Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2018 11:22 Á undanförnum tveimur til þremur mánuðum hafa Jón Viðar og hans menn lokað fimm húsum sem skilgreinast sem iðnaðarhúsnæði, en töluverður fjöldi fólks bjó í. Þáttur Helga Seljan í gær um íslenskt þrælahald hefur vakið mikil viðbrögð. Starfsmannaleigan Menn í vinnu lokaði Facebook-síðunni sinni í gærkvöldi eftir þátt Kveiks á Ríkissjónvarpinu í gær sem fjallaði um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi: Svarta hliðin á íslenskum vinnumarkaði. Myndin sem þar var dregin upp er eiginlega ekki hægt að kenna við neitt annað en þrælahald. Samkvæmt heimildum Vísis búa starfsmenn á vegum leigunnar í iðnaðarhúsnæði í Hjallabrekku í Kópavogi en eru skráðir með lögheimili á Bræðraborgarstíg. Lögum samkvæmt er þetta ólöglegt. Á undanförnum tveimur til þremur mánuðum hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lokað fimm húsum sem eru skilgreind sem iðnaðarhúsnæði en voru nýtt til búsetu.Jón Viðar slökkviliðsstjóri telur það færast mjög í aukana að fólki sé holað niður til búsetu í iðnaðarhúsnæði.frettablaðið/anton brinkTöluverður fjöldi fólks bjó í húsum sem lokað var Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að búseta verkafólks í iðnaðarhúsi hafi verið á borðum hjá þeim í yfir fimmtán ár. „Þetta var orðið þekkt dæmi fyrir hrun, en stefnan sem hefur verið tekin hjá okkur í þessum málum er að ef brunaöryggi í viðkomandi húsnæði er ásættanlegt þá erum við ekki að hrófla við því. Jú, formlega er ólöglegt að hafa í búsetu í iðnaðarhúsnæði og þvíumlíku en við höfum horft til, og höfum unnið samkvæmt þeirri meginreglu að miða við brunaöryggið. Aftur á móti ef brunaöryggi er ekki ásættanlegt höfum við gert tvennt; farið fram á úrbætur ef það er mögulegt eða hreinlega lokað húsnæði vegna staða brunamála var gersamlega út úr kortinu,“ segir Jón Viðar.Og, er það algengt að þið grípið til slíkra úrræða?Undanfarna tvo til þrjá mánuði höfum við lokað einum fimm slíkum húsum. Jón Viðar segir þau hjá Slökkviliðinu ekki hafa tölu á því hversu margir einstaklingar bjuggu í þeim húsum, en um sé að ræða töluverðan fjölda fólks. „Við fókuserum meira á brunavarnirnar en svo fer það auðvitað ekki fram hjá okkur hversu mörg fleti eru þarna inni. En, við höfum ekki verið með markvissa talningu á því.“Aukin búseta í iðnaðarhúsnæði Jón Viðar slökkviliðsstjóri segir spurður sér virðast að þetta færast í aukana, að fólki sé holað niður í iðnaðarhúsnæði.Myndin sem dregin var upp í Kveik í gærkvöldi, af kjörum erlends vinnuafls á Íslandi, er eiginlega ekki hægt að kenna við neitt annað en þrælahald„Já, ef eitthvað þá hefur það frekar verið að gera það. En, við höfum verið að vinna samkvæmt ábendingum sem okkur berast,“ segir Jón Viðar slökkviliðsstjóri. Sjónvarpsþátturinn Kveikur, sá sem var á dagskrá í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli og virtist fólk vera slegið. Helgi Seljan, sem hafði meðal annarra umsjá með þættinum, og kynnti hann, segir þetta ekki hafa farið fram hjá sér. „Mér finnast viðbrögðin svo sem alveg hæfa efninu. Fólk virðist slegið. En á móti kemur það mér á óvart hversu hissa menn eru,“ segir Helgi Seljan í samtali við Vísi. Hann vísar þar til þess að þetta málefni, þrælahald og þrælasala á íslenskum vinnumarkaði, hefur verið til umfjöllunar reglulega nú í nokkur ár. Kjaramál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
