Bílstjórar hjá Strætó lögðu niður vinnu til að mótmæla ótryggðum ökutækjum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. október 2018 14:00 Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó. Strætó tók þrjá bíla sem notaðir voru við ferðaþjónustu fatlaðra úr umferð eftir að bílarnir reyndust ótryggðir. Bílarnir voru frá ferðaþjónustufyrirtækinu Prime Tours, en gjaldþrotabeiðni var tekin fyrir fyrr í þessum mánuði vegna vangreiddra gjalda fyrirtækisins og var skiptastjóri skipaður á miðvikudag. Upplýsingafulltrúi Strætó, segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem komið hafa upp vandamál vegna viðskipta þeirra við Prime Tours. Hann segir fyrirtækið bíða frekari frétta af málum fyrirtækisins í dag. Um fjórtán verktakar sem starfa við akstursþjónustu fatlaðra lögðu niður störf klukkan ellefu í dag. Vilja þeir með því mótmæla sinnuleysi Strætó í málinu og íhuga að fara fram á lögbann á það að PrimeTours starfi áfram þó félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Sigurður Stefánsson, einyrki og verktaki sem starfað hefur við akstursþjónustu fatlaðra frá árinu 1981, er einn þeirra verktaka sem lögðu niður störf í dag. Tvisvar áður hefur hópur verktaka sem starfar við akstursþjónustu fatlaðra kært Strætó til kærunefndar útboðsmála vegna Prime Tours og unnið bæði málin, samkvæmt Sigurði. „Þetta Prime Tours var tekið til gjaldþrotaskipta og seinna náðu þeir nauðasamningum við ríkið og lífeyrissjóði og svo var það tekið til gjaldþrotaskipta þriðja október og skiptastjóri skipaður í gær eða fyrradag. Svo komumst við að því í gær að það væru ótryggðir bílar sem þeir væru með fjórir og þrír í gangi. Við létum vita af þessu í strætó í gær svo í morgun þegar við vorum að vinna og mætum á vinnustað fatlaðra í Ögurhvarfi þá sé ég að kemur einn bíllinn með farþega og það er einn af þessum ótryggðu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Við gerðum athugasemdir við Strætó og þá voru þeir kallaðir inn. Þá ákváðum við, eftir að Prime Tours sendu út tilkynningu að þeir ætluðu að byrja aftur klukkan ellefu, að mótmæla því að þeir væru að vinna enn þá undir stjórn skiptastjóra með því að leggja niður vinnu klukkan ellefu og það sem eftir lifir dagsins. Sérstaklega þar sem það er rólegt, það er skólafrí, þetta bitnar eins lítið á skjólstæðingum okkar eins og hægt er.“ Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó segir að allt kapp sé lagt á að verkfall verktakanna hafi ekki áhrif á akstur dagsins og tekur undir með Sigurði um að skólafrí hjálpi til. Hann segir Strætó fylgjast vel með stöðu mála hjá Prime Tours í dag en að mikil óvissa ríki um málið að svo stöddu. Sigurður hefur, eins og fyrr segir, starfað við akstursþjónustu fatlaðra frá 9. áratug síðustu aldar og hefur unnið ýmist sem fastur starfsmaður eða verktaki. Hann er ekki ánægður með hvernig Strætó hefur staðið að starfseminni síðustu ár. „Við verktakarnir erum allir búnir að vera í þessu frá því þetta byrjaði að snúast meira og minna og við erum allir jafn óánægðir og svekktir með þetta kerfi. Ekki síst hvernig þetta kerfi hefur bitnað á farþegunum því aldrei nokkurn tíma hefur verið jafn öflug þjónusta, eins margir bílar og eins mikið af fólki. Eins öflugt fyrirtæki og strætó og allt þetta en það er ekkert að fúnkera.“ Samgöngur Tengdar fréttir 70 þúsund króna húsaleiga var dregin af launum þrjátíu vagnstjóra Strætó Strætó bs. hafnar því að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna. Fyrirtækið segist þó hafa dregið 70 þúsund krónur af launum þrjátíu erlendra vagnstjóra sem störfuðu hjá fyrirtækinu sumarið 2018. 11. október 2018 14:17 Fleiri tilfelli hjá Strætó en gefið var upp Strætó hefur notast við starfsfólk starfsmannaleigu lengur en fyrirtækið greindi upphaflega frá. 12. október 2018 07:15 Sagði bílstjórana sjá um greiðslu til Elju Strætó sagðist ekki annast milligöngu um innheimtu húsaleigu af starfsmönnum til starfsmannaþjónustunnar Elju í svari við fyrirspurn Samtaka leigjenda árið 2016. Í yfirlýsingu frá Strætó í fyrradag segir hins vegar að Strætó hafi haft milligöngu um greiðslurnar. 13. október 2018 07:15 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira
Strætó tók þrjá bíla sem notaðir voru við ferðaþjónustu fatlaðra úr umferð eftir að bílarnir reyndust ótryggðir. Bílarnir voru frá ferðaþjónustufyrirtækinu Prime Tours, en gjaldþrotabeiðni var tekin fyrir fyrr í þessum mánuði vegna vangreiddra gjalda fyrirtækisins og var skiptastjóri skipaður á miðvikudag. Upplýsingafulltrúi Strætó, segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem komið hafa upp vandamál vegna viðskipta þeirra við Prime Tours. Hann segir fyrirtækið bíða frekari frétta af málum fyrirtækisins í dag. Um fjórtán verktakar sem starfa við akstursþjónustu fatlaðra lögðu niður störf klukkan ellefu í dag. Vilja þeir með því mótmæla sinnuleysi Strætó í málinu og íhuga að fara fram á lögbann á það að PrimeTours starfi áfram þó félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Sigurður Stefánsson, einyrki og verktaki sem starfað hefur við akstursþjónustu fatlaðra frá árinu 1981, er einn þeirra verktaka sem lögðu niður störf í dag. Tvisvar áður hefur hópur verktaka sem starfar við akstursþjónustu fatlaðra kært Strætó til kærunefndar útboðsmála vegna Prime Tours og unnið bæði málin, samkvæmt Sigurði. „Þetta Prime Tours var tekið til gjaldþrotaskipta og seinna náðu þeir nauðasamningum við ríkið og lífeyrissjóði og svo var það tekið til gjaldþrotaskipta þriðja október og skiptastjóri skipaður í gær eða fyrradag. Svo komumst við að því í gær að það væru ótryggðir bílar sem þeir væru með fjórir og þrír í gangi. Við létum vita af þessu í strætó í gær svo í morgun þegar við vorum að vinna og mætum á vinnustað fatlaðra í Ögurhvarfi þá sé ég að kemur einn bíllinn með farþega og það er einn af þessum ótryggðu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Við gerðum athugasemdir við Strætó og þá voru þeir kallaðir inn. Þá ákváðum við, eftir að Prime Tours sendu út tilkynningu að þeir ætluðu að byrja aftur klukkan ellefu, að mótmæla því að þeir væru að vinna enn þá undir stjórn skiptastjóra með því að leggja niður vinnu klukkan ellefu og það sem eftir lifir dagsins. Sérstaklega þar sem það er rólegt, það er skólafrí, þetta bitnar eins lítið á skjólstæðingum okkar eins og hægt er.“ Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó segir að allt kapp sé lagt á að verkfall verktakanna hafi ekki áhrif á akstur dagsins og tekur undir með Sigurði um að skólafrí hjálpi til. Hann segir Strætó fylgjast vel með stöðu mála hjá Prime Tours í dag en að mikil óvissa ríki um málið að svo stöddu. Sigurður hefur, eins og fyrr segir, starfað við akstursþjónustu fatlaðra frá 9. áratug síðustu aldar og hefur unnið ýmist sem fastur starfsmaður eða verktaki. Hann er ekki ánægður með hvernig Strætó hefur staðið að starfseminni síðustu ár. „Við verktakarnir erum allir búnir að vera í þessu frá því þetta byrjaði að snúast meira og minna og við erum allir jafn óánægðir og svekktir með þetta kerfi. Ekki síst hvernig þetta kerfi hefur bitnað á farþegunum því aldrei nokkurn tíma hefur verið jafn öflug þjónusta, eins margir bílar og eins mikið af fólki. Eins öflugt fyrirtæki og strætó og allt þetta en það er ekkert að fúnkera.“
Samgöngur Tengdar fréttir 70 þúsund króna húsaleiga var dregin af launum þrjátíu vagnstjóra Strætó Strætó bs. hafnar því að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna. Fyrirtækið segist þó hafa dregið 70 þúsund krónur af launum þrjátíu erlendra vagnstjóra sem störfuðu hjá fyrirtækinu sumarið 2018. 11. október 2018 14:17 Fleiri tilfelli hjá Strætó en gefið var upp Strætó hefur notast við starfsfólk starfsmannaleigu lengur en fyrirtækið greindi upphaflega frá. 12. október 2018 07:15 Sagði bílstjórana sjá um greiðslu til Elju Strætó sagðist ekki annast milligöngu um innheimtu húsaleigu af starfsmönnum til starfsmannaþjónustunnar Elju í svari við fyrirspurn Samtaka leigjenda árið 2016. Í yfirlýsingu frá Strætó í fyrradag segir hins vegar að Strætó hafi haft milligöngu um greiðslurnar. 13. október 2018 07:15 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira
70 þúsund króna húsaleiga var dregin af launum þrjátíu vagnstjóra Strætó Strætó bs. hafnar því að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna. Fyrirtækið segist þó hafa dregið 70 þúsund krónur af launum þrjátíu erlendra vagnstjóra sem störfuðu hjá fyrirtækinu sumarið 2018. 11. október 2018 14:17
Fleiri tilfelli hjá Strætó en gefið var upp Strætó hefur notast við starfsfólk starfsmannaleigu lengur en fyrirtækið greindi upphaflega frá. 12. október 2018 07:15
Sagði bílstjórana sjá um greiðslu til Elju Strætó sagðist ekki annast milligöngu um innheimtu húsaleigu af starfsmönnum til starfsmannaþjónustunnar Elju í svari við fyrirspurn Samtaka leigjenda árið 2016. Í yfirlýsingu frá Strætó í fyrradag segir hins vegar að Strætó hafi haft milligöngu um greiðslurnar. 13. október 2018 07:15