Katrín segir Hringborð norðurslóða hafa breytt umræðunni Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2018 13:42 Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Hanna Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. Þingið sækja um 2000 þátttakendur frá rúmlega 50 löndum. Meðal þeirra eru ráðherrar, vísindamenn, sérfræðingar, forystumenn í atvinnulífi, háttsettir embættismenn, leiðtogar frumbyggja og umhverfissamtaka. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þingið í upphafi þess í morgun. „Ég ræddi fyrst og fremst um loftlagsmál. Enda birtast loftslagsbreytingar mjög klárlega á norðurheimskautinu. Birtast í gegnum bráðnandi ís og hækkandi sjávarborð,” segir forsætisráðherra. Á þinginu verður fjallað um stefnu og þátttöku Bandaríkjanna, Rússlands, Kína, Japan, Kóreu, Kanada, Ítalíu, Singapúr, Skotlands og fleiri landa í málefnum Norðurslóða, áhrif loftslagsbreytinga, vísindarannsóknir og aukin umsvif á sviði viðskipta og auðlindanýtingar. Katrín segir nauðsynlegt að líta á norðurheimskautið sem svæði alls heimsins. „Að við sinnum og eigum þar pólitísk samskipti en vígvæðum ekki norðurskautið. Svo ræddi ég auðvitað líka sérstaklega þá sem búa á norðurskautinu og mikilvægi þess að við hlustum á þeirra rödd í öllum þeim ákvörðunum sem teknar eru um framtíð þessa svæðis,” segir Katrín. Þessa dagana stendur yfir ein stærsta heræfing NATO á Íslandi en æfingin færist síðan yfir á hafið norður af Noregi. Rússar hafa líka hnyklað vöðvana á norðurslóðum og við landamærin að Noregi og Eystrasaltsríkjunum undanfarin misseri. Forsætisráðherra segir alla þekkja söguna hvað þetta varðar frá kaldastríðs árunum þegar norðurslóðir voru mjög vígvæddar. Meðal annars þess vegna sé Hringborð norðurslóða mikilvægur vettvangur. „Hér eru til að mynda fulltrúar öldungadeildarfulltrúar bæði frá Bandaríkjunum og Rússlandi sem töluðu hér í morgun. Ræddu bæði nákvæmlega þetta; nauðsyn þess að við eigum gott samstarf á pólitískum grunni í kringum þetta svæði. Því það er mjög viðkvæmt og það er fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur ef við erum að stefna í aukna vígvæðingu á þessum slóðum,” segir forsætisráðherra. Aðgerðir í loftlagsmálum séu mjög mikilvægar fyrir íbúa norðurslóða þar sem loftslagsbreytinganna gæti hraðar þar með bráðnun íss og súrnun sjávar sem Íslendingar reiði sig mjög á vegna fiskveiða. Það sé mikilvægt að hafa þennan ráðstefnuvettvang á Íslandi. „Þetta hefur náttúrlega að mínu viti breytt umræðu um norðurheimskautið. Sú nálgun sem er hér á þessari ráðstefnu sem Ólafur Ragnar Grímsson auðvitað er upphafsmaður að,” segir Katrín Jakobsdóttir. Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. Þingið sækja um 2000 þátttakendur frá rúmlega 50 löndum. Meðal þeirra eru ráðherrar, vísindamenn, sérfræðingar, forystumenn í atvinnulífi, háttsettir embættismenn, leiðtogar frumbyggja og umhverfissamtaka. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þingið í upphafi þess í morgun. „Ég ræddi fyrst og fremst um loftlagsmál. Enda birtast loftslagsbreytingar mjög klárlega á norðurheimskautinu. Birtast í gegnum bráðnandi ís og hækkandi sjávarborð,” segir forsætisráðherra. Á þinginu verður fjallað um stefnu og þátttöku Bandaríkjanna, Rússlands, Kína, Japan, Kóreu, Kanada, Ítalíu, Singapúr, Skotlands og fleiri landa í málefnum Norðurslóða, áhrif loftslagsbreytinga, vísindarannsóknir og aukin umsvif á sviði viðskipta og auðlindanýtingar. Katrín segir nauðsynlegt að líta á norðurheimskautið sem svæði alls heimsins. „Að við sinnum og eigum þar pólitísk samskipti en vígvæðum ekki norðurskautið. Svo ræddi ég auðvitað líka sérstaklega þá sem búa á norðurskautinu og mikilvægi þess að við hlustum á þeirra rödd í öllum þeim ákvörðunum sem teknar eru um framtíð þessa svæðis,” segir Katrín. Þessa dagana stendur yfir ein stærsta heræfing NATO á Íslandi en æfingin færist síðan yfir á hafið norður af Noregi. Rússar hafa líka hnyklað vöðvana á norðurslóðum og við landamærin að Noregi og Eystrasaltsríkjunum undanfarin misseri. Forsætisráðherra segir alla þekkja söguna hvað þetta varðar frá kaldastríðs árunum þegar norðurslóðir voru mjög vígvæddar. Meðal annars þess vegna sé Hringborð norðurslóða mikilvægur vettvangur. „Hér eru til að mynda fulltrúar öldungadeildarfulltrúar bæði frá Bandaríkjunum og Rússlandi sem töluðu hér í morgun. Ræddu bæði nákvæmlega þetta; nauðsyn þess að við eigum gott samstarf á pólitískum grunni í kringum þetta svæði. Því það er mjög viðkvæmt og það er fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur ef við erum að stefna í aukna vígvæðingu á þessum slóðum,” segir forsætisráðherra. Aðgerðir í loftlagsmálum séu mjög mikilvægar fyrir íbúa norðurslóða þar sem loftslagsbreytinganna gæti hraðar þar með bráðnun íss og súrnun sjávar sem Íslendingar reiði sig mjög á vegna fiskveiða. Það sé mikilvægt að hafa þennan ráðstefnuvettvang á Íslandi. „Þetta hefur náttúrlega að mínu viti breytt umræðu um norðurheimskautið. Sú nálgun sem er hér á þessari ráðstefnu sem Ólafur Ragnar Grímsson auðvitað er upphafsmaður að,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira