Boða til samstöðuvöku fyrir lömbin við sláturhúsið á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. október 2018 12:15 Tilgangur vökunnar er að sýna dýrum á leið í slátrun samstöðu, að þau eigi rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti, segir Vigdís Þórðardóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Samtökin Reykjavík Animal Save hafa boðað til samstöðuvöku fyrir utan sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi á föstudaginn á milli 14:00 og 16:00 fyrir dýrin en ætlunin er að fylgjast með því þegar lömb og kindur eru sendar til slátrunar. „Við munum vera með þeim þeirra síðustu stundir, skrásetja aðstæður þeirra og dreifa eins mikilli samúð og ást og við getum. Með því að mæta þarna fyrir utan sláturhúsið sendum við sterk skilaboð um að þessir einstaklingar eiga rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti, og að þeirra dauði sé ekki falinn umheiminum,“ segir m.a. í tilkynningu um viðburðinn á Facebook. Fólk er beðið að koma með myndvél, sótthreinsispritt, föt með vegan skilaboðum, hlý föt eftir veðri án dýraafurða og lag, ljóð eða ræðu sem hægt er að beina að dýrunum, verkamönnunum, samfélaginu, vegönum eða öðrum á staðnum. Lömbin eiga rétt á umhyggju, frelsi og réttmæti „Tilgangur vökunnar er að sýna dýrum á leið í slátrun samstöðu, að þau eigi rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti. Með því að vekja athygli á dýrunum sem þetta þurfa að þola vonumst við til þess að almenningur muni frekar þegar þau versla eða borða dýr að þau hafi andlit, vilja til að lifa og rétt. Það fer ekki á milli mála að það er ekkert mál að lifa góðu og heilbrigðu lífi án allra dýraafurða, milljónir manna hafa gert það í fjölda ára og virt samtök næringarfræðinga gefa út að vegan matarræði sé öruggt fyrir fólk á öllum lífskeiðum“, segir Vigdís Þórðardóttir, einn þáttakandi og skipuleggjandi vökunnar.Samstöðuvakan fer fram föstudaginn 5. október við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ást á dýrum Vigdís segir að hópurinn sem tilheyri Reykjavík Animal Save telji framleiðslu dýra til manneldis óþarfa og úrhelta starfsemi. „Við höfum jarðhita og vistvænt rafmagn, við getum alveg ræktað allan þann mat úr plönturíkinu sem okkur listir innandyra, afhverju ekki. Megnið af dýrunum sem við borðum eru ræktuð innandyra, lömbin ganga laus í fjóra mánuði á ári en mæður þeirra og feður húka inni í þröngum fjárhúsum restina af árinu.“ Vigdís tekur fram að samstöðuvakan á Selfossi sé ekki boðuð með óvild í garð þeirra sem neyta dýraafurða né starfsfólks Sláturfélags Suðurlands. „Save hreyfingin er byggð upp af ást fyrir dýrunum og erum við einungis á þessum vökum fyrir þau, engann annan“, segir Vigdís. Fréttir Landbúnaður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Samtökin Reykjavík Animal Save hafa boðað til samstöðuvöku fyrir utan sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi á föstudaginn á milli 14:00 og 16:00 fyrir dýrin en ætlunin er að fylgjast með því þegar lömb og kindur eru sendar til slátrunar. „Við munum vera með þeim þeirra síðustu stundir, skrásetja aðstæður þeirra og dreifa eins mikilli samúð og ást og við getum. Með því að mæta þarna fyrir utan sláturhúsið sendum við sterk skilaboð um að þessir einstaklingar eiga rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti, og að þeirra dauði sé ekki falinn umheiminum,“ segir m.a. í tilkynningu um viðburðinn á Facebook. Fólk er beðið að koma með myndvél, sótthreinsispritt, föt með vegan skilaboðum, hlý föt eftir veðri án dýraafurða og lag, ljóð eða ræðu sem hægt er að beina að dýrunum, verkamönnunum, samfélaginu, vegönum eða öðrum á staðnum. Lömbin eiga rétt á umhyggju, frelsi og réttmæti „Tilgangur vökunnar er að sýna dýrum á leið í slátrun samstöðu, að þau eigi rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti. Með því að vekja athygli á dýrunum sem þetta þurfa að þola vonumst við til þess að almenningur muni frekar þegar þau versla eða borða dýr að þau hafi andlit, vilja til að lifa og rétt. Það fer ekki á milli mála að það er ekkert mál að lifa góðu og heilbrigðu lífi án allra dýraafurða, milljónir manna hafa gert það í fjölda ára og virt samtök næringarfræðinga gefa út að vegan matarræði sé öruggt fyrir fólk á öllum lífskeiðum“, segir Vigdís Þórðardóttir, einn þáttakandi og skipuleggjandi vökunnar.Samstöðuvakan fer fram föstudaginn 5. október við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ást á dýrum Vigdís segir að hópurinn sem tilheyri Reykjavík Animal Save telji framleiðslu dýra til manneldis óþarfa og úrhelta starfsemi. „Við höfum jarðhita og vistvænt rafmagn, við getum alveg ræktað allan þann mat úr plönturíkinu sem okkur listir innandyra, afhverju ekki. Megnið af dýrunum sem við borðum eru ræktuð innandyra, lömbin ganga laus í fjóra mánuði á ári en mæður þeirra og feður húka inni í þröngum fjárhúsum restina af árinu.“ Vigdís tekur fram að samstöðuvakan á Selfossi sé ekki boðuð með óvild í garð þeirra sem neyta dýraafurða né starfsfólks Sláturfélags Suðurlands. „Save hreyfingin er byggð upp af ást fyrir dýrunum og erum við einungis á þessum vökum fyrir þau, engann annan“, segir Vigdís.
Fréttir Landbúnaður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira