóknirnar tvær mjög sterkar. Þá minnir hann á að uppfylli umsækjendur skilyrði í auglýsingu um starf komi alltaf til hlutlægt mat hvers og eins nefndarmanns. Hann minnir á að gerð hafi verið krafa um háskólamenntun en ekki sérstaklega um meistarapróf eða doktorspróf. Því sé ekki hægt að nota þann mælikvarða til að gera upp á milli. Ólína er með doktorspróf í íslenskum bókmenntum og þjóðfræðum. Þá hefur hún verið rektor við Menntaskólann á Ísafirði og hefur meiri stjórnunarreynslu en Einar. „Að því gefnu að báðir uppfylli kröfurnar þá er þetta á endanum auðvitað mat manna, huglægt mat hjá hverjum og einum hvor sé betur til þess fallinn að gegna þessu tiltekna starfi.“ Einar Á. E. Sæmundsen hefur gengt stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum undanfarið ár.Vísir/Sunna Kristín Hefur ekki hugmyndaflug í samsæriskenningu Ólína vekur athygli á því að fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna hafi greitt atkvæði með Einari. Páll segist ekki skilja hvernig hægt sé að komast að þeirri niðurstöðu að um sérstakt ríkisstjórnarmál. Þá sé það af augljósum ástæðum ekki flokkspólitískt enda vandfundnir tveir flokkar þar sem jafnlangt sé á milli og í tilfelli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokkurinn. „Af hveru ættu ríkisstjórnarflokkarnir að leggjast á svig með honum Einari? Ég hef ekki hugmyndaflug í að sjá þetta sem sérstakt ríkisstjórnarmál að ráða Einar. Ég get ekki séð að það ætti að vera sérstakt kappsmál ríkisstjórnarinar að ráða hann Einar. Ég held að allir hafi tekið ákvörðun og afstöðu eftir sinni bestu sannfæringu.“ Samsæriskenningar um flokkspólitík séu álíka viðeigandi og að feðraveldið hafi verið að verki.Færslu Ólínu frá í dag má sjá hér að neðan.
Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þjóðgarðar Tengdar fréttir Auglýst eftir þjóðgarðsverði Í auglýsingunni er óskað eftir að ráða "öflugan og framsýnan leiðtoga“ 11. ágúst 2018 09:00 Einar Sæmundsen ráðinn í stöðu þjóðgarðsvarðar Einar Á. E. Sæmundsen var í dag ráðinn í stöðu þjóðgarðsvarðar. Það var samþykkt á fundi Þingvallanefndar fyrr í dag. Einar hefur gegnt stöðu þjóðgarðsvarðar síðastliðið ár en Ólafur Örn Haraldsson, forveri hans í starfi, lét af störfum sökum aldurs. 5. október 2018 22:25 Ólína vill verða þjóðgarðsvörður á Þingvöllum Tuttugu sækja um stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. 7. september 2018 10:20 Ólínu fallast hendur og telur freklega fram hjá sér gengið Ólína Þorvarðardóttir er í meira lagi ósátt við rökstuðningsleysi Þingvallanefndar sem skipaði Einar Á. E. Sæmundsen nýjan þjóðgarðsvörð í dag. 6. október 2018 00:18 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Auglýst eftir þjóðgarðsverði Í auglýsingunni er óskað eftir að ráða "öflugan og framsýnan leiðtoga“ 11. ágúst 2018 09:00
Einar Sæmundsen ráðinn í stöðu þjóðgarðsvarðar Einar Á. E. Sæmundsen var í dag ráðinn í stöðu þjóðgarðsvarðar. Það var samþykkt á fundi Þingvallanefndar fyrr í dag. Einar hefur gegnt stöðu þjóðgarðsvarðar síðastliðið ár en Ólafur Örn Haraldsson, forveri hans í starfi, lét af störfum sökum aldurs. 5. október 2018 22:25
Ólína vill verða þjóðgarðsvörður á Þingvöllum Tuttugu sækja um stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. 7. september 2018 10:20
Ólínu fallast hendur og telur freklega fram hjá sér gengið Ólína Þorvarðardóttir er í meira lagi ósátt við rökstuðningsleysi Þingvallanefndar sem skipaði Einar Á. E. Sæmundsen nýjan þjóðgarðsvörð í dag. 6. október 2018 00:18
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent