Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. október 2018 07:30 SGS leggur áherslu á hækkun lægstu launa og setur fram kröfur um aðgerðir stjórnvalda. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Kjarasamningar eru auðvitað á milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda en við höfum sagt að við séum reiðubúin til þess að liðka fyrir þeim. Þarna eru á ferðinni kröfur frá einu félagi og fleiri eiga eftir að koma með sínar kröfur þannig að heildarmyndin liggur ekki fyrir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um kröfugerð Starfsgreinasambandsins (SGS) gagnvart stjórnvöldum vegna komandi kjaraviðræðna. Katrín segir að margar af áherslunum sem fram komi hjá SGS rími við það sem stjórnvöld hafi verið að gera. „Þarna er töluverð áhersla lögð á skatt- og bótakerfið og þær áherslur ríma að einhverju leyti við aðgerðir okkar sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu. Þar er hægt að nefna hækkun barnabóta fyrir þá tekjulægstu og hækkun persónuafsláttar umfram neysluvísitölu.“ Þá hafi stjórnvöld boðað heildarendurskoðun á skatt- og bótakerfinu og samspili þeirra. „Svo leggur Starfsgreinasambandið áherslu á lagalegt umhverfi vinnumarkaðarins. Það er sömuleiðis eitthvað sem við höfum þegar gripið til aðgerða vegna. Félagsmálaráðherra hefur tekið þessi mál upp á sína arma og farið í samráð við aðila vinnumarkaðar um hvað þurfi að gera.“ Katrín segir að húsnæðismálin hafi verið lykilþáttur við gerð síðustu samninga og stjórnvöld séu áfram opin fyrir því samtali. „Ég get líka nefnt kostnaðarþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu. Það rímar við það sem við erum að gera og sést meðal annars í fjármálaáætlun.“ Eins og fram hefur komið eru helstu kröfur SGS gagnvart atvinnurekendum hækkun lægstu launa í 425 þúsund á mánuði við lok samningsins og að almennar hækkanir verði krónutöluhækkanir. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri kjötvinnslufyrirtækisins Norðlenska á Akureyri, segir ekki raunhæft að fyrirtæki geti staðið undir mikilli viðbótaraukningu á kaupmætti launafólks. Gerist það verði afleiðingarnar fyrir samfélagið ekki endilega góðar. Störf gæti tapast þar sem of dýrt verði að framleiða vörur hér. „Launakostnaður er mjög hár í okkar geira og launahlutfallið hjá fyrirtæki eins og okkar sem á í samkeppni við erlenda vöru hefur hækkað mjög mikið undanfarin ár. Nú er svo komið, og ég held það eigi við um mörg fyrirtæki, að samkeppnishæfnin hefur skerst mjög mikið og aukinn launakostnaður er stór þáttur í því sem hefur rýrt hana.“ Hann segist að sama skapi vilja launþegum allt það besta en hlutirnir þurfi að ganga upp. „Fólk á að geta lifað mannsæmandi lífi af laununum sínum. Kaupmáttaraukningin hefur verið mjög mikil en að svo stöddu er ekki hægt að ganga lengra.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Kjarasamningar eru auðvitað á milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda en við höfum sagt að við séum reiðubúin til þess að liðka fyrir þeim. Þarna eru á ferðinni kröfur frá einu félagi og fleiri eiga eftir að koma með sínar kröfur þannig að heildarmyndin liggur ekki fyrir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um kröfugerð Starfsgreinasambandsins (SGS) gagnvart stjórnvöldum vegna komandi kjaraviðræðna. Katrín segir að margar af áherslunum sem fram komi hjá SGS rími við það sem stjórnvöld hafi verið að gera. „Þarna er töluverð áhersla lögð á skatt- og bótakerfið og þær áherslur ríma að einhverju leyti við aðgerðir okkar sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu. Þar er hægt að nefna hækkun barnabóta fyrir þá tekjulægstu og hækkun persónuafsláttar umfram neysluvísitölu.“ Þá hafi stjórnvöld boðað heildarendurskoðun á skatt- og bótakerfinu og samspili þeirra. „Svo leggur Starfsgreinasambandið áherslu á lagalegt umhverfi vinnumarkaðarins. Það er sömuleiðis eitthvað sem við höfum þegar gripið til aðgerða vegna. Félagsmálaráðherra hefur tekið þessi mál upp á sína arma og farið í samráð við aðila vinnumarkaðar um hvað þurfi að gera.“ Katrín segir að húsnæðismálin hafi verið lykilþáttur við gerð síðustu samninga og stjórnvöld séu áfram opin fyrir því samtali. „Ég get líka nefnt kostnaðarþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu. Það rímar við það sem við erum að gera og sést meðal annars í fjármálaáætlun.“ Eins og fram hefur komið eru helstu kröfur SGS gagnvart atvinnurekendum hækkun lægstu launa í 425 þúsund á mánuði við lok samningsins og að almennar hækkanir verði krónutöluhækkanir. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri kjötvinnslufyrirtækisins Norðlenska á Akureyri, segir ekki raunhæft að fyrirtæki geti staðið undir mikilli viðbótaraukningu á kaupmætti launafólks. Gerist það verði afleiðingarnar fyrir samfélagið ekki endilega góðar. Störf gæti tapast þar sem of dýrt verði að framleiða vörur hér. „Launakostnaður er mjög hár í okkar geira og launahlutfallið hjá fyrirtæki eins og okkar sem á í samkeppni við erlenda vöru hefur hækkað mjög mikið undanfarin ár. Nú er svo komið, og ég held það eigi við um mörg fyrirtæki, að samkeppnishæfnin hefur skerst mjög mikið og aukinn launakostnaður er stór þáttur í því sem hefur rýrt hana.“ Hann segist að sama skapi vilja launþegum allt það besta en hlutirnir þurfi að ganga upp. „Fólk á að geta lifað mannsæmandi lífi af laununum sínum. Kaupmáttaraukningin hefur verið mjög mikil en að svo stöddu er ekki hægt að ganga lengra.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira