Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Heimir Már Pétursson skrifar 10. október 2018 19:15 Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækk Formenn nítján félaga innan Starfsgreinasambandsins komu saman til fundar í dag til að leggja lokahönd á kröfugerð sambandsins fyrir komandi samninga í stað þeirra sem renna út um áramótin. Fundurinn var nýbyrjaður þegar eldvarnarkerfi húss Alþýðusambandsins og Eflingar fór í gang og öllum var gert að yfirgefa húsið. Hvort það sé til marks um hitann í komandi kjaraviðræðum skal hins vegar ósagt látið, en ljóst er að launakrafan er langt fyrir ofan það sem Samtök atvinnulífsins hafa talað um. Krafist er að lágmarkslaun og þar með lægsti taxti verði 425 þúsund krónur í lok samningstímans sem verði þrjú ár. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins telur félögin ekki spenna bogann of hátt. „Og við erum líka að tala um að ef stjórnvöld koma myndarlega á móti okkur geti þessi tala breyst. Ég tel að við séum ekki að spenna bogann of hátt. Við teljum raunhæft að ná þessu á þriggja ára tímabili,“ segir Björn. Þá verði um krónutöluhækkanir að ræða með tryggingum fyrir því að það skili sér ekki í enn meiri prósentuhækkunum þeirra hæst launuðu án bóta. Sérstök ungmennalaun fyrir 18 ára og eldri afnumin og miðað við grunnlaun þess í stað.Fundargestir þurftu að gjöra svo vel að drífa sig út af fundi þegar brunabjalla hringdi.Vísir/SigurjónÞið viljið einnig gera breytingar á vinnuvikunni. Telur þú líklegt að þær kröfur nái í gegn?„Það er mikil krafa hjá okkar félagsmönnum að stytta vinnuvikuna. Okkar krafa er að hún fari á samningstímanum í 32 tíma,“ segir Björn. Og þá án þess að laun lækki.Þá verði vinnuskylda í vaktavinnu 80 prósent af dagvinnutíma og fyrir það greidd full laun. Orlofsdögum verði fjölgað úr 24 í 25, orlofs- og desemberuppbætur verði hækkaðar, bætt inn tveimur vetrarfrídögum og 1. maí skilgreindur sem stórhátíðardagur. En félögin gera líka miklar kröfur á ríkisvaldið. Persónuafsláttur verði tvöfaldaður á lægstu laun og hann verði þrepaskiptur.„Þannig að það geti þýtt að þeir sem eru með hærri laun fái kannski minni eða engan persónuafslátt. Við viljum líka hækka hátekjuskatt, fjármagnstekjuskatt og ýmislegt annað til að borga þetta. Þannig að við erum líka með lausnir á því hvernig við viljum fjármagna það sem við erum að fara fram á,“ segir Björn.Þá verði gerðar breytingar á vaxta- og barnabótakerfinu.Kröfugerð Starfsgreinasambandsins má nálgasthéroghér. Kjaramál Tengdar fréttir Ný breiðfylking að myndast innan verkalýðshreyfingarinnar Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. 5. október 2018 20:00 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækk Formenn nítján félaga innan Starfsgreinasambandsins komu saman til fundar í dag til að leggja lokahönd á kröfugerð sambandsins fyrir komandi samninga í stað þeirra sem renna út um áramótin. Fundurinn var nýbyrjaður þegar eldvarnarkerfi húss Alþýðusambandsins og Eflingar fór í gang og öllum var gert að yfirgefa húsið. Hvort það sé til marks um hitann í komandi kjaraviðræðum skal hins vegar ósagt látið, en ljóst er að launakrafan er langt fyrir ofan það sem Samtök atvinnulífsins hafa talað um. Krafist er að lágmarkslaun og þar með lægsti taxti verði 425 þúsund krónur í lok samningstímans sem verði þrjú ár. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins telur félögin ekki spenna bogann of hátt. „Og við erum líka að tala um að ef stjórnvöld koma myndarlega á móti okkur geti þessi tala breyst. Ég tel að við séum ekki að spenna bogann of hátt. Við teljum raunhæft að ná þessu á þriggja ára tímabili,“ segir Björn. Þá verði um krónutöluhækkanir að ræða með tryggingum fyrir því að það skili sér ekki í enn meiri prósentuhækkunum þeirra hæst launuðu án bóta. Sérstök ungmennalaun fyrir 18 ára og eldri afnumin og miðað við grunnlaun þess í stað.Fundargestir þurftu að gjöra svo vel að drífa sig út af fundi þegar brunabjalla hringdi.Vísir/SigurjónÞið viljið einnig gera breytingar á vinnuvikunni. Telur þú líklegt að þær kröfur nái í gegn?„Það er mikil krafa hjá okkar félagsmönnum að stytta vinnuvikuna. Okkar krafa er að hún fari á samningstímanum í 32 tíma,“ segir Björn. Og þá án þess að laun lækki.Þá verði vinnuskylda í vaktavinnu 80 prósent af dagvinnutíma og fyrir það greidd full laun. Orlofsdögum verði fjölgað úr 24 í 25, orlofs- og desemberuppbætur verði hækkaðar, bætt inn tveimur vetrarfrídögum og 1. maí skilgreindur sem stórhátíðardagur. En félögin gera líka miklar kröfur á ríkisvaldið. Persónuafsláttur verði tvöfaldaður á lægstu laun og hann verði þrepaskiptur.„Þannig að það geti þýtt að þeir sem eru með hærri laun fái kannski minni eða engan persónuafslátt. Við viljum líka hækka hátekjuskatt, fjármagnstekjuskatt og ýmislegt annað til að borga þetta. Þannig að við erum líka með lausnir á því hvernig við viljum fjármagna það sem við erum að fara fram á,“ segir Björn.Þá verði gerðar breytingar á vaxta- og barnabótakerfinu.Kröfugerð Starfsgreinasambandsins má nálgasthéroghér.
Kjaramál Tengdar fréttir Ný breiðfylking að myndast innan verkalýðshreyfingarinnar Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. 5. október 2018 20:00 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Ný breiðfylking að myndast innan verkalýðshreyfingarinnar Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. 5. október 2018 20:00