Syngjandi tannlæknir heiðrar Burt Bacharach Stefán Þór Hjartarson skrifar 19. október 2018 11:30 Tannlæknirinn syngjandi, Kristín, tekur Bacharach í Salnum. Mynd/Svart design „Ég hef gengið með þann draum í maganum í nokkur ár að halda tónleika með lögum Burts Bacharach. Þegar hann svo varð níræður á árinu fannst mér upplagt að heiðra hann og láta þann draum rætast í leiðinni,“ segir Kristín. ,,Píanóleikarinn minn, Hlynur Þór Agnarsson, tók vel í hugmyndina og samþykkti að taka að sér útsetningar og hljómsveitarstjórn. Það kom í ljós að hann hafði einnig gælt við sömu hugmynd í nokkur ár. Hlynur er fulltrúi ungu kynslóðarinnar í bandinu og það að hann hafi hiklaust samþykkt að taka þetta að sér sýnir að kynslóðabil þurrkast út þegar góð tónlist er annars vegar,“ segir Kristín enn fremur. Sama var uppi á teningnum með aðra meðlimi hljómsveitarinnar. ,,Það er valinn maður í hverju rúmi. Við sáum fljótlega að til að gefa þessum lögum þá reisn sem þau eiga skilið þyrftum við að setja saman stórhljómsveit. Auk grunnbands og bakradda er strengjasveit og blásarasveit. Alls erum við 19 manns sem flytjum tónlistina og það var alveg ólýsanlega gefandi ferli að sjá þetta fæðast." Hreimur Örn Heimisson er gestasöngvari og samþykkti einnig hiklaust að taka verkið að sér þótt að eigin sögn sé þetta ekki sú tegund tónlistar sem hann hefur helst verið að syngja. ,,Hann fer algjörlega á kostum og tekur lög eins og Raindrops keep falling on my head og Arthurs Theme auk dúetts og fleira sem við tökum saman. Einnig munu hljóma lög eins og Look of love, Close to you og I say a little prayer svo einhver séu nefnd. Það eiga allir allavega eitt uppáhaldslag eftir Burt; það er bara þannig,“ segir Kristín. ,,Stundum hefur tónlist Burts verið lýst sem ‘easy listening’. Sjálfur hefur hann lýst efasemdum um þann stimpil. Þessi tónlist er allt annað en auðveld hvorki fyrir söngvara né annað tónlistarfólk sem flytur hana. Hin nákvæma tilhögun laganna, taktbreytingar, setningaskipan, djassskotinn hljómagangur ásamt munnfylli af texta gera þessa tónlist töluverða áskorun fyrir flytjendur. Ég vil meina að þegar allt gengur upp þá hljómar það auðvelt. Í þessum lagasmíðum og textagerð gengur allt upp og í lögum hans er skýr boðskapur, fegurð og gleði en líka tregi,“ segir Kristín með áherslu. Jafnframt því að syngja og halda tónleika rekur Kristín einnig sína eigin tannlæknastofu í Kópavogi. ,,Ég er oft spurð að því hvernig það fari saman. Það fer reyndar alveg ágætlega saman þó á margan hátt séu þetta ólíkir heimar. Ég vil meina að við eigum ekki að skilgreina okkur of þröngt. Ég er söngkona og tannlæknir og ýmislegt fleira. Það að ég sinni einu starfi útilokar ekki annað. Svo framarlega sem maður fylgir hjartanu og ræktar hæfileika sína er maður á réttri leið. Góður maður sagði einu sinni; ‘Don’t die with your music still in you’. Það hugtak má skilja á ýmsan hátt en eitt er víst að það ætla ég svo sannarlega ekki að gera.“ Tónleikarnir eru sem fyrr segir í Salnum í Kópavogi föstudaginn 19. október og hefjast kl. 19.30. Miða má nálgast á Tix.is, Salurinn.is og í miðasölu Salarins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Ég hef gengið með þann draum í maganum í nokkur ár að halda tónleika með lögum Burts Bacharach. Þegar hann svo varð níræður á árinu fannst mér upplagt að heiðra hann og láta þann draum rætast í leiðinni,“ segir Kristín. ,,Píanóleikarinn minn, Hlynur Þór Agnarsson, tók vel í hugmyndina og samþykkti að taka að sér útsetningar og hljómsveitarstjórn. Það kom í ljós að hann hafði einnig gælt við sömu hugmynd í nokkur ár. Hlynur er fulltrúi ungu kynslóðarinnar í bandinu og það að hann hafi hiklaust samþykkt að taka þetta að sér sýnir að kynslóðabil þurrkast út þegar góð tónlist er annars vegar,“ segir Kristín enn fremur. Sama var uppi á teningnum með aðra meðlimi hljómsveitarinnar. ,,Það er valinn maður í hverju rúmi. Við sáum fljótlega að til að gefa þessum lögum þá reisn sem þau eiga skilið þyrftum við að setja saman stórhljómsveit. Auk grunnbands og bakradda er strengjasveit og blásarasveit. Alls erum við 19 manns sem flytjum tónlistina og það var alveg ólýsanlega gefandi ferli að sjá þetta fæðast." Hreimur Örn Heimisson er gestasöngvari og samþykkti einnig hiklaust að taka verkið að sér þótt að eigin sögn sé þetta ekki sú tegund tónlistar sem hann hefur helst verið að syngja. ,,Hann fer algjörlega á kostum og tekur lög eins og Raindrops keep falling on my head og Arthurs Theme auk dúetts og fleira sem við tökum saman. Einnig munu hljóma lög eins og Look of love, Close to you og I say a little prayer svo einhver séu nefnd. Það eiga allir allavega eitt uppáhaldslag eftir Burt; það er bara þannig,“ segir Kristín. ,,Stundum hefur tónlist Burts verið lýst sem ‘easy listening’. Sjálfur hefur hann lýst efasemdum um þann stimpil. Þessi tónlist er allt annað en auðveld hvorki fyrir söngvara né annað tónlistarfólk sem flytur hana. Hin nákvæma tilhögun laganna, taktbreytingar, setningaskipan, djassskotinn hljómagangur ásamt munnfylli af texta gera þessa tónlist töluverða áskorun fyrir flytjendur. Ég vil meina að þegar allt gengur upp þá hljómar það auðvelt. Í þessum lagasmíðum og textagerð gengur allt upp og í lögum hans er skýr boðskapur, fegurð og gleði en líka tregi,“ segir Kristín með áherslu. Jafnframt því að syngja og halda tónleika rekur Kristín einnig sína eigin tannlæknastofu í Kópavogi. ,,Ég er oft spurð að því hvernig það fari saman. Það fer reyndar alveg ágætlega saman þó á margan hátt séu þetta ólíkir heimar. Ég vil meina að við eigum ekki að skilgreina okkur of þröngt. Ég er söngkona og tannlæknir og ýmislegt fleira. Það að ég sinni einu starfi útilokar ekki annað. Svo framarlega sem maður fylgir hjartanu og ræktar hæfileika sína er maður á réttri leið. Góður maður sagði einu sinni; ‘Don’t die with your music still in you’. Það hugtak má skilja á ýmsan hátt en eitt er víst að það ætla ég svo sannarlega ekki að gera.“ Tónleikarnir eru sem fyrr segir í Salnum í Kópavogi föstudaginn 19. október og hefjast kl. 19.30. Miða má nálgast á Tix.is, Salurinn.is og í miðasölu Salarins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira