Ásmundur horfir til Finnlands í húsnæðismálum Kristín Ólafsdóttir og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 28. október 2018 14:03 Ásmundur Einar Daðason. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra boðar stóraukið átak í húsnæðismálum til að koma til móts við verkalýðshreyfingarinnar vegna komandi kjarasamninga. Koma á samvinnu milli ríkis og sveitarfélaga til að fjölga íbúðum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, var gestur Sprengisands í morgun. Hann sagði þar að vinna sé hafin við að koma af stað þjóðarátaki í húsnæðismálum. Hann hefur fundað með nokkrum sveitarfélögum og óskað eftir samstarfi. „Það þarf miklu meira framboð af lóðum. Ekki bara hér í Reykjavík heldur á stórhöfuðborgarsvæðinu, og þá tala ég um einhvern 70 til 80 kílómetra radíus við Reykjavík. Þetta er allt orðið eitt atvinnusvæði og þarna erum við byrjuð að hefja samtal við sveitarfélögin á þessu svæði, um að menn geti náð saman um það, að gera einhvers konar samning um að við tryggjum ákveðið lóðaframboð með ákveðnum skilyrðum og ríkisvaldið komi að því, þannig að á næstu árum takist okkur að stuðla að nægu framboði.“ Í Finnlandi var þjóðarátaki komið af stað í þessum málum og hefur Ásmundur viljað fara svipaðar leiðir. „Ég var úti í Finnlandi m.a. til að kynna mér það hvernig þeim hefur tekist að halda niðri fasteignaverði. Þeir gerðu það með því að ríkisvaldið hafði frumkvæði að því að kalla til sín öll sveitarfélög og alla helstu hagsmunaaðila, leigufélög og svo framvegis. Það var gerður samningur á milli allra sveitarfélaga á stór-Helsinkisvæðinu við ríkisvaldið.“ Í kjölfar fundarins hóf Ásmundur samstarf við Finna. Hann segir nauðsynlegt að ná sáttum í þessum málum því algengt sé að ríki og sveitarfélög bendi hvort á annað varðandi ábyrgðina. „Næstu tíu, fimmtán árin þarf að byggja jafnmikið og er byggt á þessu ári, 2000-2500 nýjar íbúðir. Við erum ekki að tryggja nægilegar lóðir sem samfélag, og þá er ég að tala um allt stór-Reykjavíkursvæðið til þess að geta gert slíkt. Þannig að hugsun mín er sú að kalla alla þarna að borðinu. Nú hef ég ábyrgð á málaflokknum húsnæðismál, og við erum að styrkja inni í ráðuneytinu, en lóðirnar eru hjá sveitarfélögunum, og það er lykilatriði ef við getum kallað alla þessa aðila að borðinu og sagt: Heyrðu, eru menn ekki tilbúnir í þennan leiðangur.“ Húsnæðismál Stj.mál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Félagsmálaráðherra boðar stóraukið átak í húsnæðismálum til að koma til móts við verkalýðshreyfingarinnar vegna komandi kjarasamninga. Koma á samvinnu milli ríkis og sveitarfélaga til að fjölga íbúðum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, var gestur Sprengisands í morgun. Hann sagði þar að vinna sé hafin við að koma af stað þjóðarátaki í húsnæðismálum. Hann hefur fundað með nokkrum sveitarfélögum og óskað eftir samstarfi. „Það þarf miklu meira framboð af lóðum. Ekki bara hér í Reykjavík heldur á stórhöfuðborgarsvæðinu, og þá tala ég um einhvern 70 til 80 kílómetra radíus við Reykjavík. Þetta er allt orðið eitt atvinnusvæði og þarna erum við byrjuð að hefja samtal við sveitarfélögin á þessu svæði, um að menn geti náð saman um það, að gera einhvers konar samning um að við tryggjum ákveðið lóðaframboð með ákveðnum skilyrðum og ríkisvaldið komi að því, þannig að á næstu árum takist okkur að stuðla að nægu framboði.“ Í Finnlandi var þjóðarátaki komið af stað í þessum málum og hefur Ásmundur viljað fara svipaðar leiðir. „Ég var úti í Finnlandi m.a. til að kynna mér það hvernig þeim hefur tekist að halda niðri fasteignaverði. Þeir gerðu það með því að ríkisvaldið hafði frumkvæði að því að kalla til sín öll sveitarfélög og alla helstu hagsmunaaðila, leigufélög og svo framvegis. Það var gerður samningur á milli allra sveitarfélaga á stór-Helsinkisvæðinu við ríkisvaldið.“ Í kjölfar fundarins hóf Ásmundur samstarf við Finna. Hann segir nauðsynlegt að ná sáttum í þessum málum því algengt sé að ríki og sveitarfélög bendi hvort á annað varðandi ábyrgðina. „Næstu tíu, fimmtán árin þarf að byggja jafnmikið og er byggt á þessu ári, 2000-2500 nýjar íbúðir. Við erum ekki að tryggja nægilegar lóðir sem samfélag, og þá er ég að tala um allt stór-Reykjavíkursvæðið til þess að geta gert slíkt. Þannig að hugsun mín er sú að kalla alla þarna að borðinu. Nú hef ég ábyrgð á málaflokknum húsnæðismál, og við erum að styrkja inni í ráðuneytinu, en lóðirnar eru hjá sveitarfélögunum, og það er lykilatriði ef við getum kallað alla þessa aðila að borðinu og sagt: Heyrðu, eru menn ekki tilbúnir í þennan leiðangur.“
Húsnæðismál Stj.mál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira