Forsætisráðherra segir stjórnvöld vilja greiða fyrir kjarasamningum Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2018 19:30 Forsætisráðherra segir stjórnvöld viljug til að greiða fyrir kjarasamningum með aðgerðum sem auki félagslegan stöðugleika. Nú þegar hafi verið gripið til margs konar úrræða í þeim efnum og önnur séu í farvatninu í tengslum við fjárlög næsta árs. Í kröfugerð nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sem kynntar voru á miðvikudag er margt sem snýr beint að stjórnvöldum, meðal annars varðandi skatta, húsnæðismál, almannatryggingar og bætur. Komandi kjarasamningar eru að sjálfsögðu á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar. Það fer hins vegar enginn í grafgötur með að erfitt verður að semja án aðkomu stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnir á að kröfur fleiri verkalýðsfélaga eigi eftir að koma fram. „Ég hef að sjálfsögðu kynnt mér þessa kröfugerð Starfsgreinasambandsins. Hluti hennar eins og þú segir réttilega snýr að stjórnvöldum og margt rímar í raun og veru við það sem stjórnvöld eru þegar að gera,“ segir Katrín. Til að mynda standi yfir endurskoðun á tekjuskattskerfinu. En Starfsgreinasambandið krefst þess meðal annaras að persónuafsláttur verði þrepaskiptur þannig að lægstu laun verði skattfrjáls. „Við sjáum fyrstu merki þeirra breytinga núna í kring um fjárlagafrumvarpið. Þar sem við erum auðvitað að leggja til stórauknar barnabætur handa tekjulægri barnafjölskyldum og hækkun persónuafsláttar umfram neysluvísitölu,“ segir forsætisráðherra. Þá séu kröfur um aukinn stuðning við húsnæðismál þeirra lægst launuðu í samræmi við nýlega skýrslu sem unnin var fyrir stjórnvöld. Lög um aðkomu ríkisins að uppbyggingu almennra íbúða óhagnaðardrifinna leigufélaga í samstarfi við verkalýðshreyfinguna séu nýbyrjuð að virka. „Þannig að ég vonast nú til að þessi umgjörð muni halda áfram að vaxa og dafna á okkar húsnæðismarkaði. Það er auðvitað frumskylda að sjá til þess að fólk hafi hér þak yfir höfuðið.“ Þá vinni ríkisstjórnin að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga. „Svo tala þau um umgjörð vinnumarkaðarins. Þá er ég að vísa til þess sem hefur verið sérstaklega í umræðunni. Starfsmannaleigur og lagaumgjörð þeirra, mansalsmál, félagsleg undirboð. Félagsmálaráðherra hefur sett af stað hóp sem er að fara yfir þessi mál í heildstætt,“ segir forsætisráðherra. Það sé hins vegar samtaka launafólks og atvinnulífsins að gera kjarasamninga. „En við höfum ítrekað líst fyrir vilja okkar til að greiða fyrir þeim með aðgerðum sem auka félagslegan stöðugleika. Höfum þegar gripið til ýmissa aðgerða. Þannig að ég vona auðvitað að það muni skila árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR bjartsýnn á víðtækt samflot Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær. 11. október 2018 18:30 Líkur á samfloti VR og SGS hafa aukist til mikilla muna Formaður VR er bjartsýnn á að samflot með SGS verði að veruleika í komandi kjaraviðræðum. Mun bjóða sig fram sem fyrsta varaforseta ASÍ. Formaður Eflingar er ánægð með kröftuga kröfugerð SGS. 12. október 2018 07:15 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Forsætisráðherra segir stjórnvöld viljug til að greiða fyrir kjarasamningum með aðgerðum sem auki félagslegan stöðugleika. Nú þegar hafi verið gripið til margs konar úrræða í þeim efnum og önnur séu í farvatninu í tengslum við fjárlög næsta árs. Í kröfugerð nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sem kynntar voru á miðvikudag er margt sem snýr beint að stjórnvöldum, meðal annars varðandi skatta, húsnæðismál, almannatryggingar og bætur. Komandi kjarasamningar eru að sjálfsögðu á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar. Það fer hins vegar enginn í grafgötur með að erfitt verður að semja án aðkomu stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnir á að kröfur fleiri verkalýðsfélaga eigi eftir að koma fram. „Ég hef að sjálfsögðu kynnt mér þessa kröfugerð Starfsgreinasambandsins. Hluti hennar eins og þú segir réttilega snýr að stjórnvöldum og margt rímar í raun og veru við það sem stjórnvöld eru þegar að gera,“ segir Katrín. Til að mynda standi yfir endurskoðun á tekjuskattskerfinu. En Starfsgreinasambandið krefst þess meðal annaras að persónuafsláttur verði þrepaskiptur þannig að lægstu laun verði skattfrjáls. „Við sjáum fyrstu merki þeirra breytinga núna í kring um fjárlagafrumvarpið. Þar sem við erum auðvitað að leggja til stórauknar barnabætur handa tekjulægri barnafjölskyldum og hækkun persónuafsláttar umfram neysluvísitölu,“ segir forsætisráðherra. Þá séu kröfur um aukinn stuðning við húsnæðismál þeirra lægst launuðu í samræmi við nýlega skýrslu sem unnin var fyrir stjórnvöld. Lög um aðkomu ríkisins að uppbyggingu almennra íbúða óhagnaðardrifinna leigufélaga í samstarfi við verkalýðshreyfinguna séu nýbyrjuð að virka. „Þannig að ég vonast nú til að þessi umgjörð muni halda áfram að vaxa og dafna á okkar húsnæðismarkaði. Það er auðvitað frumskylda að sjá til þess að fólk hafi hér þak yfir höfuðið.“ Þá vinni ríkisstjórnin að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga. „Svo tala þau um umgjörð vinnumarkaðarins. Þá er ég að vísa til þess sem hefur verið sérstaklega í umræðunni. Starfsmannaleigur og lagaumgjörð þeirra, mansalsmál, félagsleg undirboð. Félagsmálaráðherra hefur sett af stað hóp sem er að fara yfir þessi mál í heildstætt,“ segir forsætisráðherra. Það sé hins vegar samtaka launafólks og atvinnulífsins að gera kjarasamninga. „En við höfum ítrekað líst fyrir vilja okkar til að greiða fyrir þeim með aðgerðum sem auka félagslegan stöðugleika. Höfum þegar gripið til ýmissa aðgerða. Þannig að ég vona auðvitað að það muni skila árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR bjartsýnn á víðtækt samflot Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær. 11. október 2018 18:30 Líkur á samfloti VR og SGS hafa aukist til mikilla muna Formaður VR er bjartsýnn á að samflot með SGS verði að veruleika í komandi kjaraviðræðum. Mun bjóða sig fram sem fyrsta varaforseta ASÍ. Formaður Eflingar er ánægð með kröftuga kröfugerð SGS. 12. október 2018 07:15 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Formaður VR bjartsýnn á víðtækt samflot Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær. 11. október 2018 18:30
Líkur á samfloti VR og SGS hafa aukist til mikilla muna Formaður VR er bjartsýnn á að samflot með SGS verði að veruleika í komandi kjaraviðræðum. Mun bjóða sig fram sem fyrsta varaforseta ASÍ. Formaður Eflingar er ánægð með kröftuga kröfugerð SGS. 12. október 2018 07:15
Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15