Innlent

Atli fer með málið til Strassborgar

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Atli Helgason.
Atli Helgason.
Atli Helgason hefur vísað máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu eftir að Hæstiréttur synjaði beiðni hans um áfrýjunarleyfi.

Atla var synjað um endurheimt lögmannsréttinda sinna með úrskurði Landsréttar í vor. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður fallist á beiðni Atla um endurheimt réttindanna enda fékk hann uppreist æru fyrir nokkrum árum og uppfyllti að því leyti skilyrði til að öðlast lögmannsréttindi að nýju. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur einnig fram að ekki sé heimilt að byggja niðurstöðu á áliti Lögmannafélagsins, sem lagst hafði gegn því í umsögn að Atli fengi lögmannsréttindi

Landsréttur byggði synjun sína hins vegar á nýrri lagasetningu um breytingu á ákvæðum um uppreist æru og mat það svo að með nýjum lögum yrði ekki lengur byggt á þeirri framkvæmd sem var við lýði áður en lögin voru sett og því yrðu dómstólar að leggja sjálfstætt mat á beiðnir um endurheimt réttinda. Þrátt fyrir að forseti Íslands hafi þegar veitt honum uppreist æru, taldi rétturinn varhugavert að slá því föstu að Atli hefði áunnið sér nauðsynlegt traust til að öðlast umrædd réttindi að nýju.

Í kæru Atla til Mannréttindadómstóls Evrópu er meðal annars byggt á banni við afturvirkri beitingu nýrra laga en dómurinn hefur áður dæmt manni í vil í máli áþekku máli Atla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×