Starfsmannaleigan Menn í vinnu lokaði Facebook-síðunni sinni í gærkvöldi eftir þátt Kveiks á Ríkissjónvarpinu í gær sem fjallaði um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi: Svarta hliðin á íslenskum vinnumarkaði. Myndin sem þar var dregin upp er eiginlega ekki hægt að kenna við neitt annað en þrælahald. Samkvæmt heimildum Vísis búa starfsmenn á vegum leigunnar í iðnaðarhúsnæði í Hjallabrekku í Kópavogi en eru skráðir með lögheimili á Bræðraborgarstíg. Lögum samkvæmt er þetta ólöglegt. Á undanförnum tveimur til þremur mánuðum hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lokað fimm húsum sem eru skilgreind sem iðnaðarhúsnæði en voru nýtt til búsetu.Jón Viðar slökkviliðsstjóri telur það færast mjög í aukana að fólki sé holað niður til búsetu í iðnaðarhúsnæði.frettablaðið/anton brinkTöluverður fjöldi fólks bjó í húsum sem lokað var Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að búseta verkafólks í iðnaðarhúsi hafi verið á borðum hjá þeim í yfir fimmtán ár. „Þetta var orðið þekkt dæmi fyrir hrun, en stefnan sem hefur verið tekin hjá okkur í þessum málum er að ef brunaöryggi í viðkomandi húsnæði er ásættanlegt þá erum við ekki að hrófla við því. Jú, formlega er ólöglegt að hafa í búsetu í iðnaðarhúsnæði og þvíumlíku en við höfum horft til, og höfum unnið samkvæmt þeirri meginreglu að miða við brunaöryggið. Aftur á móti ef brunaöryggi er ekki ásættanlegt höfum við gert tvennt; farið fram á úrbætur ef það er mögulegt eða hreinlega lokað húsnæði vegna staða brunamála var gersamlega út úr kortinu,“ segir Jón Viðar.Og, er það algengt að þið grípið til slíkra úrræða?Undanfarna tvo til þrjá mánuði höfum við lokað einum fimm slíkum húsum. Jón Viðar segir þau hjá Slökkviliðinu ekki hafa tölu á því hversu margir einstaklingar bjuggu í þeim húsum, en um sé að ræða töluverðan fjölda fólks. „Við fókuserum meira á brunavarnirnar en svo fer það auðvitað ekki fram hjá okkur hversu mörg fleti eru þarna inni. En, við höfum ekki verið með markvissa talningu á því.“Aukin búseta í iðnaðarhúsnæði Jón Viðar slökkviliðsstjóri segir spurður sér virðast að þetta færast í aukana, að fólki sé holað niður í iðnaðarhúsnæði.Myndin sem dregin var upp í Kveik í gærkvöldi, af kjörum erlends vinnuafls á Íslandi, er eiginlega ekki hægt að kenna við neitt annað en þrælahald„Já, ef eitthvað þá hefur það frekar verið að gera það. En, við höfum verið að vinna samkvæmt ábendingum sem okkur berast,“ segir Jón Viðar slökkviliðsstjóri. Sjónvarpsþátturinn Kveikur, sá sem var á dagskrá í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli og virtist fólk vera slegið. Helgi Seljan, sem hafði meðal annarra umsjá með þættinum, og kynnti hann, segir þetta ekki hafa farið fram hjá sér. „Mér finnast viðbrögðin svo sem alveg hæfa efninu. Fólk virðist slegið. En á móti kemur það mér á óvart hversu hissa menn eru,“ segir Helgi Seljan í samtali við Vísi. Hann vísar þar til þess að þetta málefni, þrælahald og þrælasala á íslenskum vinnumarkaði, hefur verið til umfjöllunar reglulega nú í nokkur ár.
Kjaramál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira