Framkvæmdastjóri SA kallar eftir skynsemi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. október 2018 11:39 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kröfugerð Starfsgreinasambandsins var kynnt í gær og er ljóst að launakrafan er langt fyrir ofan það sem Samtök atvinnulífsins hafa talað um. Krafist er að lágmarkslaun og þar með lægsti taxti verði 425 þúsund krónur í lok samningstímans sem verði þrjú ár. Þá verði um krónutöluhækkanir að ræða með tryggingum fyrir því að það skili sér ekki í enn meiri prósentuhækkunum þeirra hæst launuðu.Sjá einnig: Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuðiHalldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir krónutöluhækkanir á undanförnum árum hafa því miður leitt til launaskriðs upp allan launastigann. Einnig að kröfugerðin verði að vera innan þess rýmis sem er í rekstri fyrirtækjanna hverju sinni.Formenn 19 félaga Starfsgreinasambandsins funduðu í gær og kynntu kröfugerð síðdegisVísir/Sigurjón„Kröfugerð sem þessi verður að taka mið af efnahagslegum raunveruleika, sem er efnislega þessi að við höfum hækkað laun um 30% að meðaltali á síðustu þremur og hálfu ári. Við höfum hækkað lágmarkslaun um 40% og okkur hefur tekist að tryggja að kaupmáttur launa hefur vaxið um 25,“ segir Halldór Benjamín. Starfsgreinasambandið segir félagsmenn einnig leggja ríka áherslu á að stytta vinnuvikuna og er krafan að hún fari niður í 32 stundir. „Á sama tíma á að hækka laun verulega. Ég held við ættum að vera aðeins skynsamari í okkar nálgun. Það er mín afstaða á þessari stundu,“ segir Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Kröfugerð Starfsgreinasambandsins var kynnt í gær og er ljóst að launakrafan er langt fyrir ofan það sem Samtök atvinnulífsins hafa talað um. Krafist er að lágmarkslaun og þar með lægsti taxti verði 425 þúsund krónur í lok samningstímans sem verði þrjú ár. Þá verði um krónutöluhækkanir að ræða með tryggingum fyrir því að það skili sér ekki í enn meiri prósentuhækkunum þeirra hæst launuðu.Sjá einnig: Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuðiHalldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir krónutöluhækkanir á undanförnum árum hafa því miður leitt til launaskriðs upp allan launastigann. Einnig að kröfugerðin verði að vera innan þess rýmis sem er í rekstri fyrirtækjanna hverju sinni.Formenn 19 félaga Starfsgreinasambandsins funduðu í gær og kynntu kröfugerð síðdegisVísir/Sigurjón„Kröfugerð sem þessi verður að taka mið af efnahagslegum raunveruleika, sem er efnislega þessi að við höfum hækkað laun um 30% að meðaltali á síðustu þremur og hálfu ári. Við höfum hækkað lágmarkslaun um 40% og okkur hefur tekist að tryggja að kaupmáttur launa hefur vaxið um 25,“ segir Halldór Benjamín. Starfsgreinasambandið segir félagsmenn einnig leggja ríka áherslu á að stytta vinnuvikuna og er krafan að hún fari niður í 32 stundir. „Á sama tíma á að hækka laun verulega. Ég held við ættum að vera aðeins skynsamari í okkar nálgun. Það er mín afstaða á þessari stundu,“ segir Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15