Samskip neita vitneskju um starfsfólk án atvinnuleyfis Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2018 19:05 Erlendur starfsmaður starfsmannaleigu sagðist hafa unnið með hælisleitendum á athafnasvæði Samskipa í fyrra. Þeir hafi unnið fyrir þúsund krónur á tímann. Vísir/Stefán Forsvarsmenn Samskipa hafna því að þeir hafi haft vitneskju um að starfsmannaleiga sem fyrirtækið átti í viðskiptum við í fyrra hafi nýtt sér starfsfólk sem hafði ekki atvinnuleyfi á Íslandi. Fyrirtækið segir að verklagi þess hafi verið breytt frá því í fyrra. Fullyrt var að brotið væri á þúsundum erlenda verkamanna sem starfa á íslenskum vinnumarkaði í fréttaskýringarþættinum Kveik á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Einn viðmælandi þáttarins sem starfaði fyrir starfsmannaleigur, þar á meðal Staff.is, staðhæfði að hælisleitendur hafi unnið ólöglega á athafnasvæði Samskipa. Sagðist hann viss um að stjórnendur Samskipa hafi vitað af stöðu starfsmannanna. Vitnað var í skriflegt svar Samskipa í þættinum. Fyrirtækið sagðist ekki hafa upplýsingar um að hælisleitendur hefðu starfað á athafnasvæði þess og að það hefði enga ástæðu til að ætla það. „Við eigum hins vegar enga lista yfir nöfn þeirra starfsmanna sem komu frá umræddri starfsmannaleigu,“ sagði í svari Samskipa. Eigandi Staff.is neitaði því að hafa nýtt sér vinnuafl hælisleitenda eða fólks án gildra atvinnuleyfa eða að hafa greitt laun undir kjarasamningum.Segjast ekki geta sannreynt fullyrðingarnar Samskip sendu frá sér árettingu undir kvöld þar sem kom fram að verkalagi hafi verið breytt frá því í fyrra. Fyrirtækið hafi ekki tök á að sannreyna fullyrðingar í þættinum um að starfsmannaleigan hafi nýtt sér starfskrafta fólks sem hafði ekki atvinnuleyfi hér á landi. „Samskip og stjórnendur fyrirtækisins hafna því alfarið að hafa haft vitneskju um slíkt athæfi,“ segir í yfirlýsingunni. Fyrirtækið hafi hætt viðskiptum við Staff.is í fyrra. Komi í ljós brotalamir á starfsemi starfsmannaleiga sem Samskip hafa átt í viðskiptum við verði þau mál könnuð og á þeim tekið með viðeigandi hætti til samræmis við keðjuábyrgð fyrirtækisins. Samskip segjast leggja áherslu á að ekki sé gert upp á milli starfsmanna eftir kyni eða þjóðerni og að starfsmaður sem ráðinn er með aðstoð starfsmannaleigu njóti sömu kjara og þeir sem kynnu að vera ráðnir eftir öðrum leiðum. Brjóti starfsmannaleiga á réttindum starfsmanna eða önnur lög og reglur þá jafngildi það broti á samningum við Samskip og þeim sé þá rift. „Samskip hafa nýtt sér þjónustu starfsmannaleiga vegna tímabundinna verkefna á álagstímum í starfseminni. Samskip leggja sig fram um að vera góður og eftirsóknarverður vinnustaður. Það segir sína sögu að fjölmörg dæmi eru um að starfsfólk sem fyrst hefur komið til starfa í gegn um starfsmannaleigu hafi síðar fengið fulla ráðningu hjá fyrirtækinu,“ segir í yfirlýsingunni. Hælisleitendur Kjaramál Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Meðferðin á Sana Shah til rannsóknar hjá lögreglu Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir að rannsókn standi yfir á máli Pakistanans Sana Shah vegna gruns um að hann hafi verði fórnarlamb mansals. Þetta staðfestir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. 3. október 2018 16:30 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Forsvarsmenn Samskipa hafna því að þeir hafi haft vitneskju um að starfsmannaleiga sem fyrirtækið átti í viðskiptum við í fyrra hafi nýtt sér starfsfólk sem hafði ekki atvinnuleyfi á Íslandi. Fyrirtækið segir að verklagi þess hafi verið breytt frá því í fyrra. Fullyrt var að brotið væri á þúsundum erlenda verkamanna sem starfa á íslenskum vinnumarkaði í fréttaskýringarþættinum Kveik á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Einn viðmælandi þáttarins sem starfaði fyrir starfsmannaleigur, þar á meðal Staff.is, staðhæfði að hælisleitendur hafi unnið ólöglega á athafnasvæði Samskipa. Sagðist hann viss um að stjórnendur Samskipa hafi vitað af stöðu starfsmannanna. Vitnað var í skriflegt svar Samskipa í þættinum. Fyrirtækið sagðist ekki hafa upplýsingar um að hælisleitendur hefðu starfað á athafnasvæði þess og að það hefði enga ástæðu til að ætla það. „Við eigum hins vegar enga lista yfir nöfn þeirra starfsmanna sem komu frá umræddri starfsmannaleigu,“ sagði í svari Samskipa. Eigandi Staff.is neitaði því að hafa nýtt sér vinnuafl hælisleitenda eða fólks án gildra atvinnuleyfa eða að hafa greitt laun undir kjarasamningum.Segjast ekki geta sannreynt fullyrðingarnar Samskip sendu frá sér árettingu undir kvöld þar sem kom fram að verkalagi hafi verið breytt frá því í fyrra. Fyrirtækið hafi ekki tök á að sannreyna fullyrðingar í þættinum um að starfsmannaleigan hafi nýtt sér starfskrafta fólks sem hafði ekki atvinnuleyfi hér á landi. „Samskip og stjórnendur fyrirtækisins hafna því alfarið að hafa haft vitneskju um slíkt athæfi,“ segir í yfirlýsingunni. Fyrirtækið hafi hætt viðskiptum við Staff.is í fyrra. Komi í ljós brotalamir á starfsemi starfsmannaleiga sem Samskip hafa átt í viðskiptum við verði þau mál könnuð og á þeim tekið með viðeigandi hætti til samræmis við keðjuábyrgð fyrirtækisins. Samskip segjast leggja áherslu á að ekki sé gert upp á milli starfsmanna eftir kyni eða þjóðerni og að starfsmaður sem ráðinn er með aðstoð starfsmannaleigu njóti sömu kjara og þeir sem kynnu að vera ráðnir eftir öðrum leiðum. Brjóti starfsmannaleiga á réttindum starfsmanna eða önnur lög og reglur þá jafngildi það broti á samningum við Samskip og þeim sé þá rift. „Samskip hafa nýtt sér þjónustu starfsmannaleiga vegna tímabundinna verkefna á álagstímum í starfseminni. Samskip leggja sig fram um að vera góður og eftirsóknarverður vinnustaður. Það segir sína sögu að fjölmörg dæmi eru um að starfsfólk sem fyrst hefur komið til starfa í gegn um starfsmannaleigu hafi síðar fengið fulla ráðningu hjá fyrirtækinu,“ segir í yfirlýsingunni.
Hælisleitendur Kjaramál Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Meðferðin á Sana Shah til rannsóknar hjá lögreglu Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir að rannsókn standi yfir á máli Pakistanans Sana Shah vegna gruns um að hann hafi verði fórnarlamb mansals. Þetta staðfestir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. 3. október 2018 16:30 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22
Meðferðin á Sana Shah til rannsóknar hjá lögreglu Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir að rannsókn standi yfir á máli Pakistanans Sana Shah vegna gruns um að hann hafi verði fórnarlamb mansals. Þetta staðfestir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. 3. október 2018 16:30
Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30