Haukur hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2018 15:30 Verðlaunin nema 800 þúsund krónum. Reykjavíkurborg Haukur Ingvarsson hlaut í dag 18. október Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2018 fyrir ljóðahandritið Vistarverur. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, staðgengill borgarstjóra, veitti verðlaunin sem nema 800 þúsund krónum að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Haukur Ingvarsson er fæddur árið 1979. Hann lauk meistaraprófi í íslenskum bókmenntum árið 2005 og hefur síðan fengist við ritstörf og dagskrárgerð í útvarpi. Hann leggur nú stund á doktorsnám í íslenskum bókmenntum og skrifar um viðtökur Williams Faulkner á Íslandi. Fyrsta ljóðabók Hauks, Niðurfall og þættir af hinum dularfulla Manga, kom út 2005 og í kjölfarið komu fræðibókin Andlitsdrættir samtíðarinnar: Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness (2009) og skáldsagan Nóvember 1976 (2011). Alls bárust 60 óbirt ljóðahandrit undir dulnefni. Dómnefndina skipuðu Úlfhildur Dagsdóttir formaður, Þórarinn Eldjárn og Börkur Gunnarsson. Í niðurstöðu dómnefndar segir: „Í ljóðabók Hauks Ingólfssonar eru margar Vistarverur. Orðið sjálft, vistarvera, gefur til kynna tilfinningu fyrir stað og íbúa auk þess að vísa til tilvistarinnar sjálfrar og stöðu verunnar í henni. Allt þetta kemur saman í ljóðunum en þau einkennast af vangaveltum um tengsl hins efnilega og hins andlega, með áherslu á samfellu þessa. Þannig verða byggingar og skip framlenging af sjálfi ljóðmælanda, minningar og draumar taka á sig áþreifanlega mynd í hinum ýmsu vistarverum og veruleikinn sjálfur er jafnframt bundin upplifunum og tengslum við stað og stundir. Ljóðmælandi er á stundum líkt og einskonar draugur í eigin tilveru, hann veltir fyrir sér stöðu sinni í umhverfi sínu og sjálfsmynd og gluggar í stórar spurningar jafnt sem smáar. Tóntegundin einkennist af hógværð í bland við íhygli og kímni. Heildarmyndin er falleg, margræð og fjölkunnug.“ Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Hjörtur hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Hjörtur Marteinsson var afhent Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2014 fyrir ljóðahandritið Alzheimer-tilbrigðin í Höfða fyrr í dag. 2. október 2014 16:16 Ragnar Helgi hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin í Höfða í dag. 13. október 2015 19:45 Bjarki hlaut Bókmennaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Bjarki Karlsson hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2013 fyrir ljóðahandritið Árleysi Alda. 10. október 2013 16:58 Eyrún Ósk hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Eyrún Ósk Jónsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir árið 2016 fyrir ljóðahandritið Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti henni verðlaunin í dag sem nema 700 þúsund krónum. Fyrstu eintökin af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Bjarts. 6. október 2016 17:56 Jónas Reynir hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Jónas Reynir Gunnarsson var í dag verðlaunaður fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip. 11. október 2017 22:28 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Haukur Ingvarsson hlaut í dag 18. október Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2018 fyrir ljóðahandritið Vistarverur. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, staðgengill borgarstjóra, veitti verðlaunin sem nema 800 þúsund krónum að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Haukur Ingvarsson er fæddur árið 1979. Hann lauk meistaraprófi í íslenskum bókmenntum árið 2005 og hefur síðan fengist við ritstörf og dagskrárgerð í útvarpi. Hann leggur nú stund á doktorsnám í íslenskum bókmenntum og skrifar um viðtökur Williams Faulkner á Íslandi. Fyrsta ljóðabók Hauks, Niðurfall og þættir af hinum dularfulla Manga, kom út 2005 og í kjölfarið komu fræðibókin Andlitsdrættir samtíðarinnar: Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness (2009) og skáldsagan Nóvember 1976 (2011). Alls bárust 60 óbirt ljóðahandrit undir dulnefni. Dómnefndina skipuðu Úlfhildur Dagsdóttir formaður, Þórarinn Eldjárn og Börkur Gunnarsson. Í niðurstöðu dómnefndar segir: „Í ljóðabók Hauks Ingólfssonar eru margar Vistarverur. Orðið sjálft, vistarvera, gefur til kynna tilfinningu fyrir stað og íbúa auk þess að vísa til tilvistarinnar sjálfrar og stöðu verunnar í henni. Allt þetta kemur saman í ljóðunum en þau einkennast af vangaveltum um tengsl hins efnilega og hins andlega, með áherslu á samfellu þessa. Þannig verða byggingar og skip framlenging af sjálfi ljóðmælanda, minningar og draumar taka á sig áþreifanlega mynd í hinum ýmsu vistarverum og veruleikinn sjálfur er jafnframt bundin upplifunum og tengslum við stað og stundir. Ljóðmælandi er á stundum líkt og einskonar draugur í eigin tilveru, hann veltir fyrir sér stöðu sinni í umhverfi sínu og sjálfsmynd og gluggar í stórar spurningar jafnt sem smáar. Tóntegundin einkennist af hógværð í bland við íhygli og kímni. Heildarmyndin er falleg, margræð og fjölkunnug.“
Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Hjörtur hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Hjörtur Marteinsson var afhent Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2014 fyrir ljóðahandritið Alzheimer-tilbrigðin í Höfða fyrr í dag. 2. október 2014 16:16 Ragnar Helgi hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin í Höfða í dag. 13. október 2015 19:45 Bjarki hlaut Bókmennaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Bjarki Karlsson hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2013 fyrir ljóðahandritið Árleysi Alda. 10. október 2013 16:58 Eyrún Ósk hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Eyrún Ósk Jónsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir árið 2016 fyrir ljóðahandritið Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti henni verðlaunin í dag sem nema 700 þúsund krónum. Fyrstu eintökin af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Bjarts. 6. október 2016 17:56 Jónas Reynir hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Jónas Reynir Gunnarsson var í dag verðlaunaður fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip. 11. október 2017 22:28 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Hjörtur hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Hjörtur Marteinsson var afhent Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2014 fyrir ljóðahandritið Alzheimer-tilbrigðin í Höfða fyrr í dag. 2. október 2014 16:16
Ragnar Helgi hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin í Höfða í dag. 13. október 2015 19:45
Bjarki hlaut Bókmennaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Bjarki Karlsson hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2013 fyrir ljóðahandritið Árleysi Alda. 10. október 2013 16:58
Eyrún Ósk hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Eyrún Ósk Jónsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir árið 2016 fyrir ljóðahandritið Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti henni verðlaunin í dag sem nema 700 þúsund krónum. Fyrstu eintökin af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Bjarts. 6. október 2016 17:56
Jónas Reynir hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Jónas Reynir Gunnarsson var í dag verðlaunaður fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip. 11. október 2017 22:28