Moppuhaus með þráhyggju Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. október 2018 13:23 Ragnheiður Káradóttir myndlistarkona leikur sér með með nytjahluti og skemmtileg form á sýningunni Utan svæðis. Harbinger/Gulli Már Í húsnæði gömlu fiskbúðarinnar á Freyjugötu þar sem nú er gallerí Harbinger gefur að líta afar forvitnilega og skemmtilega sýningu eða öllu heldur innsetningu sem nefnist Utan svæðis. Innsetningin hefur vakið jákvæð viðbrögð hjá hjá ungum sem öldnum. Það sem vekur fyrst eftirtekt þegar komið er inn í galleríið er að gestir þurfa að fara úr skónum áður en gengið er upp á dúkalagðan pall. Þar gefur að líta skemmtilega skúlptúra sem eru allt í senn dulúðugir, látlausir, nákvæmir og fullir af leikgleði.Rottupollarnir hennar Ragnheiðar.Harbinger/Gulli MárMoppuhaus fer í sífellu um lítið svæði og ryksugar lítinn flöt í einhvers konar þráhyggju. „Sýningargestur hafði orð á því að hann fyndi til með honum yfir komast hvorki lönd né strönd í þrifnaðaræði sínu, “segir myndlistarkonan Ragnheiður Káradóttir höfundur sýningarinnar. Drullusokkar eru komnir í nýrri og fínni búning og gefa ímyndunarafli áhorfandans lausan tauminn. Annars staðar gefur að líta svokallaða rottupolla. „Þetta eru pollar sem eru göng milli vídda sem rotturnar nota í víddarhopp,“ segir Ragnheiður. Umferðarkeila hefur fengið annað hlutverk og er nú orðin persóna með sítt að aftan. Ragnheiður segir verkin á sýningunni eiga í samtali við hvert annað en hún vann innsetninguna sérstaklega inn í sýningarrýmið.Drullusokkar eru komnir í nýrri og fínni búning og gefa ímyndunarafli áhorfandans lausan tauminn.Harbinger/Gulli Már„Ég nota gjarnan nytjahluti í verkin mín og set þau inn í allt annað og bjagað samhengi. Þau vísa svo í alls konar áttir. Ég fer í flæði á vinnustofunni og leikgleðin tekur yfir,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Káradóttir er fædd 1984 og býr og starfar í Brooklyn, New York. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og lauk meistaranámi í myndlist vorið 2016 frá School of Visual Arts í New York. Ragnheiður er framkvæmdastjóri vinnustofu Hrafnhildar Arnardóttur í New York en Hrafnhildur tekur þátt í Feneyjartvíæringnum fyrir hönd Íslands á næsta ári. Þá er Ragnheiður með eigin vinnustofu og hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi og erlendis. Loks er hún annar helmingur listatvíeykisins Lounge Corp sem miðar að því að sýna myndlist í óhefðbundnum rýmum. Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í húsnæði gömlu fiskbúðarinnar á Freyjugötu þar sem nú er gallerí Harbinger gefur að líta afar forvitnilega og skemmtilega sýningu eða öllu heldur innsetningu sem nefnist Utan svæðis. Innsetningin hefur vakið jákvæð viðbrögð hjá hjá ungum sem öldnum. Það sem vekur fyrst eftirtekt þegar komið er inn í galleríið er að gestir þurfa að fara úr skónum áður en gengið er upp á dúkalagðan pall. Þar gefur að líta skemmtilega skúlptúra sem eru allt í senn dulúðugir, látlausir, nákvæmir og fullir af leikgleði.Rottupollarnir hennar Ragnheiðar.Harbinger/Gulli MárMoppuhaus fer í sífellu um lítið svæði og ryksugar lítinn flöt í einhvers konar þráhyggju. „Sýningargestur hafði orð á því að hann fyndi til með honum yfir komast hvorki lönd né strönd í þrifnaðaræði sínu, “segir myndlistarkonan Ragnheiður Káradóttir höfundur sýningarinnar. Drullusokkar eru komnir í nýrri og fínni búning og gefa ímyndunarafli áhorfandans lausan tauminn. Annars staðar gefur að líta svokallaða rottupolla. „Þetta eru pollar sem eru göng milli vídda sem rotturnar nota í víddarhopp,“ segir Ragnheiður. Umferðarkeila hefur fengið annað hlutverk og er nú orðin persóna með sítt að aftan. Ragnheiður segir verkin á sýningunni eiga í samtali við hvert annað en hún vann innsetninguna sérstaklega inn í sýningarrýmið.Drullusokkar eru komnir í nýrri og fínni búning og gefa ímyndunarafli áhorfandans lausan tauminn.Harbinger/Gulli Már„Ég nota gjarnan nytjahluti í verkin mín og set þau inn í allt annað og bjagað samhengi. Þau vísa svo í alls konar áttir. Ég fer í flæði á vinnustofunni og leikgleðin tekur yfir,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Káradóttir er fædd 1984 og býr og starfar í Brooklyn, New York. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og lauk meistaranámi í myndlist vorið 2016 frá School of Visual Arts í New York. Ragnheiður er framkvæmdastjóri vinnustofu Hrafnhildar Arnardóttur í New York en Hrafnhildur tekur þátt í Feneyjartvíæringnum fyrir hönd Íslands á næsta ári. Þá er Ragnheiður með eigin vinnustofu og hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi og erlendis. Loks er hún annar helmingur listatvíeykisins Lounge Corp sem miðar að því að sýna myndlist í óhefðbundnum rýmum.
Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira