Leikaraskelfirinn er kominn á kreik Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2018 14:04 Jón Viðar er kominn aftur og algerlega ljóst að hann ætlar ekki að vanda sig við að strjúka leikhúsbransanum rétt, ekki frekar en fyrri daginn. visir/einar olason Jón Viðar Jónsson, leikhúsfræðingur, einhver þekktasti krítíker landsins til áratuga, hefur tekið fram skóna á nýjan leik og ætlar að skrifa reglubundna leiklistargagnrýni. Hana hyggst hann birta á Facebook-síðu sem hann helgar sérstaklega þeirri rýni. Hún heitir einfaldlega „Jón Viðar gagnrýnir“. Þegar hefur hann fjallað um tvær leiksýningar og segja fyrirsagnirnar sína sögu: „Ekki nógu fyndið …“ og „Ibsensk undanrenna í Borgarleikhúsinu“. Jón Viðar er með lærðari Íslendingum á sviði leikhúsfræða og hefur lengi fengist við að fjalla um leiksýningar. Hann á reyndar 40 ára afmæli sem gagnrýnandi um þessar mundir en hann hóf sinn feril á Þjóðviljanum sáluga.Jón Viðar snortinn vegna viðtaknanna Sé litið til lengri tíma hefur Jón Viðar verið manna duglegastur við að fjalla um íslenska leiklist, fyrr og síðar, eins og þar stendur. En, hann á sennilega frægð sína að þakka því að hann er ómyrkur í máli; hann segir hug sinn án þess að láta oft misskilda tillitssemi sliga merkinguna. Þetta hefur ekki aflað honum vinsælda innan sjálfs leikhúsheimsins en áhorfendur margir kunna hins vegar vel að meta afdráttarlausa og heiðarlega umfjöllun hans. Þegar Jón Viðar tilkynnti um þessar fyrirætlanir sínar á Facebook-síðu sinni urðu margir til að fagna því. Vel á fjögur hundruð manns merkti við til marks um að þeir væru ánægðir með þetta og sendu ýmsir baráttukveðjur. Þeirra á meðal kvikmyndagerðarmennirnir Hrafn Gunnlaugsson og Þráinn Bertelsen sem segir við þetta tækifæri: „Rétt hjá þér að halda þínu striki og láta ekki þagga niður í þér. Þú hefur yfirburðaþekkingu á því sem þú ert að skrifa um og þín sjónarmið eru mikilvægt framlag til umræðu sem er jabnholl fyrir blómlega leikhúsmenningu og áburður fyrir grassprettu. Áfram með smjörið!“ Jákvæðar viðtökur komu Jóni Viðari sjálfum ánægjulega á óvart. „Viðbrögð ykkar við leikdómnum sem ég henti hér inn gleðja mig afskaplega mikið og eru mér mikil og góð hvatning. Ég er snortinn af þeim mörgu hlýju kveðjum sem ég hef fengið frá ykkur,“ skrifaði Jón Viðar á Facebooksíðu sína.Margir kallað eftir því að rödd Jóns Viðars heyrist Og þannig er það. Vísir ræddi við Jón Viðar um þetta verkefni. Hann segist ekki hafa skrifað gagnrýni reglubundið nú í fjögur ár.Jón Viðar segir að plebbisminn ríði húsum í Ríkissjónvarpinu.visir/hörður sveinsson„Ég skrifaði síðast í Fréttablaðið. Og ritstjórinn stóð ekki við þá samninga sem við höfðum gert. Ég gerði honum tilboð um nýjan samning en hann þáði það ekki,“ segir Jón Viðar og ljóst að honum þykir þetta heldur klén framganga af hálfu ritstjórans sem þá var Mikael Torfason. Mikael hefur vent sínu kvæði í kross og starfar nú sem leikskáld í Þýskalandi. Hann á það nú yfir höfði sér að Jón Viðar taki lurginn á honum á sínum heimavelli. Jón Viðar hefur að undanförnu staðið í ströngu við ritun bókar sem fjallar um íslenska leiklist á síðustu öld. „Mín orka hefur farið í það en nú sér fyrir endann á því verkefni þannig að ég hef aðeins rýmri tíma. Þess vegna ákvað ég að gera það að opna þessa síðu á Facebook. Ég hef fundið fyrir því að það eru margir sem vilja að mín rödd heyrist í þessum umræðum um leiklistina og ég hef í sjálfu sér ekkert á móti því að koma til móts við þær raddir, svona eftir því sem ég nenni og aðstæður leyfa.“Plebbaskapurinn á Ríkissjónvarpinu Afdráttarlausar skoðanir Jóns Viðars hafa löngum vakið athygli og á miklu afmælisári 2016, fjallaði Ríkissjónvarpið vel og vandlega um sjálft sig, forna frægð og meðal þeirra sem kallaðir voru í viðtal var Jón Viðar sem hafði vakið mikla athygli fyrir leikhúskrítík sína í þættinum Dagsljós. Jón Viðar hafði hins vegar lítinn áhuga á að dvelja við liðna tíma, snéri talinu umsvifalaust að núinu, stöðunni eins og hún blasti við honum þá. Gagnrýndi hann Ríkisútvarpið harðlega fyrir að sinna ekki sinni lögbundnu skyldu, sem sagt að fjalla vitrænt um menningu. Því fari fjarri heldur eru þetta yfirborðskenndar upphrópanir. Óboðlegt. „Þetta er bara einhver plebejismi sem er ríkjandi hér hjá stjórnendum og ykkur starfsmönnum þessarar stofnunar að leyfa ykkur svona umfjöllun.“Jón Viðar segir að því miður hafi þessi gagnrýni sín á þeim tíma verið eins og að stökkva vatni á gæs. „Þetta hefur ekki haft nokkur áhrif, menningarumfjöllun er í sama farinu. Þar er hvorki skilningur né metnaður til að gera hlutina almennilega. Fólki finnst allt í lagi að fúska og meðan stjórnendur láta sér það vel líka þá breytist ekkert.“Menningarfjandsamlegur tíðarandi Umfjöllun um leiklist má reyndar muna fífill sinn fegurri. Fram hjá því verður vart litið. Og þá þar með talin gagnrýnin sem er rýr í roðinu. „Blöðin hafa horfið af vettvangi meira og minna. Þegar ég var ungur, fyrir fjörutíu árum og byrjaði að skrifa í Þjóðviljann, voru hér fimm eða sex dagblöð og lögðu öll metnað sinn í að vera með góða listaumfjöllun. Samfélagið var menningarlega sinnað og ritstjórum fannst þetta sjálfsagt. Þetta hefur breyst, minni skilningur er á listum almennt í samfélaginu og fólk virðist líta meira á þetta sem afþreyingu. Þá þarf ekki að gera því dýpri og verðugri skil.Jón Viðar er einn lærðasti leikhúsmaður landsins.visir/pjeturTíðarandinn er fjandsamlegur listum og menningu og þetta kemur fram í blöðum,“ segir Jón Viðar. Þetta má heita heldur svört mynd sem dregin er upp. Og Jón Viðar rifar ekki seglin með það heldur gefur í ef eitthvað er; segir að hér hafi verið stofnaðir vefmiðlar, sem að einhverju leyti hafa komið í stað þeirra blaða sem hafa horfið af sjónarhorninu, eða eru í andaslitrunum.Þekkir ekki fyrirbærið meðvirkni „En, þeir hafa engan áhuga á listunum. Fyrir mér er listgagnrýni partur af þeirri gagnrýni sem fer fram í frjálsu þjóðfélagi. Við búum við frelsi, sem er ekki sjálfgefið að við gerum, og óskráð lög eru að fjölmiðlar eigi að halda uppi samfélagsgagnrýni á öllum mögulegum sviðum. En þeir taka ekki á listum nema á mjög takmarkaðan hátt.“En, varðandi þó þessa gagnrýni sem sögð er, má kannski segja að hún sé undirlögð af meðvirkni?„Ég veit ekki hvað meðvirkni þýðir.“ Já, það var og. Leyfðu mér þá að umorða spurninguna: Nú virðist manni gagnrýni oft vera eintómt lof og sé litið til verðbólgu í stjörnugjöf í bókagagnrýni, þá eru þetta allt meira og minna meistaraverk, fjögurra til fimm stjörnu verk? Það er ekki sagður galli á neinu verki?„Neinei, bókmenntagagnrýnin býr við þennan vanda. Sem helgast af því að hún hefur orðið svo mikill partur af sölumennsku bókaútgáfunnar. Þar er verið að koma til móts við óskir forleggjara, þeir vilja skiljanlega selja sína vöru.“Hraðsuðukrítík og hin sorglega Kilja Jón segir að útgefendur og og höfundar lifi fyrst og fremst á jólamarkaðinum og þeir vilji fá umsagnir og engar refjar. „Þeir ýta því á ritstjóra og gagnrýnendur að koma hratt og fljótt með dóma og þá verður til þessi hraðsuðukrítík. Það er alltaf auðveldara að hrósa einhverju, þú þarft ekki að rökstyðja það. En, ef þú finnur að hlut er meiri þörf á að þú setjir fram röksemdir, bendir á veilur. En, þetta gera menn ekki og hafa ekki rými til þess. Þá verða bara einhverjar upphrópanir. Mér finnst Kiljan vera sorglegasta dæmið um það. Það eru alveg til bókmenntaþættir þar sem menn sitja og ræða þetta í rólegheitum en þarna situr stjórnandinn og heimtar einkunn, þetta er ekki vitsmunaleg umræða fyrir fimm aura. Þetta er kynningar og auglýsingamagasín fyrst og fremst.“ Jón Viðar lýsir því hvernig höfundar og útgefendur bíði í ofvæni þess sem sagt er í Kiljunni. „Þeir eru svo hræddir um söluna. Því sjónvarpið er svo sterkur miðill.Leitt að eins ömurlegur þáttur og Kiljan er hafi svona mikið vald.“ Jón Viðar segir að ekki megi misskilja sig, Egill Helgason sjónvarpsmaður sé oft með ágætt efni um bækur og fundvís á margt. „En, ég er að tala um þessa umfjöllun, þarna þar sem þau sitja tvö og buna uppúr sér einhverri „speki“.“Jón Viðar segir það vissulega rétt, hann sé að einhverju leyti að grafa undan faglegri umfjöllun til lengri tíma með því að vera í sjálfboðavinnu hjá Zuckerberg. En, hann stendur frammi fyrir tveimur kostum, hvorugum góðum.visir/gvaEn, aftur að gagnrýni Jóns Viðars. Hann ætlar sér að birta gagnrýni sína á Facebook, fyrirbæri sem er í eigu erlendra auðkýfinga. Er hann þá þar með ekki að grafa undan faglegri umfjöllun til lengri tíma litið, með því að vera í sjálfboðavinnu hjá Zuckerberg?„Jú, það er alveg rétt. En, hvað eigum við að gera? Það eru tvö til þrjú blöð sem birta leiklistargagnrýni og greiða fyrir hana. Þetta hefur reyndar alltaf verið ömurlega illa launað starf, menn gera þetta í hugsjónarmennsku, eða að blaðamenn sem starfa hjá miðlinum sinni þessu. Metnaðurinn er enginn. Þá eru tveir kostir og hvorugur góður; annað hvort að þegja og láta sig hafa þetta eða maður notar þennan vettvang sem fjasbókin er.“Spurning um sjálfsvirðingu Jón Viðar segist vilja koma til móts við óskir fólks sem vill heyra hans rödd. „Og úr því að ég er með þennan vettvang sé ég ekkert að því að nota hann. En ég mun auðvitað ekki sinna þessu eins reglubundið og ef ég fengi greitt fyrir, ég mun gera þetta með öðrum hætti, en vona að verði ekki of yfirborðslegt. En, ég er til í að endurskoða þetta í ljósi reynslunnar.“Þú hefur aldrei beygt þig undir kröfuna um að helft umfjöllunarinnar verði einkum lof og prís? „Nei, og ég mun ekki gera það. Ekki meðan ég held sönsum. Veit ekki hvað verður þegar ég verð seníll. Ég verð að gera grein fyrir mínum skoðunum af heiðarleika – þetta er spurning um sjálfsvirðingu manns.“ Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Jón Viðar Jónsson, leikhúsfræðingur, einhver þekktasti krítíker landsins til áratuga, hefur tekið fram skóna á nýjan leik og ætlar að skrifa reglubundna leiklistargagnrýni. Hana hyggst hann birta á Facebook-síðu sem hann helgar sérstaklega þeirri rýni. Hún heitir einfaldlega „Jón Viðar gagnrýnir“. Þegar hefur hann fjallað um tvær leiksýningar og segja fyrirsagnirnar sína sögu: „Ekki nógu fyndið …“ og „Ibsensk undanrenna í Borgarleikhúsinu“. Jón Viðar er með lærðari Íslendingum á sviði leikhúsfræða og hefur lengi fengist við að fjalla um leiksýningar. Hann á reyndar 40 ára afmæli sem gagnrýnandi um þessar mundir en hann hóf sinn feril á Þjóðviljanum sáluga.Jón Viðar snortinn vegna viðtaknanna Sé litið til lengri tíma hefur Jón Viðar verið manna duglegastur við að fjalla um íslenska leiklist, fyrr og síðar, eins og þar stendur. En, hann á sennilega frægð sína að þakka því að hann er ómyrkur í máli; hann segir hug sinn án þess að láta oft misskilda tillitssemi sliga merkinguna. Þetta hefur ekki aflað honum vinsælda innan sjálfs leikhúsheimsins en áhorfendur margir kunna hins vegar vel að meta afdráttarlausa og heiðarlega umfjöllun hans. Þegar Jón Viðar tilkynnti um þessar fyrirætlanir sínar á Facebook-síðu sinni urðu margir til að fagna því. Vel á fjögur hundruð manns merkti við til marks um að þeir væru ánægðir með þetta og sendu ýmsir baráttukveðjur. Þeirra á meðal kvikmyndagerðarmennirnir Hrafn Gunnlaugsson og Þráinn Bertelsen sem segir við þetta tækifæri: „Rétt hjá þér að halda þínu striki og láta ekki þagga niður í þér. Þú hefur yfirburðaþekkingu á því sem þú ert að skrifa um og þín sjónarmið eru mikilvægt framlag til umræðu sem er jabnholl fyrir blómlega leikhúsmenningu og áburður fyrir grassprettu. Áfram með smjörið!“ Jákvæðar viðtökur komu Jóni Viðari sjálfum ánægjulega á óvart. „Viðbrögð ykkar við leikdómnum sem ég henti hér inn gleðja mig afskaplega mikið og eru mér mikil og góð hvatning. Ég er snortinn af þeim mörgu hlýju kveðjum sem ég hef fengið frá ykkur,“ skrifaði Jón Viðar á Facebooksíðu sína.Margir kallað eftir því að rödd Jóns Viðars heyrist Og þannig er það. Vísir ræddi við Jón Viðar um þetta verkefni. Hann segist ekki hafa skrifað gagnrýni reglubundið nú í fjögur ár.Jón Viðar segir að plebbisminn ríði húsum í Ríkissjónvarpinu.visir/hörður sveinsson„Ég skrifaði síðast í Fréttablaðið. Og ritstjórinn stóð ekki við þá samninga sem við höfðum gert. Ég gerði honum tilboð um nýjan samning en hann þáði það ekki,“ segir Jón Viðar og ljóst að honum þykir þetta heldur klén framganga af hálfu ritstjórans sem þá var Mikael Torfason. Mikael hefur vent sínu kvæði í kross og starfar nú sem leikskáld í Þýskalandi. Hann á það nú yfir höfði sér að Jón Viðar taki lurginn á honum á sínum heimavelli. Jón Viðar hefur að undanförnu staðið í ströngu við ritun bókar sem fjallar um íslenska leiklist á síðustu öld. „Mín orka hefur farið í það en nú sér fyrir endann á því verkefni þannig að ég hef aðeins rýmri tíma. Þess vegna ákvað ég að gera það að opna þessa síðu á Facebook. Ég hef fundið fyrir því að það eru margir sem vilja að mín rödd heyrist í þessum umræðum um leiklistina og ég hef í sjálfu sér ekkert á móti því að koma til móts við þær raddir, svona eftir því sem ég nenni og aðstæður leyfa.