Vaðlaheiðargöngin ekki opnuð 1. desember eins og stefnt var að Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2018 13:15 Frá gerð Vaðlaheiðarganga. Fréttablaðið/Auðunn Ekki mun takast að opna Vaðlaheiðargöngin fyrir umferð þann 1. desember eins og vonir stóðu til. „Það er mjög óraunhæft að það náist,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðagarganga í samtali við Vísi um hvort verklok náist 1. desember. Hann vill ekki segja til um það hvenær göngin verði opnuð en vonar þó að það verði fljótlega. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár, samkvæmt áætlunum átti að taka göngin í notkun á seinni hluta ársins 2016. Í september var hins vegar tilkynnt að ef allt myndi ganga að óskum yrðu göngin afhent 30. nóvember og tekin í notkun degi síðar, á fullveldisdaginn 1. desember. Undanfarna daga hefur verið unnið að því að malbika göngin sjálf og inn í göngin á eftir að leggja um 3,5 kílómetra af yfirlagi. „Eins og staðan er núna þá er malbiksáætlunin um tuttugu daga á eftir áætlun,“ segir Valgeir en klára þarf malbiksvinnunna svo hægt sé að ljúka við að setja upp ljós, rafmagnskapla og annan frágang í göngunum. Þá á einnig eftir að ljúka frágangi á vegtengingum við þjóðveg 1 í Fnjóskadal og í Vaðlaheiði en þar hefur veðrið sett strik í reikninginn. Fnjóskadalsmegin á til dæmis eftir að leggja slitlag á veginn en það hefur beðið í nokkrar vikur þar sem of kalt hefur verið til þess að leggja slitlagið. „Það mátti svo sem alveg búast við þessu þegar maður kominn fram í desember,“ segir Valgeir en unnið er allan sólarhringinn að því að klára allt sem þarf að klára. Þá segir Valgeir að malbiksvinnu muni ljúka fljótlega og þegar henni sé lokið er ekki útilokað að vinna við frágang muni ganga hratt fyrir sig. Samgöngur Tengdar fréttir Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Ekki mun takast að opna Vaðlaheiðargöngin fyrir umferð þann 1. desember eins og vonir stóðu til. „Það er mjög óraunhæft að það náist,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðagarganga í samtali við Vísi um hvort verklok náist 1. desember. Hann vill ekki segja til um það hvenær göngin verði opnuð en vonar þó að það verði fljótlega. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár, samkvæmt áætlunum átti að taka göngin í notkun á seinni hluta ársins 2016. Í september var hins vegar tilkynnt að ef allt myndi ganga að óskum yrðu göngin afhent 30. nóvember og tekin í notkun degi síðar, á fullveldisdaginn 1. desember. Undanfarna daga hefur verið unnið að því að malbika göngin sjálf og inn í göngin á eftir að leggja um 3,5 kílómetra af yfirlagi. „Eins og staðan er núna þá er malbiksáætlunin um tuttugu daga á eftir áætlun,“ segir Valgeir en klára þarf malbiksvinnunna svo hægt sé að ljúka við að setja upp ljós, rafmagnskapla og annan frágang í göngunum. Þá á einnig eftir að ljúka frágangi á vegtengingum við þjóðveg 1 í Fnjóskadal og í Vaðlaheiði en þar hefur veðrið sett strik í reikninginn. Fnjóskadalsmegin á til dæmis eftir að leggja slitlag á veginn en það hefur beðið í nokkrar vikur þar sem of kalt hefur verið til þess að leggja slitlagið. „Það mátti svo sem alveg búast við þessu þegar maður kominn fram í desember,“ segir Valgeir en unnið er allan sólarhringinn að því að klára allt sem þarf að klára. Þá segir Valgeir að malbiksvinnu muni ljúka fljótlega og þegar henni sé lokið er ekki útilokað að vinna við frágang muni ganga hratt fyrir sig.
Samgöngur Tengdar fréttir Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33
Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15
Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00