Forsætisráðherra segir stjórnvöld vilja greiða fyrir kjarasamningum Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2018 19:30 Forsætisráðherra segir stjórnvöld viljug til að greiða fyrir kjarasamningum með aðgerðum sem auki félagslegan stöðugleika. Nú þegar hafi verið gripið til margs konar úrræða í þeim efnum og önnur séu í farvatninu í tengslum við fjárlög næsta árs. Í kröfugerð nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sem kynntar voru á miðvikudag er margt sem snýr beint að stjórnvöldum, meðal annars varðandi skatta, húsnæðismál, almannatryggingar og bætur. Komandi kjarasamningar eru að sjálfsögðu á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar. Það fer hins vegar enginn í grafgötur með að erfitt verður að semja án aðkomu stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnir á að kröfur fleiri verkalýðsfélaga eigi eftir að koma fram. „Ég hef að sjálfsögðu kynnt mér þessa kröfugerð Starfsgreinasambandsins. Hluti hennar eins og þú segir réttilega snýr að stjórnvöldum og margt rímar í raun og veru við það sem stjórnvöld eru þegar að gera,“ segir Katrín. Til að mynda standi yfir endurskoðun á tekjuskattskerfinu. En Starfsgreinasambandið krefst þess meðal annaras að persónuafsláttur verði þrepaskiptur þannig að lægstu laun verði skattfrjáls. „Við sjáum fyrstu merki þeirra breytinga núna í kring um fjárlagafrumvarpið. Þar sem við erum auðvitað að leggja til stórauknar barnabætur handa tekjulægri barnafjölskyldum og hækkun persónuafsláttar umfram neysluvísitölu,“ segir forsætisráðherra. Þá séu kröfur um aukinn stuðning við húsnæðismál þeirra lægst launuðu í samræmi við nýlega skýrslu sem unnin var fyrir stjórnvöld. Lög um aðkomu ríkisins að uppbyggingu almennra íbúða óhagnaðardrifinna leigufélaga í samstarfi við verkalýðshreyfinguna séu nýbyrjuð að virka. „Þannig að ég vonast nú til að þessi umgjörð muni halda áfram að vaxa og dafna á okkar húsnæðismarkaði. Það er auðvitað frumskylda að sjá til þess að fólk hafi hér þak yfir höfuðið.“ Þá vinni ríkisstjórnin að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga. „Svo tala þau um umgjörð vinnumarkaðarins. Þá er ég að vísa til þess sem hefur verið sérstaklega í umræðunni. Starfsmannaleigur og lagaumgjörð þeirra, mansalsmál, félagsleg undirboð. Félagsmálaráðherra hefur sett af stað hóp sem er að fara yfir þessi mál í heildstætt,“ segir forsætisráðherra. Það sé hins vegar samtaka launafólks og atvinnulífsins að gera kjarasamninga. „En við höfum ítrekað líst fyrir vilja okkar til að greiða fyrir þeim með aðgerðum sem auka félagslegan stöðugleika. Höfum þegar gripið til ýmissa aðgerða. Þannig að ég vona auðvitað að það muni skila árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR bjartsýnn á víðtækt samflot Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær. 11. október 2018 18:30 Líkur á samfloti VR og SGS hafa aukist til mikilla muna Formaður VR er bjartsýnn á að samflot með SGS verði að veruleika í komandi kjaraviðræðum. Mun bjóða sig fram sem fyrsta varaforseta ASÍ. Formaður Eflingar er ánægð með kröftuga kröfugerð SGS. 12. október 2018 07:15 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Forsætisráðherra segir stjórnvöld viljug til að greiða fyrir kjarasamningum með aðgerðum sem auki félagslegan stöðugleika. Nú þegar hafi verið gripið til margs konar úrræða í þeim efnum og önnur séu í farvatninu í tengslum við fjárlög næsta árs. Í kröfugerð nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sem kynntar voru á miðvikudag er margt sem snýr beint að stjórnvöldum, meðal annars varðandi skatta, húsnæðismál, almannatryggingar og bætur. Komandi kjarasamningar eru að sjálfsögðu á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar. Það fer hins vegar enginn í grafgötur með að erfitt verður að semja án aðkomu stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnir á að kröfur fleiri verkalýðsfélaga eigi eftir að koma fram. „Ég hef að sjálfsögðu kynnt mér þessa kröfugerð Starfsgreinasambandsins. Hluti hennar eins og þú segir réttilega snýr að stjórnvöldum og margt rímar í raun og veru við það sem stjórnvöld eru þegar að gera,“ segir Katrín. Til að mynda standi yfir endurskoðun á tekjuskattskerfinu. En Starfsgreinasambandið krefst þess meðal annaras að persónuafsláttur verði þrepaskiptur þannig að lægstu laun verði skattfrjáls. „Við sjáum fyrstu merki þeirra breytinga núna í kring um fjárlagafrumvarpið. Þar sem við erum auðvitað að leggja til stórauknar barnabætur handa tekjulægri barnafjölskyldum og hækkun persónuafsláttar umfram neysluvísitölu,“ segir forsætisráðherra. Þá séu kröfur um aukinn stuðning við húsnæðismál þeirra lægst launuðu í samræmi við nýlega skýrslu sem unnin var fyrir stjórnvöld. Lög um aðkomu ríkisins að uppbyggingu almennra íbúða óhagnaðardrifinna leigufélaga í samstarfi við verkalýðshreyfinguna séu nýbyrjuð að virka. „Þannig að ég vonast nú til að þessi umgjörð muni halda áfram að vaxa og dafna á okkar húsnæðismarkaði. Það er auðvitað frumskylda að sjá til þess að fólk hafi hér þak yfir höfuðið.“ Þá vinni ríkisstjórnin að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga. „Svo tala þau um umgjörð vinnumarkaðarins. Þá er ég að vísa til þess sem hefur verið sérstaklega í umræðunni. Starfsmannaleigur og lagaumgjörð þeirra, mansalsmál, félagsleg undirboð. Félagsmálaráðherra hefur sett af stað hóp sem er að fara yfir þessi mál í heildstætt,“ segir forsætisráðherra. Það sé hins vegar samtaka launafólks og atvinnulífsins að gera kjarasamninga. „En við höfum ítrekað líst fyrir vilja okkar til að greiða fyrir þeim með aðgerðum sem auka félagslegan stöðugleika. Höfum þegar gripið til ýmissa aðgerða. Þannig að ég vona auðvitað að það muni skila árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR bjartsýnn á víðtækt samflot Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær. 11. október 2018 18:30 Líkur á samfloti VR og SGS hafa aukist til mikilla muna Formaður VR er bjartsýnn á að samflot með SGS verði að veruleika í komandi kjaraviðræðum. Mun bjóða sig fram sem fyrsta varaforseta ASÍ. Formaður Eflingar er ánægð með kröftuga kröfugerð SGS. 12. október 2018 07:15 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Formaður VR bjartsýnn á víðtækt samflot Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær. 11. október 2018 18:30
Líkur á samfloti VR og SGS hafa aukist til mikilla muna Formaður VR er bjartsýnn á að samflot með SGS verði að veruleika í komandi kjaraviðræðum. Mun bjóða sig fram sem fyrsta varaforseta ASÍ. Formaður Eflingar er ánægð með kröftuga kröfugerð SGS. 12. október 2018 07:15
Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15