“Plebbaskapurinn á Ríkissjónvarpinu Afdráttarlausar skoðanir Jóns Viðars hafa löngum vakið athygli og á miklu afmælisári 2016, fjallaði Ríkissjónvarpið vel og vandlega um sjálft sig, forna frægð og meðal þeirra sem kallaðir voru í viðtal var Jón Viðar sem hafði vakið mikla athygli fyrir leikhúskrítík sína í þættinum Dagsljós. Jón Viðar hafði hins vegar lítinn áhuga á að dvelja við liðna tíma, snéri talinu umsvifalaust að núinu, stöðunni eins og hún blasti við honum þá. Gagnrýndi hann Ríkisútvarpið harðlega fyrir að sinna ekki sinni lögbundnu skyldu, sem sagt að fjalla vitrænt um menningu. Því fari fjarri heldur eru þetta yfirborðskenndar upphrópanir. Óboðlegt. „Þetta er bara einhver plebejismi sem er ríkjandi hér hjá stjórnendum og ykkur starfsmönnum þessarar stofnunar að leyfa ykkur svona umfjöllun.“Jón Viðar segir að því miður hafi þessi gagnrýni sín á þeim tíma verið eins og að stökkva vatni á gæs. „Þetta hefur ekki haft nokkur áhrif, menningarumfjöllun er í sama farinu. Þar er hvorki skilningur né metnaður til að gera hlutina almennilega. Fólki finnst allt í lagi að fúska og meðan stjórnendur láta sér það vel líka þá breytist ekkert.“Menningarfjandsamlegur tíðarandi Umfjöllun um leiklist má reyndar muna fífill sinn fegurri. Fram hjá því verður vart litið. Og þá þar með talin gagnrýnin sem er rýr í roðinu. „Blöðin hafa horfið af vettvangi meira og minna. Þegar ég var ungur, fyrir fjörutíu árum og byrjaði að skrifa í Þjóðviljann, voru hér fimm eða sex dagblöð og lögðu öll metnað sinn í að vera með góða listaumfjöllun. Samfélagið var menningarlega sinnað og ritstjórum fannst þetta sjálfsagt. Þetta hefur breyst, minni skilningur er á listum almennt í samfélaginu og fólk virðist líta meira á þetta sem afþreyingu. Þá þarf ekki að gera því dýpri og verðugri skil.Jón Viðar er einn lærðasti leikhúsmaður landsins.visir/pjeturTíðarandinn er fjandsamlegur listum og menningu og þetta kemur fram í blöðum,“ segir Jón Viðar. Þetta má heita heldur svört mynd sem dregin er upp. Og Jón Viðar rifar ekki seglin með það heldur gefur í ef eitthvað er; segir að hér hafi verið stofnaðir vefmiðlar, sem að einhverju leyti hafa komið í stað þeirra blaða sem hafa horfið af sjónarhorninu, eða eru í andaslitrunum.Þekkir ekki fyrirbærið meðvirkni „En, þeir hafa engan áhuga á listunum. Fyrir mér er listgagnrýni partur af þeirri gagnrýni sem fer fram í frjálsu þjóðfélagi. Við búum við frelsi, sem er ekki sjálfgefið að við gerum, og óskráð lög eru að fjölmiðlar eigi að halda uppi samfélagsgagnrýni á öllum mögulegum sviðum. En þeir taka ekki á listum nema á mjög takmarkaðan hátt.“En, varðandi þó þessa gagnrýni sem sögð er, má kannski segja að hún sé undirlögð af meðvirkni?„Ég veit ekki hvað meðvirkni þýðir.“ Já, það var og. Leyfðu mér þá að umorða spurninguna: Nú virðist manni gagnrýni oft vera eintómt lof og sé litið til verðbólgu í stjörnugjöf í bókagagnrýni, þá eru þetta allt meira og minna meistaraverk, fjögurra til fimm stjörnu verk? Það er ekki sagður galli á neinu verki?„Neinei, bókmenntagagnrýnin býr við þennan vanda. Sem helgast af því að hún hefur orðið svo mikill partur af sölumennsku bókaútgáfunnar. Þar er verið að koma til móts við óskir forleggjara, þeir vilja skiljanlega selja sína vöru.“Hraðsuðukrítík og hin sorglega Kilja Jón segir að útgefendur og og höfundar lifi fyrst og fremst á jólamarkaðinum og þeir vilji fá umsagnir og engar refjar. „Þeir ýta því á ritstjóra og gagnrýnendur að koma hratt og fljótt með dóma og þá verður til þessi hraðsuðukrítík. Það er alltaf auðveldara að hrósa einhverju, þú þarft ekki að rökstyðja það. En, ef þú finnur að hlut er meiri þörf á að þú setjir fram röksemdir, bendir á veilur. En, þetta gera menn ekki og hafa ekki rými til þess. Þá verða bara einhverjar upphrópanir. Mér finnst Kiljan vera sorglegasta dæmið um það. Það eru alveg til bókmenntaþættir þar sem menn sitja og ræða þetta í rólegheitum en þarna situr stjórnandinn og heimtar einkunn, þetta er ekki vitsmunaleg umræða fyrir fimm aura. Þetta er kynningar og auglýsingamagasín fyrst og fremst.“ Jón Viðar lýsir því hvernig höfundar og útgefendur bíði í ofvæni þess sem sagt er í Kiljunni. „Þeir eru svo hræddir um söluna. Því sjónvarpið er svo sterkur miðill.Leitt að eins ömurlegur þáttur og Kiljan er hafi svona mikið vald.“ Jón Viðar segir að ekki megi misskilja sig, Egill Helgason sjónvarpsmaður sé oft með ágætt efni um bækur og fundvís á margt. „En, ég er að tala um þessa umfjöllun, þarna þar sem þau sitja tvö og buna uppúr sér einhverri „speki“.“Jón Viðar segir það vissulega rétt, hann sé að einhverju leyti að grafa undan faglegri umfjöllun til lengri tíma með því að vera í sjálfboðavinnu hjá Zuckerberg. En, hann stendur frammi fyrir tveimur kostum, hvorugum góðum.visir/gvaEn, aftur að gagnrýni Jóns Viðars. Hann ætlar sér að birta gagnrýni sína á Facebook, fyrirbæri sem er í eigu erlendra auðkýfinga. Er hann þá þar með ekki að grafa undan faglegri umfjöllun til lengri tíma litið, með því að vera í sjálfboðavinnu hjá Zuckerberg?„Jú, það er alveg rétt. En, hvað eigum við að gera? Það eru tvö til þrjú blöð sem birta leiklistargagnrýni og greiða fyrir hana. Þetta hefur reyndar alltaf verið ömurlega illa launað starf, menn gera þetta í hugsjónarmennsku, eða að blaðamenn sem starfa hjá miðlinum sinni þessu. Metnaðurinn er enginn. Þá eru tveir kostir og hvorugur góður; annað hvort að þegja og láta sig hafa þetta eða maður notar þennan vettvang sem fjasbókin er.“Spurning um sjálfsvirðingu Jón Viðar segist vilja koma til móts við óskir fólks sem vill heyra hans rödd. „Og úr því að ég er með þennan vettvang sé ég ekkert að því að nota hann. En ég mun auðvitað ekki sinna þessu eins reglubundið og ef ég fengi greitt fyrir, ég mun gera þetta með öðrum hætti, en vona að verði ekki of yfirborðslegt. En, ég er til í að endurskoða þetta í ljósi reynslunnar.“Þú hefur aldrei beygt þig undir kröfuna um að helft umfjöllunarinnar verði einkum lof og prís? „Nei, og ég mun ekki gera það. Ekki meðan ég held sönsum. Veit ekki hvað verður þegar ég verð seníll. Ég verð að gera grein fyrir mínum skoðunum af heiðarleika – þetta er spurning um sjálfsvirðingu manns.“
Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira