SA bjóða í dans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. október 2018 06:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Aukið framboð húsnæðis, aukið hlutfall dagvinnulauna í heildarlaunum og upptaka „virks vinnutíma“ er meðal þess sem Samtök atvinnulífsins (SA) leggja áherslu á í komandi kjarasamningaviðræðum. Samtökin sendu viðsemjendum sínum bréf í gær þar sem útlistuð eru atriði sem þau telja mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins hugi að. Um áramótin renna núgildandi kjarasamningar SA og aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands (ASÍ) út en þeir ná til ríflega 100 þúsund starfsmanna á almennum vinnumarkaði. „Með þessu bréfi stíga SA skref til viðsemjenda sinna og bjóða þeim upp í dans með það að marki að bæta lífskjör almennings. Þau eru samsett úr fleiri þáttum en aðeins launahækkunum og við teljum að nú sé rétti tíminn til að beina sjónum okkar að þeim hlutum sem við teljum upp í bréfinu. Markmið okkar er að standa vörð um þann lífskjarabata sem við höfum náð fram á undanförnum árum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Í bréfinu er reifað hvernig launahækkanir undanfarin ár hafi haft neikvæð áhrif á samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs og við því þurfi að bregðast. Tryggja þurfi að verðbólga fari ekki á flug og að breytingar á launum nú verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. Lífskjör og starfsánægju megi bæta með öðru en eingöngu launahækkunum. Meðal þess sem nefnt er í því samhengi er aukið framboð á húsnæði bæði til leigu og eignar. Launahækkanir leysi þann vanda ekki og geti í raun haft þau áhrif að húsnæðisverð hækki. SA vill einnig skoða þann möguleika að breyta skilgreindu dagvinnutímabili, uppgjörstímabili yfirvinnu og álagsgreiðslum en hlutfall síðastnefndu þáttanna í heildarlaunum er með hæsta móti hér á landi. Þá vilja SA ræða breytt skipulag og sveigjanleika vinnutíma. „Það eru fleiri mál sem sameina atvinnurekendur og launþegahreyfinguna heldur en sundra. Við komum með þessi mál að borðinu og bjóðum verkalýðshreyfingunni að leggja fleiri mál í púkkið. Þegar þau hafa verið leyst þá er hægt að meta rýmið til breytinga á launum,“ segir Halldór og bætir því við að umrætt svigrúm sé afar takmarkað. Nokkur atriði á lista SA eru þess eðlis að aðkomu ríkis og sveitarfélaga gæti verið þörf á einhverjum stigum málsins. Halldór segir innihaldi bréfsins ekki beint til þeirra. „Þetta snýst um að ná sátt við verkalýðshreyfinguna. Kjarasamningar eru fyrst og fremst okkar á milli og þeim mun meira sem við getum leyst í sameiningu því betra,“ segir Halldór. „Það er mikil vinna fram undan en vonandi næst að afgreiða málið þannig að samningar taki strax við þegar núverandi samningar renna út.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
Aukið framboð húsnæðis, aukið hlutfall dagvinnulauna í heildarlaunum og upptaka „virks vinnutíma“ er meðal þess sem Samtök atvinnulífsins (SA) leggja áherslu á í komandi kjarasamningaviðræðum. Samtökin sendu viðsemjendum sínum bréf í gær þar sem útlistuð eru atriði sem þau telja mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins hugi að. Um áramótin renna núgildandi kjarasamningar SA og aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands (ASÍ) út en þeir ná til ríflega 100 þúsund starfsmanna á almennum vinnumarkaði. „Með þessu bréfi stíga SA skref til viðsemjenda sinna og bjóða þeim upp í dans með það að marki að bæta lífskjör almennings. Þau eru samsett úr fleiri þáttum en aðeins launahækkunum og við teljum að nú sé rétti tíminn til að beina sjónum okkar að þeim hlutum sem við teljum upp í bréfinu. Markmið okkar er að standa vörð um þann lífskjarabata sem við höfum náð fram á undanförnum árum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Í bréfinu er reifað hvernig launahækkanir undanfarin ár hafi haft neikvæð áhrif á samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs og við því þurfi að bregðast. Tryggja þurfi að verðbólga fari ekki á flug og að breytingar á launum nú verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. Lífskjör og starfsánægju megi bæta með öðru en eingöngu launahækkunum. Meðal þess sem nefnt er í því samhengi er aukið framboð á húsnæði bæði til leigu og eignar. Launahækkanir leysi þann vanda ekki og geti í raun haft þau áhrif að húsnæðisverð hækki. SA vill einnig skoða þann möguleika að breyta skilgreindu dagvinnutímabili, uppgjörstímabili yfirvinnu og álagsgreiðslum en hlutfall síðastnefndu þáttanna í heildarlaunum er með hæsta móti hér á landi. Þá vilja SA ræða breytt skipulag og sveigjanleika vinnutíma. „Það eru fleiri mál sem sameina atvinnurekendur og launþegahreyfinguna heldur en sundra. Við komum með þessi mál að borðinu og bjóðum verkalýðshreyfingunni að leggja fleiri mál í púkkið. Þegar þau hafa verið leyst þá er hægt að meta rýmið til breytinga á launum,“ segir Halldór og bætir því við að umrætt svigrúm sé afar takmarkað. Nokkur atriði á lista SA eru þess eðlis að aðkomu ríkis og sveitarfélaga gæti verið þörf á einhverjum stigum málsins. Halldór segir innihaldi bréfsins ekki beint til þeirra. „Þetta snýst um að ná sátt við verkalýðshreyfinguna. Kjarasamningar eru fyrst og fremst okkar á milli og þeim mun meira sem við getum leyst í sameiningu því betra,“ segir Halldór. „Það er mikil vinna fram undan en vonandi næst að afgreiða málið þannig að samningar taki strax við þegar núverandi samningar renna út.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira