Ágúst Ólafur segir fjármálaráðherra sigla kjaraviðræðum í strand Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2018 19:30 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra hafa sett kjaraviðræður í hnút áður en þær væru hafnar með því að hafna kröfum verkalýðshreyfingarinnar um skattabreytingar. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa átt meira samráð við verkalýðshreyfinguna en stjórnvöld hafi átt um áratugaskeið. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag vísaði Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar til viðbragða Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um lækkun skattbyrði lægstu launa. „Talaði hann um stórkarlalegar og óraunhæfar yfirlýsingar. Kjaraviðræður eru því komnar í hnút áður en þær hefjast og hefur engri ríkisstjórn tekist það til þessa,” sagði Ágúst Ólafur. „Þetta er auðvitað ekki rétt. Það er svo að sú ríkisstjórn sem nú situr hefur líklega átt meira og reglubundnara samráð við aðila vinnumarkaðarins en við höfum séð áratugum saman,” svaraði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ágúst Ólafur sagði að breyta mætti skattbyrðinni á Íslandi. Undanfarin ár hafi skattbyrði hinna ríku lækkað á sama tíma og skattbyrði hinna fátæku millistéttarinnar hefur hækkað. „Af hverju á millistéttin og fátækt fólk að bera eitt ábyrgð á stöðugleikanum. Hvað með forstjórana sem eru með eina til tvær milljónir á viku og hækkuðu um eitt stykki ljósmæðralaun á milli mánaða. Hvað með útgerðarmanninn sem gekk út með tuttugu og tvö þúsund milljónir í vasanum um daginn,” spurði Ágúst Ólafur. Forsætisráðherra sagðist reikna með að samráð stjórnvalda við verkalýðshreyfinguna héldi áfram að loknu þingi Alþýðusambandsins sem lýkur á morgun. Minnti hún á að eiginlegu kjaraviðræður færu fram á milli verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. „Við hins vegar hlustum á áherslur verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvöld munu geta gert sitt til að greiða fyrir kjarasamningum. Það eru stjórnvöld þegar að gera,” sagði Katrín. Þannig hafi fjármagnstekjuskattur verið hækkaður um tvö prósentustig um síðustu jól og til stæði að hækka persónufrádrátt og barnabætur í fjárlögum næsta árs. Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra hafa sett kjaraviðræður í hnút áður en þær væru hafnar með því að hafna kröfum verkalýðshreyfingarinnar um skattabreytingar. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa átt meira samráð við verkalýðshreyfinguna en stjórnvöld hafi átt um áratugaskeið. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag vísaði Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar til viðbragða Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um lækkun skattbyrði lægstu launa. „Talaði hann um stórkarlalegar og óraunhæfar yfirlýsingar. Kjaraviðræður eru því komnar í hnút áður en þær hefjast og hefur engri ríkisstjórn tekist það til þessa,” sagði Ágúst Ólafur. „Þetta er auðvitað ekki rétt. Það er svo að sú ríkisstjórn sem nú situr hefur líklega átt meira og reglubundnara samráð við aðila vinnumarkaðarins en við höfum séð áratugum saman,” svaraði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ágúst Ólafur sagði að breyta mætti skattbyrðinni á Íslandi. Undanfarin ár hafi skattbyrði hinna ríku lækkað á sama tíma og skattbyrði hinna fátæku millistéttarinnar hefur hækkað. „Af hverju á millistéttin og fátækt fólk að bera eitt ábyrgð á stöðugleikanum. Hvað með forstjórana sem eru með eina til tvær milljónir á viku og hækkuðu um eitt stykki ljósmæðralaun á milli mánaða. Hvað með útgerðarmanninn sem gekk út með tuttugu og tvö þúsund milljónir í vasanum um daginn,” spurði Ágúst Ólafur. Forsætisráðherra sagðist reikna með að samráð stjórnvalda við verkalýðshreyfinguna héldi áfram að loknu þingi Alþýðusambandsins sem lýkur á morgun. Minnti hún á að eiginlegu kjaraviðræður færu fram á milli verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. „Við hins vegar hlustum á áherslur verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvöld munu geta gert sitt til að greiða fyrir kjarasamningum. Það eru stjórnvöld þegar að gera,” sagði Katrín. Þannig hafi fjármagnstekjuskattur verið hækkaður um tvö prósentustig um síðustu jól og til stæði að hækka persónufrádrátt og barnabætur í fjárlögum næsta árs.
Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira