Verkalýðshreyfingin fagnar tekjuvefnum Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2018 12:03 Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi. Fréttablaðið/Eyþór Tekjur.is, hvar fletta má upp tekjum einstaklinga á Íslandi samkvæmt skattframtali sem tekur til ársins 2016 ætlar að reynast afar umdeildur. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Skaganum, er einn þeirra sem fagnar ákaft þessu framtaki: „Það er morgunljóst í mínum huga að það er gríðarlegur fengur í þeim upplýsingum sem koma fram í gögnum frá tekjur.is. En í þessum gögnum kemur fram sú misskipting og óréttlæti sem þrífst í íslensku samfélagi og því gríðarlega mikilvægt að þessum vef verði ekki lokað,“ segir Vilhjálmur í pistli sem hann birti á Facebook í morgun.Drífa Snædal segir að með leyndinni þrífist misréttið.Vísir/VilhelmÍ sama streng tekur Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. „Í leyndinni hvílir misréttið. Ég hef aldrei skilið af hverju tekjur eiga að vera leyndamál og fagna þessu frumkvæði. Þess má geta að frá því ég hóf störf hjá SGS hafa upplýsingar um tekjur þeirra sem eru þar á launaskrá verið birtar á heimasíðunni enda ekki launungarmál,“ segir Drífa á sinni Facebooksíðu. Meðal þeirra sem hafa mótmælt því að vefurinn sé opinn eru Björgvin Guðmundsson, almannatengill hjá KOM, fyrrverandi formaður Heimdallar, sem lagði inn formlega kvörtun til Persónuverndar þegar á föstudag. En ungir Sjálfstæðismenn hafa löngum barist gegn því að skattayfirvöld veiti opinberlega upplýsingar um tekjur einstaklinga. Þannig má segja að í þessu máli kristallist átök milli hægri vængs stjórnmálanna, frjálshyggjumanna og svo verkalýðsforystunnar. Kjaramál Tengdar fréttir Heimilt að birta skrána en óvíst með aðferðina Yfirlit yfir tekjur allra fullorðinna Íslendinga fyrir árið 2016 eru aðgengilegar á tekjur.is. Málið er til skoðunar bæði hjá Ríkisskattstjóra og Persónuvernd. Áður úrskurðað að óheimilt sé að miðla upplýsingum úr skattskrá gegn greiðslu. 13. október 2018 07:15 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Stjórnarformaðurinn sendir frá sér yfirlýsingu um Tekjur.is Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is. 12. október 2018 22:14 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Sjá meira
Tekjur.is, hvar fletta má upp tekjum einstaklinga á Íslandi samkvæmt skattframtali sem tekur til ársins 2016 ætlar að reynast afar umdeildur. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Skaganum, er einn þeirra sem fagnar ákaft þessu framtaki: „Það er morgunljóst í mínum huga að það er gríðarlegur fengur í þeim upplýsingum sem koma fram í gögnum frá tekjur.is. En í þessum gögnum kemur fram sú misskipting og óréttlæti sem þrífst í íslensku samfélagi og því gríðarlega mikilvægt að þessum vef verði ekki lokað,“ segir Vilhjálmur í pistli sem hann birti á Facebook í morgun.Drífa Snædal segir að með leyndinni þrífist misréttið.Vísir/VilhelmÍ sama streng tekur Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. „Í leyndinni hvílir misréttið. Ég hef aldrei skilið af hverju tekjur eiga að vera leyndamál og fagna þessu frumkvæði. Þess má geta að frá því ég hóf störf hjá SGS hafa upplýsingar um tekjur þeirra sem eru þar á launaskrá verið birtar á heimasíðunni enda ekki launungarmál,“ segir Drífa á sinni Facebooksíðu. Meðal þeirra sem hafa mótmælt því að vefurinn sé opinn eru Björgvin Guðmundsson, almannatengill hjá KOM, fyrrverandi formaður Heimdallar, sem lagði inn formlega kvörtun til Persónuverndar þegar á föstudag. En ungir Sjálfstæðismenn hafa löngum barist gegn því að skattayfirvöld veiti opinberlega upplýsingar um tekjur einstaklinga. Þannig má segja að í þessu máli kristallist átök milli hægri vængs stjórnmálanna, frjálshyggjumanna og svo verkalýðsforystunnar.
Kjaramál Tengdar fréttir Heimilt að birta skrána en óvíst með aðferðina Yfirlit yfir tekjur allra fullorðinna Íslendinga fyrir árið 2016 eru aðgengilegar á tekjur.is. Málið er til skoðunar bæði hjá Ríkisskattstjóra og Persónuvernd. Áður úrskurðað að óheimilt sé að miðla upplýsingum úr skattskrá gegn greiðslu. 13. október 2018 07:15 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Stjórnarformaðurinn sendir frá sér yfirlýsingu um Tekjur.is Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is. 12. október 2018 22:14 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Sjá meira
Heimilt að birta skrána en óvíst með aðferðina Yfirlit yfir tekjur allra fullorðinna Íslendinga fyrir árið 2016 eru aðgengilegar á tekjur.is. Málið er til skoðunar bæði hjá Ríkisskattstjóra og Persónuvernd. Áður úrskurðað að óheimilt sé að miðla upplýsingum úr skattskrá gegn greiðslu. 13. október 2018 07:15
Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41
Stjórnarformaðurinn sendir frá sér yfirlýsingu um Tekjur.is Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is. 12. október 2018 22:14