Fundu lyktina af strákunum í hellinum Stefán Árni Pálsson skrifar 12. október 2018 15:15 Hersir ræddi við Rick Stanton. vísir/vilhelm Það var lyktin sem fyrst gaf bresku köfurunum Rick Stanton og John Volanthen til kynna að leit þeirra í þröngum og dimmum helli, fullum af vatni, í Chiang Rai héraði Tælands hefði borið árangur. Heimsbyggðin öll fylgdist með þegar fréttir fóru að berast í síðari hluta júnímánaðar um að tólf ungra drengja í knattspyrnuliðinu Wild Boars væri saknað auk þjálfara liðsins. Við tóku gríðarlega umfangsmiklar aðgerðir sem sýnt var frá á sjónvarpsstöðvum og fréttasíðum um víða veröld.Ótrúlegt að finna þá alla á lífi Stanton og Volanthen voru í framlínunni í aðgerðunum, og það voru þeir sem birtust með vasaljós og súrefniskúta við sylluna 2. júlí, þar sem hópurinn hafði beðið milli vonar og ótta í rúma viku. „Við komum upp á yfirborðið í hluta hellisins sem var hálffullur af vatni. Við syntum inn göngin og fundum lyktina af strákunum. Við töluðum við þá, en höfðum ekki hugmynd um hvað við myndum finna og í hvaða ástandi fólk væri. Við vissum ekki hvort þeir hefðu allir lifað af og hvort þeir væru allir á sama staðnum, eða hefðu dreifst um hellinn. Svo komu þeir allir niður á sylluna, allir þrettán, það var alveg ótrúlegt,“ segir Stanton, sem staddur er hér á landi í tengslum við Björgun18 – alþjóðlega ráðstefnu í Hörpu á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Myndi fara aftur á morgun Stanton kveðst aldrei hafa verið í vafa um að svara kallinu þegar haft var samband við þá í júní og þeir beðnir um að koma til aðstoðar. Þeir félagar voru raunar þegar byrjaðir að undirbúa för sína, enda heyrt af málinu í fjölmiðlum.Myndirðu fara aftur ef hringt yrði í þig vegna sambærilegrar aðgerðar á morgun?„Ég myndi flytja ávarpið á ráðstefnunni fyrst og leggja svo í hann. Ekki spurning“, segir Stanton.Rætt verður við Stanton í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar segir hann m.a. frá aðgerðinni, tilfinningunni þegar þeir sáu drengina fyrst og hvernig líf þessara tveggja áhugakafara hefur breyst við þá gríðarlegu athygli sem þeir fengu eftir afrekið. Þannig flýgur Stanton nú um heiminn og heldur fyrirlestra, auk þess sem kvikmyndaframleiðendur hafa sýnt málinu mikinn áhuga – svo dæmi séu nefnd. Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
Það var lyktin sem fyrst gaf bresku köfurunum Rick Stanton og John Volanthen til kynna að leit þeirra í þröngum og dimmum helli, fullum af vatni, í Chiang Rai héraði Tælands hefði borið árangur. Heimsbyggðin öll fylgdist með þegar fréttir fóru að berast í síðari hluta júnímánaðar um að tólf ungra drengja í knattspyrnuliðinu Wild Boars væri saknað auk þjálfara liðsins. Við tóku gríðarlega umfangsmiklar aðgerðir sem sýnt var frá á sjónvarpsstöðvum og fréttasíðum um víða veröld.Ótrúlegt að finna þá alla á lífi Stanton og Volanthen voru í framlínunni í aðgerðunum, og það voru þeir sem birtust með vasaljós og súrefniskúta við sylluna 2. júlí, þar sem hópurinn hafði beðið milli vonar og ótta í rúma viku. „Við komum upp á yfirborðið í hluta hellisins sem var hálffullur af vatni. Við syntum inn göngin og fundum lyktina af strákunum. Við töluðum við þá, en höfðum ekki hugmynd um hvað við myndum finna og í hvaða ástandi fólk væri. Við vissum ekki hvort þeir hefðu allir lifað af og hvort þeir væru allir á sama staðnum, eða hefðu dreifst um hellinn. Svo komu þeir allir niður á sylluna, allir þrettán, það var alveg ótrúlegt,“ segir Stanton, sem staddur er hér á landi í tengslum við Björgun18 – alþjóðlega ráðstefnu í Hörpu á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Myndi fara aftur á morgun Stanton kveðst aldrei hafa verið í vafa um að svara kallinu þegar haft var samband við þá í júní og þeir beðnir um að koma til aðstoðar. Þeir félagar voru raunar þegar byrjaðir að undirbúa för sína, enda heyrt af málinu í fjölmiðlum.Myndirðu fara aftur ef hringt yrði í þig vegna sambærilegrar aðgerðar á morgun?„Ég myndi flytja ávarpið á ráðstefnunni fyrst og leggja svo í hann. Ekki spurning“, segir Stanton.Rætt verður við Stanton í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar segir hann m.a. frá aðgerðinni, tilfinningunni þegar þeir sáu drengina fyrst og hvernig líf þessara tveggja áhugakafara hefur breyst við þá gríðarlegu athygli sem þeir fengu eftir afrekið. Þannig flýgur Stanton nú um heiminn og heldur fyrirlestra, auk þess sem kvikmyndaframleiðendur hafa sýnt málinu mikinn áhuga – svo dæmi séu nefnd.
Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira