UNICEF: Hvetur ríkisstjórnir að bregðast við veðurvá í þágu barna Heimsljós kynnir 7. september 2018 00:01 Forsíða skýrslunnar. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hvetur stjórnvöld um heim allan til þess að bregðast strax við fjölgun tilvika „öfgaveðurs“ með öryggi barna að leiðarljósi. Í tilkynningu frá samtökunum er bent á nýlega dæmi um gífurleg flóð í suðurhluta Indlands, skógarelda í vesturhluta Bandaríkjanna og hitatölur á norðurhveli jarðar sem hafa aldrei verið hærri. Að mati UNICEF setja þessi veðrabrigði börn í hættu bæði í bráð og lengd. „Þegar hætta steðjar að eru börn berskjölduðust og ofsaveður er þar engin undantekning,“ segir Ted Chaiban hjá UNICEF. „Á síðustu mánuðum höfum við séð með áberandi hætti hvernig veröld við erum að skapa fyrir komandi kynslóðir. Öfgar í veðurfari leiða til fjölgunar neyðartilvika og aukinnar mannúðaraðstoðar. Það eru börnin sem kaupa þá þróun dýrustu verði,“ bætir hann við. Í tilkynningu UNICEF kemur þó fram að þótt einstök dæmi um ofsafengin veður stafi ekki endilega af loftslagsbreytingum sé ekki hægt að horfa framhjá því að slíkum tilvikum fjölgi og þau verði ofsafengnari, en hvoru tveggja sé í samræmi við spár um mannleg áhrif á hnattrænt veðurfar. UNICEF bendir á að þessar aðstæður hafi margvísleg áhrif á börn. Þær stuðli meðal annars að útbreiðslu banvænna barnasjúkdóma eins og alvarlegrar vannæringar, malaríu og niðurgangspesta. UNICEF hvetur ríkisstjórnir og alþjóðasamfélagið til að taka ákveðin skref nú þegar til þess að tryggja öryggi barna og rétt þeirra. Aðgerða sé þörf nú þegar. Í nýútgefinni skýrslu samtakanna – Unless we act now: The Impact of climate change on children – er að finna ýmiss konar tilmæli til stjórnvalda um aðgerðir sem nauðsynlegar eru til bregðast við veðurvá í þágu barna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hvetur stjórnvöld um heim allan til þess að bregðast strax við fjölgun tilvika „öfgaveðurs“ með öryggi barna að leiðarljósi. Í tilkynningu frá samtökunum er bent á nýlega dæmi um gífurleg flóð í suðurhluta Indlands, skógarelda í vesturhluta Bandaríkjanna og hitatölur á norðurhveli jarðar sem hafa aldrei verið hærri. Að mati UNICEF setja þessi veðrabrigði börn í hættu bæði í bráð og lengd. „Þegar hætta steðjar að eru börn berskjölduðust og ofsaveður er þar engin undantekning,“ segir Ted Chaiban hjá UNICEF. „Á síðustu mánuðum höfum við séð með áberandi hætti hvernig veröld við erum að skapa fyrir komandi kynslóðir. Öfgar í veðurfari leiða til fjölgunar neyðartilvika og aukinnar mannúðaraðstoðar. Það eru börnin sem kaupa þá þróun dýrustu verði,“ bætir hann við. Í tilkynningu UNICEF kemur þó fram að þótt einstök dæmi um ofsafengin veður stafi ekki endilega af loftslagsbreytingum sé ekki hægt að horfa framhjá því að slíkum tilvikum fjölgi og þau verði ofsafengnari, en hvoru tveggja sé í samræmi við spár um mannleg áhrif á hnattrænt veðurfar. UNICEF bendir á að þessar aðstæður hafi margvísleg áhrif á börn. Þær stuðli meðal annars að útbreiðslu banvænna barnasjúkdóma eins og alvarlegrar vannæringar, malaríu og niðurgangspesta. UNICEF hvetur ríkisstjórnir og alþjóðasamfélagið til að taka ákveðin skref nú þegar til þess að tryggja öryggi barna og rétt þeirra. Aðgerða sé þörf nú þegar. Í nýútgefinni skýrslu samtakanna – Unless we act now: The Impact of climate change on children – er að finna ýmiss konar tilmæli til stjórnvalda um aðgerðir sem nauðsynlegar eru til bregðast við veðurvá í þágu barna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent