Drífa segir gríðarleg verkefni framundan hjá ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2018 12:05 Drífa segir að það hafi verið kominn tími til að kona næði kjöri í embætti forseta ASÍ. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal framkvæmdastjóri nýkjörin forseti Alþýðusambandsins segir gríðarleg verkefni framundan við að ná kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum fyrir áramót. Það hafi verið kominn tími til að kona næði kjöri í embætti forseta ASÍ. Gylfi Arnbjörnsson lætur nú af embætti forseta Alþýðusambandsins en hann var fyrst kjörinn forseti sambandsins hrunárið 2008 eða fyrir tíu árum. Kjörsókn var góð því 293 þingfulltrúar af um 300 greiddu atkvæði og var aðeins eitt atkvæði autt. Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri AFLS starfsgreinasambands á Austurlandi hlaut 100 atkvæði, eða 34,2 prósent atkvæða en Drífa Snædal hlaut 192 atkvæði eða 65,8 prósent.Hvað er þér efst í huga?„Þakklæti fyrir atkvæðin. Tilhlökkin fyrir að takast á við þetta verkefni. Nú sé ég hvaða folk ég er að fá með mér. Það á eftir að kjósa varaforseta og miðstjórn. Ég er bara full tilhlökkunar,” sagði Drífa nýstigin úr pontu eftir að úrslitin voru kynnt. Drífa er fyrsta konan í hundrað og tveggja ára sögu Alþýðusambandsins til að ná kjöri í embætti forseta sambandsins. „Það skiptir alltaf máli að félagsmenn eigi sína fulltrúa og það sé fjölbreytileiki. Konur og karlar og það var svo sannarlega kominn tími til,” segir Drífa. Drífa segir verkefnin framundan risavaxin en fyrir dyrum standa kjarasamningar allra verkalýðsfélaga á almenna vinnumarkaðnum því gildandi samningar renna út um áramótin. „Við þurfum að bæta lífskkjör og gera skattkerfið jafnara. Barátta gegn félagslegum undirboðum, húsnæðiskerfið. Það eru gríðarlega stór verkefni framundan. Og það þarf að bretta upp ermarnar á mánudaginn,” sagði Drífa Snædal nýkjörin forseti ASÍ. Nú stendur yfir kosning um embætti fyrsta og annars varaforseta ASÍ og að þeim kosningum loknum verða kosnir fulltrúar í miðstjórn. Við greinum nánar frá þingi Alþýðusambandsins á Vísi í dag og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Kjaramál Tengdar fréttir Drífa Snædal forseti ASÍ fyrst kvenna Kosið var um nýjan forseta á þingi sambandsins nú í morgun. 26. október 2018 11:15 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Drífa Snædal framkvæmdastjóri nýkjörin forseti Alþýðusambandsins segir gríðarleg verkefni framundan við að ná kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum fyrir áramót. Það hafi verið kominn tími til að kona næði kjöri í embætti forseta ASÍ. Gylfi Arnbjörnsson lætur nú af embætti forseta Alþýðusambandsins en hann var fyrst kjörinn forseti sambandsins hrunárið 2008 eða fyrir tíu árum. Kjörsókn var góð því 293 þingfulltrúar af um 300 greiddu atkvæði og var aðeins eitt atkvæði autt. Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri AFLS starfsgreinasambands á Austurlandi hlaut 100 atkvæði, eða 34,2 prósent atkvæða en Drífa Snædal hlaut 192 atkvæði eða 65,8 prósent.Hvað er þér efst í huga?„Þakklæti fyrir atkvæðin. Tilhlökkin fyrir að takast á við þetta verkefni. Nú sé ég hvaða folk ég er að fá með mér. Það á eftir að kjósa varaforseta og miðstjórn. Ég er bara full tilhlökkunar,” sagði Drífa nýstigin úr pontu eftir að úrslitin voru kynnt. Drífa er fyrsta konan í hundrað og tveggja ára sögu Alþýðusambandsins til að ná kjöri í embætti forseta sambandsins. „Það skiptir alltaf máli að félagsmenn eigi sína fulltrúa og það sé fjölbreytileiki. Konur og karlar og það var svo sannarlega kominn tími til,” segir Drífa. Drífa segir verkefnin framundan risavaxin en fyrir dyrum standa kjarasamningar allra verkalýðsfélaga á almenna vinnumarkaðnum því gildandi samningar renna út um áramótin. „Við þurfum að bæta lífskkjör og gera skattkerfið jafnara. Barátta gegn félagslegum undirboðum, húsnæðiskerfið. Það eru gríðarlega stór verkefni framundan. Og það þarf að bretta upp ermarnar á mánudaginn,” sagði Drífa Snædal nýkjörin forseti ASÍ. Nú stendur yfir kosning um embætti fyrsta og annars varaforseta ASÍ og að þeim kosningum loknum verða kosnir fulltrúar í miðstjórn. Við greinum nánar frá þingi Alþýðusambandsins á Vísi í dag og í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Kjaramál Tengdar fréttir Drífa Snædal forseti ASÍ fyrst kvenna Kosið var um nýjan forseta á þingi sambandsins nú í morgun. 26. október 2018 11:15 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Drífa Snædal forseti ASÍ fyrst kvenna Kosið var um nýjan forseta á þingi sambandsins nú í morgun. 26. október 2018 11:15