Ómetanleg vinátta eftir lífsbjörg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. september 2024 08:01 Ótthar S. Edvardsson, Bárður H. Tryggvason og Geir Leó Guðmundsson. Geir var nýbúinn í þjálfun í skyndihjálp hjá Icelandair þegar hann nýtti kunnáttuna og bjargaði lífi Bárðar sem fór í hjartastopp á Old boys fótboltaæfingu. Geir kom svo Ótthari til hjálpar þegar hann slasaðist illa stuttu síðar á æfingu. Félagar í Old boys hafa útnefnt Geir skyndihjálparmann ársins. Vísir/Sigurjón Maður sem er nýbúinn fá þjálfun í skyndihjálp bjargaði lífi félaga síns þegar hann fór í hjartastopp á Old boys fótboltaæfingu hjá Þrótti nú í ágúst. Stuttu síðar nýtti hann aftur þekkingu sína þegar annar leikamaður meiddist illa á æfingu. Félagar hans hafa ákveðið að tilnefna hann skyndihjálparmann ársins. Bárður H. Tryggvason var á Old boys fótboltaæfingu ásamt félögum sínum í Þrótti í Laugardal þegar hann fór skyndilega í hjartastopp og hné niður. „Aðdragandinn var í raun og veru enginn. Mig fór að svima þegar það eru tvær mínútur eftir af æfingunni og man ekki neitt fyrr en í sjúkrabílnum, segir Bárður. Geir Leó Guðmundsson flugþjónn og félagi hans í Old boys var nýbúinn í þjálfun í skyndihjálp hjá Icelandair og brást hárrétt við þegar Bárður hné niður. „Ég mæli lífsmörk og sé að hann er í hjartastoppi þannig að ég byrjaði strax að hnoða hann. Ég tek ákveðna stjórn eins og maður á í raun og veru að gera í svona aðstæðum og mér var kennt í þjálfuninni,“ segir Geir. Stuttu síðar fékk Geir til sín nýtt hjartastuðtæki sem félagar hans náðu í og er til staðar í Þróttaraheimilinu. Það er kært með félögum í Old boys Þróttar eins og sést hér þar sem Geir Leó Guðmundsson faðmar félaga sinn.Vísir/aðsend „Það kemur og ég tengi padsanna á hann og svo höldum við áfram að hnoða og blása. Þetta tæki er alveg frábært því það talar í raun við mann meðan á aðgerðum stendur þannig að maður er öruggur. Þá er þjálfunin í skyndihjálp hjá Icelandair alveg frábær og varð til þess að ég kunni handtökin,“ segir Geir. Hjartað er heilt vegna skjótra viðbragða Þeir segja að lögregla og sjúkrabílar hafi verið komnir á staðinn innan við tíu mínútum eftir að Bárður hné niður. En Geir hélt áfram að aðstoða við endurlífgun. „Svo kom Bárður til baka og þá þurfti ég að fá hann til að anda með mér, hann var ekkert alltof sáttur við það og brást reiður við sem er algengt við svona aðstæður,“ segir Geir og hlær. Bárður fór svo í velheppnaða aðgerð á Landspítalanum. Hann segir að læknar hafi sagt sér að hjartað sé ólaskað og skjót viðbrögð Geirs eigi stærstan þátt í því. Bárður H. Tryggvason segist nú eiga tvo afmælisdaga. Fæðingardaginn og 16.08 þegar honum var bjargað eftir hjartastopp.Vísir/Sigurjón Átti að vera í flugi Tilviljun réði því að Geir var á svæðinu þennan dag. „Þennan örlagaríka dag átti Geir að vera í flugi. Það er sérstakt því hann er svo maðurinn sem bjargar lífi mínu. Þarna gripu örlögin í taumana,“ segir Bárður hrærður. „Já ég var kallaður af vaktinni þennan dag og fór í staðinn á hádegisæfingu. Til allrar guðs lukku,“ segir Geir. Kom aftur til bjargar Kunnátta Geirs kom svo aftur að góðum notum fyrir nokkrum vikum þegar annar félagi í Þrótti slasaðist illa á fæti á Old Boys æfingu. „Ég meiddist illa á æfingu fyrir nokkrum vikum þegar óheppni á vellinum olli því að hnéð fór illa og leggurinn klofnaði. Mér var dröslað á hliðarlínuna og þá var Geir strax kominn með klaka til að kæla. Hann hljóp svo á harðaspretti og sótti bílinn sinn og keyrði mig í hendingskasti upp á slysadeild. Það er bara í honum að bregðast skjótt við,“ segir Ótthar S. Edvardsson. Old boys Þróttar er með um hundrað og fjörutíu iðkendur og er deildin sú stærsta sinnar tegundar hér á landi. Hróður Geirs hefur borist til þeirra flestra. „Það er nú komið þannig að menn krefjast þess að Geir sé á öllum æfingum. Hann er reyndar kallaður Björgunarsveitar Geir á æfingum og núna er gengið úr skugga um hvort hann sé ekki örugglega með. Þá höfum við tilnefnt Geir sem skyndihjálparmann ársins,“ segir Ótthar. Heimsækja vini sem detta út Þeir ákváðu eftir þessi atvik að stofna sérstaka sendinefnd innan hópsins sem fer og heimsækir þá félaga sem detta út af æfingum vegna ýmissa ástæðna. Bárður ásamt félögum sínum.Vísir/aðsend „Í kjölfar svona atvika þá ákváðum við að grípa menn líka þegar þeir detta út af æfingum. Við komum á fót sendinefnd sem fer til þeirra sem detta út til að viðhalda vinskapnum og tengslunum. Þetta er svo dýrmætur félagsskapur og við viljum halda mönnum áfram inni. Það vantar oft upp á tengsl í samfélaginu í dag og alltof margir eru einmana. Við viljum leggja okkar af mörkum,“ segir Ótthar. Þeir Ótthar og Geir komu færandi hendi til Bárðar með nýja treyju sérstaklega merktri honum. „Þetta náttúrulega gerðist og hann fékk nýtt nafn. Nýi Bári, með númerið 16.08 sem er dagurinn sem þetta gerðist og vísar í að hann kom til baka,“ segir Geir. Ótthar S. Edvardsson meiddist það illa að ósennilegt er að hann geti spilað aftur fótbolta. Hann vill hins vegar halda í dýrmæt tengsl í Old boys og ætlar að þjálfa liðið.Vísir/aðsend Hvergi nærri hættir Þeir félagar segja að svona lífsreynsla bindi menn saman fyrir lífstíð. „Ég mun halda tryggð og vinskap. Við verðum eilífir vinir það er alveg á hreinu. Þá langar mig að koma á framfæri hvatningu um að fólk læri skyndihjálp, það getur bjargað lífi. Loks er afar mikilvægt að íþróttafélög og fyrirtæki séu með hjartastuðtæki á áberandi stað,“ segir Bárður. Ég vil bara þakka rosalega vel fyrir mig og þakka lífgjöfina og er þakklátur fyrir lífið. Þrátt fyrir áföllin ætla þeir ekki að hætta í Old boys. Ótthar spilar líklega ekki aftur vegna meiðslanna en ætlar að þjálfa liðið, Bárður ætlar aftur í boltann. Þeir Geir Leó og Bárður segja að svona lífsreynsla bindi menn saman fyrir lífstíð.Vísir/Sigurjón „Þetta er svo gaman. Meðan við getum þetta og höfum gaman af þessu og virðum það að vera ekki í skriðtæklingum og vitleysu þá er þetta bara gaman,“ segir Bárður. Nýtt tæki þegar bjargað tveimur mannslífum Jón Hafsteinn Jóhannsson framkvæmdastjóri Þróttar segir að ákveðið hafi verið bæta nýju hjartastuðtæki í félagsheimili Þróttar í desember. Sú ákvörðun hafi þegar komið að björgun tveggja mannslífa. Í fyrra skiptið hafi það verið notað eftir að sjálfboðaliði fékk hjartaáfall rétt fyrir leik og svo aftur í sumar þegar Bárður hné niður eftir hjartastopp. Félagið hafi staðið fyrir vitundarvakningu um hvar tækið sé staðsett og hvernig eigi að nota það. Jón segir gríðarlegt öryggisatriði að hafa slíkan búnað og að fólk sé meðvitað um hvar það sé staðsett. Hann hvetur önnur íþróttafélög til slíkrar vitundarvakningar því eins og nú hafi komið í ljós í tvígang þá bjargi búnaðurinn mannslífum. Nýja hjartastuðtækið sem hefur á örfáum mánuðum þegar bjargað tveimur mannslífum hjá Þrótti.Vísir/Sigurjón Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Bárður H. Tryggvason var á Old boys fótboltaæfingu ásamt félögum sínum í Þrótti í Laugardal þegar hann fór skyndilega í hjartastopp og hné niður. „Aðdragandinn var í raun og veru enginn. Mig fór að svima þegar það eru tvær mínútur eftir af æfingunni og man ekki neitt fyrr en í sjúkrabílnum, segir Bárður. Geir Leó Guðmundsson flugþjónn og félagi hans í Old boys var nýbúinn í þjálfun í skyndihjálp hjá Icelandair og brást hárrétt við þegar Bárður hné niður. „Ég mæli lífsmörk og sé að hann er í hjartastoppi þannig að ég byrjaði strax að hnoða hann. Ég tek ákveðna stjórn eins og maður á í raun og veru að gera í svona aðstæðum og mér var kennt í þjálfuninni,“ segir Geir. Stuttu síðar fékk Geir til sín nýtt hjartastuðtæki sem félagar hans náðu í og er til staðar í Þróttaraheimilinu. Það er kært með félögum í Old boys Þróttar eins og sést hér þar sem Geir Leó Guðmundsson faðmar félaga sinn.Vísir/aðsend „Það kemur og ég tengi padsanna á hann og svo höldum við áfram að hnoða og blása. Þetta tæki er alveg frábært því það talar í raun við mann meðan á aðgerðum stendur þannig að maður er öruggur. Þá er þjálfunin í skyndihjálp hjá Icelandair alveg frábær og varð til þess að ég kunni handtökin,“ segir Geir. Hjartað er heilt vegna skjótra viðbragða Þeir segja að lögregla og sjúkrabílar hafi verið komnir á staðinn innan við tíu mínútum eftir að Bárður hné niður. En Geir hélt áfram að aðstoða við endurlífgun. „Svo kom Bárður til baka og þá þurfti ég að fá hann til að anda með mér, hann var ekkert alltof sáttur við það og brást reiður við sem er algengt við svona aðstæður,“ segir Geir og hlær. Bárður fór svo í velheppnaða aðgerð á Landspítalanum. Hann segir að læknar hafi sagt sér að hjartað sé ólaskað og skjót viðbrögð Geirs eigi stærstan þátt í því. Bárður H. Tryggvason segist nú eiga tvo afmælisdaga. Fæðingardaginn og 16.08 þegar honum var bjargað eftir hjartastopp.Vísir/Sigurjón Átti að vera í flugi Tilviljun réði því að Geir var á svæðinu þennan dag. „Þennan örlagaríka dag átti Geir að vera í flugi. Það er sérstakt því hann er svo maðurinn sem bjargar lífi mínu. Þarna gripu örlögin í taumana,“ segir Bárður hrærður. „Já ég var kallaður af vaktinni þennan dag og fór í staðinn á hádegisæfingu. Til allrar guðs lukku,“ segir Geir. Kom aftur til bjargar Kunnátta Geirs kom svo aftur að góðum notum fyrir nokkrum vikum þegar annar félagi í Þrótti slasaðist illa á fæti á Old Boys æfingu. „Ég meiddist illa á æfingu fyrir nokkrum vikum þegar óheppni á vellinum olli því að hnéð fór illa og leggurinn klofnaði. Mér var dröslað á hliðarlínuna og þá var Geir strax kominn með klaka til að kæla. Hann hljóp svo á harðaspretti og sótti bílinn sinn og keyrði mig í hendingskasti upp á slysadeild. Það er bara í honum að bregðast skjótt við,“ segir Ótthar S. Edvardsson. Old boys Þróttar er með um hundrað og fjörutíu iðkendur og er deildin sú stærsta sinnar tegundar hér á landi. Hróður Geirs hefur borist til þeirra flestra. „Það er nú komið þannig að menn krefjast þess að Geir sé á öllum æfingum. Hann er reyndar kallaður Björgunarsveitar Geir á æfingum og núna er gengið úr skugga um hvort hann sé ekki örugglega með. Þá höfum við tilnefnt Geir sem skyndihjálparmann ársins,“ segir Ótthar. Heimsækja vini sem detta út Þeir ákváðu eftir þessi atvik að stofna sérstaka sendinefnd innan hópsins sem fer og heimsækir þá félaga sem detta út af æfingum vegna ýmissa ástæðna. Bárður ásamt félögum sínum.Vísir/aðsend „Í kjölfar svona atvika þá ákváðum við að grípa menn líka þegar þeir detta út af æfingum. Við komum á fót sendinefnd sem fer til þeirra sem detta út til að viðhalda vinskapnum og tengslunum. Þetta er svo dýrmætur félagsskapur og við viljum halda mönnum áfram inni. Það vantar oft upp á tengsl í samfélaginu í dag og alltof margir eru einmana. Við viljum leggja okkar af mörkum,“ segir Ótthar. Þeir Ótthar og Geir komu færandi hendi til Bárðar með nýja treyju sérstaklega merktri honum. „Þetta náttúrulega gerðist og hann fékk nýtt nafn. Nýi Bári, með númerið 16.08 sem er dagurinn sem þetta gerðist og vísar í að hann kom til baka,“ segir Geir. Ótthar S. Edvardsson meiddist það illa að ósennilegt er að hann geti spilað aftur fótbolta. Hann vill hins vegar halda í dýrmæt tengsl í Old boys og ætlar að þjálfa liðið.Vísir/aðsend Hvergi nærri hættir Þeir félagar segja að svona lífsreynsla bindi menn saman fyrir lífstíð. „Ég mun halda tryggð og vinskap. Við verðum eilífir vinir það er alveg á hreinu. Þá langar mig að koma á framfæri hvatningu um að fólk læri skyndihjálp, það getur bjargað lífi. Loks er afar mikilvægt að íþróttafélög og fyrirtæki séu með hjartastuðtæki á áberandi stað,“ segir Bárður. Ég vil bara þakka rosalega vel fyrir mig og þakka lífgjöfina og er þakklátur fyrir lífið. Þrátt fyrir áföllin ætla þeir ekki að hætta í Old boys. Ótthar spilar líklega ekki aftur vegna meiðslanna en ætlar að þjálfa liðið, Bárður ætlar aftur í boltann. Þeir Geir Leó og Bárður segja að svona lífsreynsla bindi menn saman fyrir lífstíð.Vísir/Sigurjón „Þetta er svo gaman. Meðan við getum þetta og höfum gaman af þessu og virðum það að vera ekki í skriðtæklingum og vitleysu þá er þetta bara gaman,“ segir Bárður. Nýtt tæki þegar bjargað tveimur mannslífum Jón Hafsteinn Jóhannsson framkvæmdastjóri Þróttar segir að ákveðið hafi verið bæta nýju hjartastuðtæki í félagsheimili Þróttar í desember. Sú ákvörðun hafi þegar komið að björgun tveggja mannslífa. Í fyrra skiptið hafi það verið notað eftir að sjálfboðaliði fékk hjartaáfall rétt fyrir leik og svo aftur í sumar þegar Bárður hné niður eftir hjartastopp. Félagið hafi staðið fyrir vitundarvakningu um hvar tækið sé staðsett og hvernig eigi að nota það. Jón segir gríðarlegt öryggisatriði að hafa slíkan búnað og að fólk sé meðvitað um hvar það sé staðsett. Hann hvetur önnur íþróttafélög til slíkrar vitundarvakningar því eins og nú hafi komið í ljós í tvígang þá bjargi búnaðurinn mannslífum. Nýja hjartastuðtækið sem hefur á örfáum mánuðum þegar bjargað tveimur mannslífum hjá Þrótti.Vísir/Sigurjón
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira