Hundruð milljóna kvenna eignast stærri fjölskyldur en þær hefðu kosið Heimsljós kynnir 18. október 2018 16:00 Frá Úganda. gunnisal Ákvörðunarrétturinn til þess að velja fjölda barna, hvenær þau fæðast og hversu langt líður á milli barneigna gæti styrkt efnahagslega og félagslega þróun í heiminum, segir í nýrri árlegri skýrslu Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Víðast hvar í heiminum er þróunin sú að börnum fækkar í fjölskyldum sem endurspeglar þann ákvörðunarrétt sem fólk hefur til að eiga fá börn eða mörg, allt eftir eigin vali. Þar sem fólk hefur ekki slíkt val geta börnin orðið of mörg eða of fá – og ekki í samræmi við óskir foreldranna, segir í skýrslunni „State of the World Population 2018“ sem var koma út. „Að hafa val getur breytt heiminum,“ segir Natalia Kanem framkvæmdastýra UNPFA í inngangi skýrslunnar. „Það gæti með undraskjótum hætti bætt velferð kvenna og stúlkna, umbreytt fjölskyldum og flýtt fyrir alþjóðlegri þróun,“ segir hún.Fram kemur í skýrslunni að þegar konur hafa ákvörðunarrétt og þar með tækifæri til þess að afstýra því að verða barnshafandi eða seinka barneignum, svo dæmi sé tekið, hafi þær jafnframt meiri stjórn á eigin heilsu og geti valið um að fara út á vinnumarkaðinn eða vera þar lengur og nýtt efnahagslega getu til fulls. Engin þjóð í heiminum býr við fullkomin kyn- og frjósemisréttindi, að mati skýrsluhöfunda. Meirihluti hjóna ræður því ekki hversu mörg börn þau eignast, ýmist vegna þess að þau skortir fjárhagslegan eða félagslegan stuðning eða þau geta ekki stjórnað frjóseminni. „Þar sem ekki er komið til móts við þarfir fyrir nútíma getnaðarvarnir eignast hundruð milljóna kvenna stærri fjölskyldur en þær hefðu kosið,“ segir í skýrslunni.Fæðingartíðni há meðal AfríkuþjóðaAf 43 heimshlutum þar sem konur eignast fjögur börn eða fleiri að meðaltali eru 38 í Afríku. Utan Afríku eiga konur aðeins í Afganistan, Írak, Palestína, Timor-Leste og Jemen fleiri en fjögur börn, allt ríki þar sem vopnuð átök hafa geisað á síðustu árum eða áratugum. Mikil frjósemi í Afríkuríkjum leiðir til þess að rúmlega helmingur fæddra barna fram til ársins 2050 fæðist í Afríku. Af 2,2 milljörðum barna sem fæðast fram að miðri öld fæðist 1,3 milljarður í Afríku. Hlutfall Afríkubúa í heiminum kemur til með að hækka á þessu tímabili úr 17% í 26%. Í skýrslu UNFPA er bent á að þessi háa fæðingartíðni þýði að enn fjölgi ungu fólki í Afríku sem muni gera yfirvöldum erfitt fyrir að tryggja aðgang að góðri menntun og lýðheilsu og jafnframt erfiðleika fyrir hagkerfin að skapa næg atvinnutækifæri fyrir ungt fólk. Í tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfslöndum Íslands, Malaví og Úganda, og í áherslulöndunum, Mósambík, Palestínu og Afganistan, hefur Ísland m.a. stutt valdeflandi verkefni á sviði mæðra- og ungbarnaheilsu, menntamála, vatns- og hreinlætismála og friðar- og öryggismála. Árið 2017 þrefaldaði Ísland framlög til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), í þágu kyn- og frjósemisréttinda og -heilbrigðis en meðal verkefna UNFPA er að tryggja réttindi mæðra og barna til heilsuverndar, tryggja ungbarnavernd, dreifingu getnaðarvarna og kynlífs- og fjölskyldufræðslu.UNFPA State of the World Population 2018Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent
Ákvörðunarrétturinn til þess að velja fjölda barna, hvenær þau fæðast og hversu langt líður á milli barneigna gæti styrkt efnahagslega og félagslega þróun í heiminum, segir í nýrri árlegri skýrslu Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Víðast hvar í heiminum er þróunin sú að börnum fækkar í fjölskyldum sem endurspeglar þann ákvörðunarrétt sem fólk hefur til að eiga fá börn eða mörg, allt eftir eigin vali. Þar sem fólk hefur ekki slíkt val geta börnin orðið of mörg eða of fá – og ekki í samræmi við óskir foreldranna, segir í skýrslunni „State of the World Population 2018“ sem var koma út. „Að hafa val getur breytt heiminum,“ segir Natalia Kanem framkvæmdastýra UNPFA í inngangi skýrslunnar. „Það gæti með undraskjótum hætti bætt velferð kvenna og stúlkna, umbreytt fjölskyldum og flýtt fyrir alþjóðlegri þróun,“ segir hún.Fram kemur í skýrslunni að þegar konur hafa ákvörðunarrétt og þar með tækifæri til þess að afstýra því að verða barnshafandi eða seinka barneignum, svo dæmi sé tekið, hafi þær jafnframt meiri stjórn á eigin heilsu og geti valið um að fara út á vinnumarkaðinn eða vera þar lengur og nýtt efnahagslega getu til fulls. Engin þjóð í heiminum býr við fullkomin kyn- og frjósemisréttindi, að mati skýrsluhöfunda. Meirihluti hjóna ræður því ekki hversu mörg börn þau eignast, ýmist vegna þess að þau skortir fjárhagslegan eða félagslegan stuðning eða þau geta ekki stjórnað frjóseminni. „Þar sem ekki er komið til móts við þarfir fyrir nútíma getnaðarvarnir eignast hundruð milljóna kvenna stærri fjölskyldur en þær hefðu kosið,“ segir í skýrslunni.Fæðingartíðni há meðal AfríkuþjóðaAf 43 heimshlutum þar sem konur eignast fjögur börn eða fleiri að meðaltali eru 38 í Afríku. Utan Afríku eiga konur aðeins í Afganistan, Írak, Palestína, Timor-Leste og Jemen fleiri en fjögur börn, allt ríki þar sem vopnuð átök hafa geisað á síðustu árum eða áratugum. Mikil frjósemi í Afríkuríkjum leiðir til þess að rúmlega helmingur fæddra barna fram til ársins 2050 fæðist í Afríku. Af 2,2 milljörðum barna sem fæðast fram að miðri öld fæðist 1,3 milljarður í Afríku. Hlutfall Afríkubúa í heiminum kemur til með að hækka á þessu tímabili úr 17% í 26%. Í skýrslu UNFPA er bent á að þessi háa fæðingartíðni þýði að enn fjölgi ungu fólki í Afríku sem muni gera yfirvöldum erfitt fyrir að tryggja aðgang að góðri menntun og lýðheilsu og jafnframt erfiðleika fyrir hagkerfin að skapa næg atvinnutækifæri fyrir ungt fólk. Í tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfslöndum Íslands, Malaví og Úganda, og í áherslulöndunum, Mósambík, Palestínu og Afganistan, hefur Ísland m.a. stutt valdeflandi verkefni á sviði mæðra- og ungbarnaheilsu, menntamála, vatns- og hreinlætismála og friðar- og öryggismála. Árið 2017 þrefaldaði Ísland framlög til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), í þágu kyn- og frjósemisréttinda og -heilbrigðis en meðal verkefna UNFPA er að tryggja réttindi mæðra og barna til heilsuverndar, tryggja ungbarnavernd, dreifingu getnaðarvarna og kynlífs- og fjölskyldufræðslu.UNFPA State of the World Population 2018Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent