Kanna hvort fleiri bjarndýr leynist fyrir vestan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2024 12:29 Björninn var felldur á fimmtudag. Vísir/Vilhelm Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar, ásamt lögreglumanni af Vestfjörðum, kanna nú hvort hvítabirni sé að finna í Jökulfjörðum eða á Hornströndum. Engar vísbendingar eru um að fleiri dýr en það sem fellt var fyrir helgi hafi komið til landsins, en lögreglustjórinn á Vestfjörðum segir gott að leita af sér allan grun. Hvítabjörninn var felldur á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á fimmtudag, um tveimur tímum eftir að kona á níræðisaldri varð hans vör fyrir utan sumarhús þar sem hún dvaldist ein. Um var að ræða unga birnu. Erfið leitarskilyrði fyrir helgi Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, segir að í kjölfar þess að dýrið var fellt hafi verið óskað eftir því við Landhelgisgæsluna að flogið yrði yfir svæðið til að kanna hvort fleiri birnir héldu þar til. „Það var þoka í fjöllum og erfitt að leita þegar við vorum þarna í síðustu viku. Við óskuðum eftir því við gæsluna á föstudaginn að þeir kæmu við fyrsta mögulega tækifæri, þegar bjart væri í veðri og þeir ættu séns, og við myndum leita betur. Það er ekki af því að við höfum grunsemdir um að það sé dýr á ferðinni, við viljum bara leita af okkur allan grun,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann bendir á að um ungt dýr hafi verið að ræða, og því mögulegt að það hafi komið hingað með fullorðnu dýri „En við vitum það ekkert, það veit það enginn.“ Fljótir að skanna svæðið í góðu skyggni Þegar þetta er skrifað er þyrla gæslunnar í loftinu, en um borð eru menn úr séraðgerðasveit hennar, auk lögreglumanns frá Vestfjörðum sem er staðkunnugur. „Þeir ætla að leita í Jökulfjörðum og á Hornströndum. Þeir verða væntanlega fljótir að þessu, enda vel tækjum búnir í þyrlunni. Það er logn, sól og gott skyggni, þannig að þetta tekur örugglega ekkert voðalega langan tíma. En þetta er samt dálítið löng strandlengja.“ Fara á vorin Helgi segir það ekki venjuna að þetta sé gert eftir að hvítabirnir komi hingað til lands. Hins vegar sé reglulega farið í flug til að kíkja eftir bjarndýrum. „Þetta var gert í fyrravor, ég fór meira að segja sjálfur í það með tveimur lögreglumönnum.“ Þá hafi heldur ekki verið sérstakur grunur um að bjarndýr héldi til hér á landi, en menn vildu vera vissir. „Við höfum reynt að fara og skoða þetta fyrir sumarið, áður en það fera að koma mikið af fólki á svæðið. Bara til að sjá hvort það sé ekki óhætt þarna,“ segir Helgi. Ekki sé farið árlega, þar sem staða hafíss við landið skipti máli í þessu tilliti. „En við höfum reynt að sinna þessu og gæslan hefur auðvitað aðstoðað okkur við það.“ Hvítabirnir Dýr Hornstrandir Ísafjarðarbær Grænland Tengdar fréttir Húnninn settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp Tekin verða sýni úr hvítabirninum sem var felldur í gær og hann svo settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp. Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun segir miður að það hafi ekki verið hægt að halda dýrinu lifandi en það hafi ekkert annað verið í stöðunni. 20. september 2024 09:55 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hvítabjörninn var felldur á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á fimmtudag, um tveimur tímum eftir að kona á níræðisaldri varð hans vör fyrir utan sumarhús þar sem hún dvaldist ein. Um var að ræða unga birnu. Erfið leitarskilyrði fyrir helgi Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, segir að í kjölfar þess að dýrið var fellt hafi verið óskað eftir því við Landhelgisgæsluna að flogið yrði yfir svæðið til að kanna hvort fleiri birnir héldu þar til. „Það var þoka í fjöllum og erfitt að leita þegar við vorum þarna í síðustu viku. Við óskuðum eftir því við gæsluna á föstudaginn að þeir kæmu við fyrsta mögulega tækifæri, þegar bjart væri í veðri og þeir ættu séns, og við myndum leita betur. Það er ekki af því að við höfum grunsemdir um að það sé dýr á ferðinni, við viljum bara leita af okkur allan grun,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann bendir á að um ungt dýr hafi verið að ræða, og því mögulegt að það hafi komið hingað með fullorðnu dýri „En við vitum það ekkert, það veit það enginn.“ Fljótir að skanna svæðið í góðu skyggni Þegar þetta er skrifað er þyrla gæslunnar í loftinu, en um borð eru menn úr séraðgerðasveit hennar, auk lögreglumanns frá Vestfjörðum sem er staðkunnugur. „Þeir ætla að leita í Jökulfjörðum og á Hornströndum. Þeir verða væntanlega fljótir að þessu, enda vel tækjum búnir í þyrlunni. Það er logn, sól og gott skyggni, þannig að þetta tekur örugglega ekkert voðalega langan tíma. En þetta er samt dálítið löng strandlengja.“ Fara á vorin Helgi segir það ekki venjuna að þetta sé gert eftir að hvítabirnir komi hingað til lands. Hins vegar sé reglulega farið í flug til að kíkja eftir bjarndýrum. „Þetta var gert í fyrravor, ég fór meira að segja sjálfur í það með tveimur lögreglumönnum.“ Þá hafi heldur ekki verið sérstakur grunur um að bjarndýr héldi til hér á landi, en menn vildu vera vissir. „Við höfum reynt að fara og skoða þetta fyrir sumarið, áður en það fera að koma mikið af fólki á svæðið. Bara til að sjá hvort það sé ekki óhætt þarna,“ segir Helgi. Ekki sé farið árlega, þar sem staða hafíss við landið skipti máli í þessu tilliti. „En við höfum reynt að sinna þessu og gæslan hefur auðvitað aðstoðað okkur við það.“
Hvítabirnir Dýr Hornstrandir Ísafjarðarbær Grænland Tengdar fréttir Húnninn settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp Tekin verða sýni úr hvítabirninum sem var felldur í gær og hann svo settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp. Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun segir miður að það hafi ekki verið hægt að halda dýrinu lifandi en það hafi ekkert annað verið í stöðunni. 20. september 2024 09:55 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Húnninn settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp Tekin verða sýni úr hvítabirninum sem var felldur í gær og hann svo settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp. Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun segir miður að það hafi ekki verið hægt að halda dýrinu lifandi en það hafi ekkert annað verið í stöðunni. 20. september 2024 09:55