Samskip neita vitneskju um starfsfólk án atvinnuleyfis Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2018 19:05 Erlendur starfsmaður starfsmannaleigu sagðist hafa unnið með hælisleitendum á athafnasvæði Samskipa í fyrra. Þeir hafi unnið fyrir þúsund krónur á tímann. Vísir/Stefán Forsvarsmenn Samskipa hafna því að þeir hafi haft vitneskju um að starfsmannaleiga sem fyrirtækið átti í viðskiptum við í fyrra hafi nýtt sér starfsfólk sem hafði ekki atvinnuleyfi á Íslandi. Fyrirtækið segir að verklagi þess hafi verið breytt frá því í fyrra. Fullyrt var að brotið væri á þúsundum erlenda verkamanna sem starfa á íslenskum vinnumarkaði í fréttaskýringarþættinum Kveik á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Einn viðmælandi þáttarins sem starfaði fyrir starfsmannaleigur, þar á meðal Staff.is, staðhæfði að hælisleitendur hafi unnið ólöglega á athafnasvæði Samskipa. Sagðist hann viss um að stjórnendur Samskipa hafi vitað af stöðu starfsmannanna. Vitnað var í skriflegt svar Samskipa í þættinum. Fyrirtækið sagðist ekki hafa upplýsingar um að hælisleitendur hefðu starfað á athafnasvæði þess og að það hefði enga ástæðu til að ætla það. „Við eigum hins vegar enga lista yfir nöfn þeirra starfsmanna sem komu frá umræddri starfsmannaleigu,“ sagði í svari Samskipa. Eigandi Staff.is neitaði því að hafa nýtt sér vinnuafl hælisleitenda eða fólks án gildra atvinnuleyfa eða að hafa greitt laun undir kjarasamningum.Segjast ekki geta sannreynt fullyrðingarnar Samskip sendu frá sér árettingu undir kvöld þar sem kom fram að verkalagi hafi verið breytt frá því í fyrra. Fyrirtækið hafi ekki tök á að sannreyna fullyrðingar í þættinum um að starfsmannaleigan hafi nýtt sér starfskrafta fólks sem hafði ekki atvinnuleyfi hér á landi. „Samskip og stjórnendur fyrirtækisins hafna því alfarið að hafa haft vitneskju um slíkt athæfi,“ segir í yfirlýsingunni. Fyrirtækið hafi hætt viðskiptum við Staff.is í fyrra. Komi í ljós brotalamir á starfsemi starfsmannaleiga sem Samskip hafa átt í viðskiptum við verði þau mál könnuð og á þeim tekið með viðeigandi hætti til samræmis við keðjuábyrgð fyrirtækisins. Samskip segjast leggja áherslu á að ekki sé gert upp á milli starfsmanna eftir kyni eða þjóðerni og að starfsmaður sem ráðinn er með aðstoð starfsmannaleigu njóti sömu kjara og þeir sem kynnu að vera ráðnir eftir öðrum leiðum. Brjóti starfsmannaleiga á réttindum starfsmanna eða önnur lög og reglur þá jafngildi það broti á samningum við Samskip og þeim sé þá rift. „Samskip hafa nýtt sér þjónustu starfsmannaleiga vegna tímabundinna verkefna á álagstímum í starfseminni. Samskip leggja sig fram um að vera góður og eftirsóknarverður vinnustaður. Það segir sína sögu að fjölmörg dæmi eru um að starfsfólk sem fyrst hefur komið til starfa í gegn um starfsmannaleigu hafi síðar fengið fulla ráðningu hjá fyrirtækinu,“ segir í yfirlýsingunni. Hælisleitendur Kjaramál Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Meðferðin á Sana Shah til rannsóknar hjá lögreglu Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir að rannsókn standi yfir á máli Pakistanans Sana Shah vegna gruns um að hann hafi verði fórnarlamb mansals. Þetta staðfestir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. 3. október 2018 16:30 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Forsvarsmenn Samskipa hafna því að þeir hafi haft vitneskju um að starfsmannaleiga sem fyrirtækið átti í viðskiptum við í fyrra hafi nýtt sér starfsfólk sem hafði ekki atvinnuleyfi á Íslandi. Fyrirtækið segir að verklagi þess hafi verið breytt frá því í fyrra. Fullyrt var að brotið væri á þúsundum erlenda verkamanna sem starfa á íslenskum vinnumarkaði í fréttaskýringarþættinum Kveik á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Einn viðmælandi þáttarins sem starfaði fyrir starfsmannaleigur, þar á meðal Staff.is, staðhæfði að hælisleitendur hafi unnið ólöglega á athafnasvæði Samskipa. Sagðist hann viss um að stjórnendur Samskipa hafi vitað af stöðu starfsmannanna. Vitnað var í skriflegt svar Samskipa í þættinum. Fyrirtækið sagðist ekki hafa upplýsingar um að hælisleitendur hefðu starfað á athafnasvæði þess og að það hefði enga ástæðu til að ætla það. „Við eigum hins vegar enga lista yfir nöfn þeirra starfsmanna sem komu frá umræddri starfsmannaleigu,“ sagði í svari Samskipa. Eigandi Staff.is neitaði því að hafa nýtt sér vinnuafl hælisleitenda eða fólks án gildra atvinnuleyfa eða að hafa greitt laun undir kjarasamningum.Segjast ekki geta sannreynt fullyrðingarnar Samskip sendu frá sér árettingu undir kvöld þar sem kom fram að verkalagi hafi verið breytt frá því í fyrra. Fyrirtækið hafi ekki tök á að sannreyna fullyrðingar í þættinum um að starfsmannaleigan hafi nýtt sér starfskrafta fólks sem hafði ekki atvinnuleyfi hér á landi. „Samskip og stjórnendur fyrirtækisins hafna því alfarið að hafa haft vitneskju um slíkt athæfi,“ segir í yfirlýsingunni. Fyrirtækið hafi hætt viðskiptum við Staff.is í fyrra. Komi í ljós brotalamir á starfsemi starfsmannaleiga sem Samskip hafa átt í viðskiptum við verði þau mál könnuð og á þeim tekið með viðeigandi hætti til samræmis við keðjuábyrgð fyrirtækisins. Samskip segjast leggja áherslu á að ekki sé gert upp á milli starfsmanna eftir kyni eða þjóðerni og að starfsmaður sem ráðinn er með aðstoð starfsmannaleigu njóti sömu kjara og þeir sem kynnu að vera ráðnir eftir öðrum leiðum. Brjóti starfsmannaleiga á réttindum starfsmanna eða önnur lög og reglur þá jafngildi það broti á samningum við Samskip og þeim sé þá rift. „Samskip hafa nýtt sér þjónustu starfsmannaleiga vegna tímabundinna verkefna á álagstímum í starfseminni. Samskip leggja sig fram um að vera góður og eftirsóknarverður vinnustaður. Það segir sína sögu að fjölmörg dæmi eru um að starfsfólk sem fyrst hefur komið til starfa í gegn um starfsmannaleigu hafi síðar fengið fulla ráðningu hjá fyrirtækinu,“ segir í yfirlýsingunni.
Hælisleitendur Kjaramál Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Meðferðin á Sana Shah til rannsóknar hjá lögreglu Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir að rannsókn standi yfir á máli Pakistanans Sana Shah vegna gruns um að hann hafi verði fórnarlamb mansals. Þetta staðfestir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. 3. október 2018 16:30 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22
Meðferðin á Sana Shah til rannsóknar hjá lögreglu Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir að rannsókn standi yfir á máli Pakistanans Sana Shah vegna gruns um að hann hafi verði fórnarlamb mansals. Þetta staðfestir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. 3. október 2018 16:30
Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30