Nú þarf að bretta upp ermarnar segir Drífa Snædal Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2018 19:00 Nýkjörinn forseti Alþýðusambandsins segir tíma til kominn að bretta upp ermarnar því gríðarleg verkefni bíði verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum. Styrkur hreyfingarinnar og árangur ráðist af því hvernig takist til við að skapa breiða samstöðu aðildarfélaga ASÍ við samningaborðið. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri Afls starfsgreinasambands buðu sig bæði fram til embættis forseta Alþýðusambandsins. Að lokum fór það svo að Drífa var kjörin með afgerandi meirihluta atkvæða eða 65,8 prósentum en Sverrir Mar hlaut 34,2 prósent. Drífa sem er fyrsta konan til að verða kjörin forseti ASÍ þakkaði stuðninginn í aðdraganda kosninganna og mótframbjóðanda sínum fyrir góða baráttu. „Það er ekkert sérstaklega félagslegt við það að etja samherjum hverjum gegn öðrum. Því er það mjög mikilvægt eftir kosningar að leggja til hliðar hver studdi hvern gegn hverjum og líta á alla sem samherja í baráttunni. Það mun ég vanda mig við að gera og vinna fyrir alla félagsmenn aðildarfélaga innan ASÍ,“ sagði Drífa eftir að kjöri hennar var lýst. Þá þakkaði hún baráttu kvenna í gegnum tíðina að hún hefði nú náð kjöri í embætti forseta ASÍ. „Allar fyrirmyndirnar á opinberum vettvangi og í einkalífinu. Formæður, vinkonur og félagar í baráttunni. Allt stórkostlegar konur sem hafa rutt brautina hver með sínum hætti,“ sagði nýkjörinn forseti ASÍ.Styrkurinn ræðst af samstöðunni Hvað sem öllum óskum um einingu varðar hafa verið deilur innan ASÍ undanfarin misseri þar sem fráfarandi forysta sat m.a. undir gagnrýni nýlega kjörinna formanna VR og Eflingar. Sá armur innan ASÍ vann nokkurn sigur með kjöri Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags- og sjómannafélags Akraness í embætti fyrsta varaforseta með 59,8 prósentum atkvæða gegn 40,2 prósentum atkvæða Guðbrands Einarssonar formanns Landssambands verslunarmanna. Þá var Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins kjörinn annar varaforseti. Ærin verkefni bíða nýrrar forystu Alþýðusambandsins við að sameina kröfur allra þeirra fjölmörgu félaga og sambanda sem eru innan ASÍ. En gildandi kjarasamningar renna út um áramótin.Skiptir það máli að kona er nú komin í brúna? „Það skiptir alltaf máli að félagsmenn eigi sína fulltrúa og það sé fjölbreytileiki. Konur og karlar og það var svo sannarlega kominn tími til,“ sagði Drífa nýstigin úr pontu eftir fyrsta ávarp sitt til þingfulltrúa eftir að hún var kjörin. Bæta þurfi lífskjörin meðal annars í gegnum skattkerfið. „Baráttan gegn félagslegum undirboðum, húsnæðiskerfið. Það eru gríðarlega stór verkefni framundan. Það þarf að bretta upp ermarnar á mánudaginn.“Ertu að vonast til að það takist að skapa stóra breiðfylkingu ykkar megin borðsins við samningana? „Já það vona ég svo sannarlega. Því styrkurinn og árangurinn ræðst af því,“ segir Drífa Snædal. Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira
Nýkjörinn forseti Alþýðusambandsins segir tíma til kominn að bretta upp ermarnar því gríðarleg verkefni bíði verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum. Styrkur hreyfingarinnar og árangur ráðist af því hvernig takist til við að skapa breiða samstöðu aðildarfélaga ASÍ við samningaborðið. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri Afls starfsgreinasambands buðu sig bæði fram til embættis forseta Alþýðusambandsins. Að lokum fór það svo að Drífa var kjörin með afgerandi meirihluta atkvæða eða 65,8 prósentum en Sverrir Mar hlaut 34,2 prósent. Drífa sem er fyrsta konan til að verða kjörin forseti ASÍ þakkaði stuðninginn í aðdraganda kosninganna og mótframbjóðanda sínum fyrir góða baráttu. „Það er ekkert sérstaklega félagslegt við það að etja samherjum hverjum gegn öðrum. Því er það mjög mikilvægt eftir kosningar að leggja til hliðar hver studdi hvern gegn hverjum og líta á alla sem samherja í baráttunni. Það mun ég vanda mig við að gera og vinna fyrir alla félagsmenn aðildarfélaga innan ASÍ,“ sagði Drífa eftir að kjöri hennar var lýst. Þá þakkaði hún baráttu kvenna í gegnum tíðina að hún hefði nú náð kjöri í embætti forseta ASÍ. „Allar fyrirmyndirnar á opinberum vettvangi og í einkalífinu. Formæður, vinkonur og félagar í baráttunni. Allt stórkostlegar konur sem hafa rutt brautina hver með sínum hætti,“ sagði nýkjörinn forseti ASÍ.Styrkurinn ræðst af samstöðunni Hvað sem öllum óskum um einingu varðar hafa verið deilur innan ASÍ undanfarin misseri þar sem fráfarandi forysta sat m.a. undir gagnrýni nýlega kjörinna formanna VR og Eflingar. Sá armur innan ASÍ vann nokkurn sigur með kjöri Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags- og sjómannafélags Akraness í embætti fyrsta varaforseta með 59,8 prósentum atkvæða gegn 40,2 prósentum atkvæða Guðbrands Einarssonar formanns Landssambands verslunarmanna. Þá var Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins kjörinn annar varaforseti. Ærin verkefni bíða nýrrar forystu Alþýðusambandsins við að sameina kröfur allra þeirra fjölmörgu félaga og sambanda sem eru innan ASÍ. En gildandi kjarasamningar renna út um áramótin.Skiptir það máli að kona er nú komin í brúna? „Það skiptir alltaf máli að félagsmenn eigi sína fulltrúa og það sé fjölbreytileiki. Konur og karlar og það var svo sannarlega kominn tími til,“ sagði Drífa nýstigin úr pontu eftir fyrsta ávarp sitt til þingfulltrúa eftir að hún var kjörin. Bæta þurfi lífskjörin meðal annars í gegnum skattkerfið. „Baráttan gegn félagslegum undirboðum, húsnæðiskerfið. Það eru gríðarlega stór verkefni framundan. Það þarf að bretta upp ermarnar á mánudaginn.“Ertu að vonast til að það takist að skapa stóra breiðfylkingu ykkar megin borðsins við samningana? „Já það vona ég svo sannarlega. Því styrkurinn og árangurinn ræðst af því,“ segir Drífa Snædal.
Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira