Lögmaður Brimborgar kannar möguleg lögbrot af hálfu Kveiks Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2018 10:31 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Vísir Forstjóri bílaumboðsins Brimborgar krefur fréttamenn Kveiks og Ríkisútvarpið um afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar um fyrirtækið í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Hann segir að lögmaður umboðsins sé jafnframt að kanna hvort að Kveiksliðar hafi brotið lög. Rætt var við pólskan mann sem starfaði fyrir Brimborg á vegum starfsmannaleigu árið 2016. Hann taldi sig hafa verið hlunnfarinn þar og fengið minna greitt en samstarfsmenn fyrir sömu störf. Í yfirlýsingu á föstudag hafnaði Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, því. Menntun og reynsla starfsmannsins hafi ekki verið sannreynd. Fordæmdi hann vinnubrögð Kveiksliða og sakaði um brot á siðareglum fréttamanna. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, og Helgi Seljan, fréttamaður þáttarins sem nú er kominn í leyfi, svöruðu yfirlýsingu Egils á föstudag. Bentu þau á að sjónarmið fyrirtækisins hefðu komið fram í þættinum. Það hafi ekki verið sakað um lögbrot enda hafi lög sem hefðu gert það ábyrgt fyrir kjörum starfsmannsins ekki verið í gildi á þeim tíma sem hann starfaði þar.Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks.Vísir/GVATelur fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni Í nýrri yfirlýsingu sem forstjóri Brimborgar sendi frá sér í dag sakar hann Kveiksliða enn um að hafa brotið siðareglur, bæði með umfjölluninni og með því sem Egill kallar „einhliða yfirlýsingu“ sinni á föstudag. Er hann afar ósáttur við að fyrirtækið hafi verið sett í samhengi við misnotkun og brot á réttindum erlendra starfsmanna, hælisleitenda og mansalsfórnarlamba sem einnig var fjallað um í þættinum í síðustu viku. Egill segist hafa sent ritstjóra Kveiks og útvarpsstjóra athugasemdir vegna yfirlýsingar þáttarins. Þá fullyrðir hann að lögmaður Brimborgar kanni nú hvort að fréttamenn þáttarins hafi brotið fjölmiðlalög eða mögulega ærumeiðingarákvæði hengingarlaga. Telur forstjórinn að allar líkur séu á því að umfjöllun Kveiks leiði til tjóns fyrir Brimborg þar sem orðspor og viðskiptavild sé ein helsta eign þess. Kveikur hafi fengið gögn sem staðfesti að umboðið hafi orðið fyrir álitshnekki vegna „óvandaðrar og ranglátrar“ umfjöllunar. „Brimborg hefur reynt og mun reyna áfram að takmarka tjón sitt vegna þess en nú er spurning hvað RÚV og Kveikur ætla að gera til þess að takmarka tjónið og þar með ábyrgð sína. Best er að það verði gert með opinberri afsökunarbeiðni, sem verður að vera gerð með viðeigandi og áberandi hætti,“ segir í yfirlýsingu forstjórans. Kjaramál Tengdar fréttir Kveiksliðar hafna gagnrýni forstjóra Brimborgar Þeir segja að sjónarmið bílaumboðsins um mál pólsks manns sem starfaði fyrir það á vegum starfsmannaþjónustu hafi komið fram í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi í vikunni. 5. október 2018 18:35 Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira
Forstjóri bílaumboðsins Brimborgar krefur fréttamenn Kveiks og Ríkisútvarpið um afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar um fyrirtækið í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Hann segir að lögmaður umboðsins sé jafnframt að kanna hvort að Kveiksliðar hafi brotið lög. Rætt var við pólskan mann sem starfaði fyrir Brimborg á vegum starfsmannaleigu árið 2016. Hann taldi sig hafa verið hlunnfarinn þar og fengið minna greitt en samstarfsmenn fyrir sömu störf. Í yfirlýsingu á föstudag hafnaði Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, því. Menntun og reynsla starfsmannsins hafi ekki verið sannreynd. Fordæmdi hann vinnubrögð Kveiksliða og sakaði um brot á siðareglum fréttamanna. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, og Helgi Seljan, fréttamaður þáttarins sem nú er kominn í leyfi, svöruðu yfirlýsingu Egils á föstudag. Bentu þau á að sjónarmið fyrirtækisins hefðu komið fram í þættinum. Það hafi ekki verið sakað um lögbrot enda hafi lög sem hefðu gert það ábyrgt fyrir kjörum starfsmannsins ekki verið í gildi á þeim tíma sem hann starfaði þar.Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks.Vísir/GVATelur fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni Í nýrri yfirlýsingu sem forstjóri Brimborgar sendi frá sér í dag sakar hann Kveiksliða enn um að hafa brotið siðareglur, bæði með umfjölluninni og með því sem Egill kallar „einhliða yfirlýsingu“ sinni á föstudag. Er hann afar ósáttur við að fyrirtækið hafi verið sett í samhengi við misnotkun og brot á réttindum erlendra starfsmanna, hælisleitenda og mansalsfórnarlamba sem einnig var fjallað um í þættinum í síðustu viku. Egill segist hafa sent ritstjóra Kveiks og útvarpsstjóra athugasemdir vegna yfirlýsingar þáttarins. Þá fullyrðir hann að lögmaður Brimborgar kanni nú hvort að fréttamenn þáttarins hafi brotið fjölmiðlalög eða mögulega ærumeiðingarákvæði hengingarlaga. Telur forstjórinn að allar líkur séu á því að umfjöllun Kveiks leiði til tjóns fyrir Brimborg þar sem orðspor og viðskiptavild sé ein helsta eign þess. Kveikur hafi fengið gögn sem staðfesti að umboðið hafi orðið fyrir álitshnekki vegna „óvandaðrar og ranglátrar“ umfjöllunar. „Brimborg hefur reynt og mun reyna áfram að takmarka tjón sitt vegna þess en nú er spurning hvað RÚV og Kveikur ætla að gera til þess að takmarka tjónið og þar með ábyrgð sína. Best er að það verði gert með opinberri afsökunarbeiðni, sem verður að vera gerð með viðeigandi og áberandi hætti,“ segir í yfirlýsingu forstjórans.
Kjaramál Tengdar fréttir Kveiksliðar hafna gagnrýni forstjóra Brimborgar Þeir segja að sjónarmið bílaumboðsins um mál pólsks manns sem starfaði fyrir það á vegum starfsmannaþjónustu hafi komið fram í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi í vikunni. 5. október 2018 18:35 Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira
Kveiksliðar hafna gagnrýni forstjóra Brimborgar Þeir segja að sjónarmið bílaumboðsins um mál pólsks manns sem starfaði fyrir það á vegum starfsmannaþjónustu hafi komið fram í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi í vikunni. 5. október 2018 18:35
Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26