„Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2018 21:00 Sigríður Á. Andersen er dómsmálaráðherra Fréttablaði/Ernir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. Ánægjulegt sé að líta til þess árangurs sem náðst hefur í jafnréttisbaráttu en ekki megi mistúlka gögn sem liggi fyrir. Konur víða um land gengu út af vinnustöðum sínum klukkan 14.55 í dag í tilefni af kvennafrídeginum sem haldinn var í dag. Á vefsíðu skipuleggjenda dagsins segir að ástæðan fyrir því að sú tímasetning hafi verið valin sé sú að „[s]amkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna voru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17.“ Daglegum vinnuskyldum kvenna væri því lokið klukkan 14.55 á degi hverjum.Skjáskot af vefsíðunni kvennafri.isMynd/SkjáskotÞessa staðhæfingu gagnrýnir Sigríður í pistli á Facebook og bendir hún á að tölfræði Hagstofunnar um atvinnutekjur manna taki ekki tillit til vinnu manna, vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða eða annarra þátta sem jafnan sé litið til í launakönnunum sem gerðar eru til að kanna kynbundin launamun. Því sé ekki hægt að taka þann mun sem er á meðalatvinnutekjum karla og kvenna og álykta sem svo að hægt sé að útskýra launamuninn allan með tilliti til kynferðis. „Í könnunum um kynbundin launamun, þegar leiðrétt er fyrir þessum mælanlegu þáttum, stendur eftir um 5% tölfræðilega marktækur munur á kynjum körlum í vil. Þessi kynbundni munur gefur þó ekki tilefni til að álykta nokkuð um kynbundið misrétti,“ skrifar Sigríður.Vísar Sigríður ískýrslu velferðarráðuneytisins frá árinu 2015sem aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins til þess að vinna að launajafnrétti kynjanna skilaði um launamun karla og kvenna.Þar segir að ómálefnalegan, óskýrðan launamun megi skilgreina sem launamun sem eingöngu sé tilkominn vegna kynferðis. Það sé sá munur sem eftir standi þegar tillit hefur verið tekið til allra þeirra þátta sem hafi áhrif á launamyndun.Mikill fjöldi var á Arnarhóli i dag.Vísir/VilhelmBendir Sigríður á að í skýrslunni segi að launamyndun byggist oft á þáttum sem tölfræðin veiti ekki svar við. Aðgerðahópurinn hafi því ekki getað með vissu ályktað að sá óskýrði launamunur sem hér hefur verið metinn sé eingöngu vegna kynferðis.12,2 prósent kynjabundinn launamunur, þar af 4,8 prósent óútskýrður Vísar Sigríður í tölur Hagstofunnar fyrir árið 2016 þar sem segir að leiðréttur launamunur kynjanna sé 4,5 prósent en í skýringum á niðurstöðum Hagstofunnar segir að niðurstöðurnar gefi vísbendingu um árlegan mun á launum karla og kvenna. Niðurstöðurnar geti hins vegar verið skekktar þar sem ekki sé hægt að leiðrétta fyrir áhrifum ýmissa þátta sem eðlilegt sé að taka tillit til.Í nýlegri rannsókn Hagstofunnar sem kynnt var í vor segir að kynbundinn launamunur hafi verið 12,2prósent á tímabilinu 2008-2016, þar af voru 7,4 prósent sem hægt var að skýra með tilliti til eðlilegra þátta en 4,8 prósent hafi ekki verið hægt að skýra.„Á degi sem þessum er ánægjulegt að líta til þess árangurs sem konur og karlar hafa náð í jafnréttisbaráttu ýmiss konar. Það er mikilvæg forsenda framfara í þeim efnum að umræða sé málefnaleg og fyrirliggjandi gögn ekki mistúlkuð,“ skrifar Sigríður.Þá bendir hún einnig á að í skýrslu velferðarráðuneytisins komi fram að ungar konur sem starfi fyrir hið opinbera séu með hærri tekjur en karlar á sama aldri.„Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“Pistil Sigríðar má lesa í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Sunnlenskar konur sýndu samstöðu Sunnlenskar konur fjölmenntu í Sigtúnsgarð á Selfossi í dag í tilefni af kvennafrídeginum. 24. október 2018 16:45 Fáránlegt að berjast fyrir sömu hlutum og árið 1975 Nemendur í Kvennaskólanum gengu úr tímum og tóku þátt í kvennafríi. 24. október 2018 20:00 „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“ Fjöldi kvenna kom saman víða um land í tilefni af kvennafrídeginum sem haldinn var í dag. Konur voru hvattar til þes að leggja niður störf klukkan 14.55 í dag. 24. október 2018 17:30 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. Ánægjulegt sé að líta til þess árangurs sem náðst hefur í jafnréttisbaráttu en ekki megi mistúlka gögn sem liggi fyrir. Konur víða um land gengu út af vinnustöðum sínum klukkan 14.55 í dag í tilefni af kvennafrídeginum sem haldinn var í dag. Á vefsíðu skipuleggjenda dagsins segir að ástæðan fyrir því að sú tímasetning hafi verið valin sé sú að „[s]amkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna voru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17.“ Daglegum vinnuskyldum kvenna væri því lokið klukkan 14.55 á degi hverjum.Skjáskot af vefsíðunni kvennafri.isMynd/SkjáskotÞessa staðhæfingu gagnrýnir Sigríður í pistli á Facebook og bendir hún á að tölfræði Hagstofunnar um atvinnutekjur manna taki ekki tillit til vinnu manna, vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða eða annarra þátta sem jafnan sé litið til í launakönnunum sem gerðar eru til að kanna kynbundin launamun. Því sé ekki hægt að taka þann mun sem er á meðalatvinnutekjum karla og kvenna og álykta sem svo að hægt sé að útskýra launamuninn allan með tilliti til kynferðis. „Í könnunum um kynbundin launamun, þegar leiðrétt er fyrir þessum mælanlegu þáttum, stendur eftir um 5% tölfræðilega marktækur munur á kynjum körlum í vil. Þessi kynbundni munur gefur þó ekki tilefni til að álykta nokkuð um kynbundið misrétti,“ skrifar Sigríður.Vísar Sigríður ískýrslu velferðarráðuneytisins frá árinu 2015sem aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins til þess að vinna að launajafnrétti kynjanna skilaði um launamun karla og kvenna.Þar segir að ómálefnalegan, óskýrðan launamun megi skilgreina sem launamun sem eingöngu sé tilkominn vegna kynferðis. Það sé sá munur sem eftir standi þegar tillit hefur verið tekið til allra þeirra þátta sem hafi áhrif á launamyndun.Mikill fjöldi var á Arnarhóli i dag.Vísir/VilhelmBendir Sigríður á að í skýrslunni segi að launamyndun byggist oft á þáttum sem tölfræðin veiti ekki svar við. Aðgerðahópurinn hafi því ekki getað með vissu ályktað að sá óskýrði launamunur sem hér hefur verið metinn sé eingöngu vegna kynferðis.12,2 prósent kynjabundinn launamunur, þar af 4,8 prósent óútskýrður Vísar Sigríður í tölur Hagstofunnar fyrir árið 2016 þar sem segir að leiðréttur launamunur kynjanna sé 4,5 prósent en í skýringum á niðurstöðum Hagstofunnar segir að niðurstöðurnar gefi vísbendingu um árlegan mun á launum karla og kvenna. Niðurstöðurnar geti hins vegar verið skekktar þar sem ekki sé hægt að leiðrétta fyrir áhrifum ýmissa þátta sem eðlilegt sé að taka tillit til.Í nýlegri rannsókn Hagstofunnar sem kynnt var í vor segir að kynbundinn launamunur hafi verið 12,2prósent á tímabilinu 2008-2016, þar af voru 7,4 prósent sem hægt var að skýra með tilliti til eðlilegra þátta en 4,8 prósent hafi ekki verið hægt að skýra.„Á degi sem þessum er ánægjulegt að líta til þess árangurs sem konur og karlar hafa náð í jafnréttisbaráttu ýmiss konar. Það er mikilvæg forsenda framfara í þeim efnum að umræða sé málefnaleg og fyrirliggjandi gögn ekki mistúlkuð,“ skrifar Sigríður.Þá bendir hún einnig á að í skýrslu velferðarráðuneytisins komi fram að ungar konur sem starfi fyrir hið opinbera séu með hærri tekjur en karlar á sama aldri.„Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“Pistil Sigríðar má lesa í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Sunnlenskar konur sýndu samstöðu Sunnlenskar konur fjölmenntu í Sigtúnsgarð á Selfossi í dag í tilefni af kvennafrídeginum. 24. október 2018 16:45 Fáránlegt að berjast fyrir sömu hlutum og árið 1975 Nemendur í Kvennaskólanum gengu úr tímum og tóku þátt í kvennafríi. 24. október 2018 20:00 „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“ Fjöldi kvenna kom saman víða um land í tilefni af kvennafrídeginum sem haldinn var í dag. Konur voru hvattar til þes að leggja niður störf klukkan 14.55 í dag. 24. október 2018 17:30 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira
Sunnlenskar konur sýndu samstöðu Sunnlenskar konur fjölmenntu í Sigtúnsgarð á Selfossi í dag í tilefni af kvennafrídeginum. 24. október 2018 16:45
Fáránlegt að berjast fyrir sömu hlutum og árið 1975 Nemendur í Kvennaskólanum gengu úr tímum og tóku þátt í kvennafríi. 24. október 2018 20:00
„Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“ Fjöldi kvenna kom saman víða um land í tilefni af kvennafrídeginum sem haldinn var í dag. Konur voru hvattar til þes að leggja niður störf klukkan 14.55 í dag. 24. október 2018 17:30