Litla hafpulsan í tjörninni vekur athygli Andri Eysteinsson skrifar 27. október 2018 16:38 Hér sést Litla Hafpulsan á Reykjavíkurtjörn. Vísir/Andri Magnús Eysteinsson Listakonan Steinunn Gunnlaugsdóttir afhjúpaði í gær verk sitt, Litlu hafpulsuna, sem er framlag Steinunnar til Cycle listahátíðarinnar sem fer fram að mestu í Kópavogi. Litla hafpulsan er staðsett í Tjörninni og hefur vakið athygli miðbæjargesta í dag. Borið hefur á því á samfélagsmiðlum að fólk velti því fyrir sér hvað sé þarna komið í tjörnina. Á vef Listahátíðarinnar segir að verkið sé Framlag Steinunnar til 100 ára fullveldisafmælis Íslendinga.Pulsan hefur verið viðfangsefni Steinunnar í þónokkrum verkum hennar en árið 2009 sýndi hún myndbandsverkið Lýðræðið er Pulsa. Í samtali við blaðamann Vísis sagði Steinunn að Pulsan, þjóðarréttur Íslendinga, sé myndlíking hennar við lýðræðið. Steinunn hugðist sýna verkið ásamt innsetningum eða öðrum listformum við hverjar alþingiskosningar. Kosningarnar segir hún samsvara því þegar álegg eru valin á pulsu. Sinnep, remúlaði eða tómatsósa, allt sé þetta svipað og „cheap“.Situr eins og litla danska hafmeyjan á brauðbollu Steinunn segir litlu hafpulsuna hafa komið til hennar sem teikning. „Mér fannst þetta vera fullveldið, sæti eins og litla danska hafmeyjan á svona lítilli brauðbollu og yrði að vera í tjörninni í Reykjavík“ sagði Steinunn og sagði Litlu hafpulsuna vísa í dönsku hafmeyjuna. Sem væri agnarsmá en vekur mikla athygli.Einnig sagði Steinunn aðra túlkunarmöguleika í Hafpulsunni. Kynusli er einn þeirra, reðurtáknið, pulsan sé þarna stert í kvenlegu hafmeyjustellingunni, enda séu hafmeyjur yfirleitt konur í sögum og skáldaminnum.Vonast eftir því að stytta verði í tjörninni það sem eftir er Steinunn segist vonast eftir því að skúlptúrinn verði steyptur í brons og fái að vera í tjörninni það sem eftir er. Reykjavíkurborg hefur þó eingöngu gefið leyfi til að styttan standi í einn til tvo mánuði. Steinunn segir þó erfitt að segja til um það hversu lengi verkið fái að standa enda sé það í almenningsrými og aldrei að vita hvað gerist, hvort sem það sé af mannavöldum eða vegna veðurs. Spurð um athyglina sem Litla Hafpulsan hefur fengið segir Steinunn ekki hafa áttað sig á því hversu áberandi verkið væri fyrr en hulunni var svipt af því í gærkvöldi. Enn fremur sé listin óútreiknanleg að því leyti að það sé aldrei hægt að vita hvort list veki athygli eður ei.Hluti listahátíðarinnar Cycle Eins og áður sagði er Litla Hafpulsan framlag Steinunnar til listahátíðarinnar Cycle ásamt minjagripum sem hún hefur gert, litlar keramikstyttur í líkingu hafpulsunnar og plaggöt. Steinunn segir minjagripina gera pulsuna líkari Litlu hafmeyjunni enda víða hægt að finna styttur myndir og plaggöt með ásjónu hennar. Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir „Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Sjá meira
Listakonan Steinunn Gunnlaugsdóttir afhjúpaði í gær verk sitt, Litlu hafpulsuna, sem er framlag Steinunnar til Cycle listahátíðarinnar sem fer fram að mestu í Kópavogi. Litla hafpulsan er staðsett í Tjörninni og hefur vakið athygli miðbæjargesta í dag. Borið hefur á því á samfélagsmiðlum að fólk velti því fyrir sér hvað sé þarna komið í tjörnina. Á vef Listahátíðarinnar segir að verkið sé Framlag Steinunnar til 100 ára fullveldisafmælis Íslendinga.Pulsan hefur verið viðfangsefni Steinunnar í þónokkrum verkum hennar en árið 2009 sýndi hún myndbandsverkið Lýðræðið er Pulsa. Í samtali við blaðamann Vísis sagði Steinunn að Pulsan, þjóðarréttur Íslendinga, sé myndlíking hennar við lýðræðið. Steinunn hugðist sýna verkið ásamt innsetningum eða öðrum listformum við hverjar alþingiskosningar. Kosningarnar segir hún samsvara því þegar álegg eru valin á pulsu. Sinnep, remúlaði eða tómatsósa, allt sé þetta svipað og „cheap“.Situr eins og litla danska hafmeyjan á brauðbollu Steinunn segir litlu hafpulsuna hafa komið til hennar sem teikning. „Mér fannst þetta vera fullveldið, sæti eins og litla danska hafmeyjan á svona lítilli brauðbollu og yrði að vera í tjörninni í Reykjavík“ sagði Steinunn og sagði Litlu hafpulsuna vísa í dönsku hafmeyjuna. Sem væri agnarsmá en vekur mikla athygli.Einnig sagði Steinunn aðra túlkunarmöguleika í Hafpulsunni. Kynusli er einn þeirra, reðurtáknið, pulsan sé þarna stert í kvenlegu hafmeyjustellingunni, enda séu hafmeyjur yfirleitt konur í sögum og skáldaminnum.Vonast eftir því að stytta verði í tjörninni það sem eftir er Steinunn segist vonast eftir því að skúlptúrinn verði steyptur í brons og fái að vera í tjörninni það sem eftir er. Reykjavíkurborg hefur þó eingöngu gefið leyfi til að styttan standi í einn til tvo mánuði. Steinunn segir þó erfitt að segja til um það hversu lengi verkið fái að standa enda sé það í almenningsrými og aldrei að vita hvað gerist, hvort sem það sé af mannavöldum eða vegna veðurs. Spurð um athyglina sem Litla Hafpulsan hefur fengið segir Steinunn ekki hafa áttað sig á því hversu áberandi verkið væri fyrr en hulunni var svipt af því í gærkvöldi. Enn fremur sé listin óútreiknanleg að því leyti að það sé aldrei hægt að vita hvort list veki athygli eður ei.Hluti listahátíðarinnar Cycle Eins og áður sagði er Litla Hafpulsan framlag Steinunnar til listahátíðarinnar Cycle ásamt minjagripum sem hún hefur gert, litlar keramikstyttur í líkingu hafpulsunnar og plaggöt. Steinunn segir minjagripina gera pulsuna líkari Litlu hafmeyjunni enda víða hægt að finna styttur myndir og plaggöt með ásjónu hennar.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir „Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Sjá meira
„Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38