Arnaldur rýfur fimm hundruð þúsunda eintaka sölu á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2018 14:22 Arnaldur hefur undanfarin árin einokað toppsæti bóksölulista og ætlar sér alveg áreiðanlega að verja það þetta árið. „Þau merku tíðindi munu eiga sér stað í byrjun nóvember að fimmhundruð þúsundasta eintakið af bók eftir Arnald Indriðason mun seljast á Íslandi, en hann hefur þó selt á heimsvísu um 14 milljónir eintaka,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins í samtali við Vísi. Nokkur spenna ríkir í herbúðum þessa stærsta bókaútgefanda landsins vegna þessa og komandi jólabókavertíðar. Nú er að flæða að. Og þar, sem fyrr, verður Arnaldur fyrirferðarmikill. Hann hefur einokað toppsæti bóksölulista undanfarinna ára með glæpasögum sínum; ekkert lát virðist á vinsældum hans. Í fyrra var bók hans Myrkrið veit á toppnum en Sólrún Diego, Yrsa Sigurðardóttir og Gunnar Helgason voru meðal þeirra sem sóttu að honum þá. Hver mun keppa við hann nú á eftir að koma í ljós.Kápa nýju bókar Arnaldar.Stúlkan hjá brúnni, ný bók Arnaldar Indriðasonar, fer í dreifingu 1. nóvember. Er sú dagsetning samkvæmt hefð. Skömmu eftir að bókin fer í búðir selst fimmhundruð þúsundasta eintak af bókum Arnaldar á Íslandi. Það er fyrirliggjandi. Forlagið mun af því tilefni efna til leiks, í því tiltekna eintaki, því fimmhundruð þúsundasta selda, verður að finna gullmiða sem er ávísun á lúxusgistingu á Tower Suites í Borgartúni, máltíð á Skelfiskmarkaðnum og miðar í Þjóðleikhúsið, allt fyrir tvo. Helst er á Agli Erni að heyra að hann sjálfur ætli að taka þátt í leiknum, svo ánægður er hann með vinningana. En, bókin sjálf, hefst á því að ungrar konu sem hefur verið í neyslu er saknað. Fjölskyldan biður Konráð lögreglumann, sem lesendur Arnaldar eru farnir að þekkja, um að leita hennar. Hann er þó mest með hugann við löngu liðna atburði. Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þau merku tíðindi munu eiga sér stað í byrjun nóvember að fimmhundruð þúsundasta eintakið af bók eftir Arnald Indriðason mun seljast á Íslandi, en hann hefur þó selt á heimsvísu um 14 milljónir eintaka,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins í samtali við Vísi. Nokkur spenna ríkir í herbúðum þessa stærsta bókaútgefanda landsins vegna þessa og komandi jólabókavertíðar. Nú er að flæða að. Og þar, sem fyrr, verður Arnaldur fyrirferðarmikill. Hann hefur einokað toppsæti bóksölulista undanfarinna ára með glæpasögum sínum; ekkert lát virðist á vinsældum hans. Í fyrra var bók hans Myrkrið veit á toppnum en Sólrún Diego, Yrsa Sigurðardóttir og Gunnar Helgason voru meðal þeirra sem sóttu að honum þá. Hver mun keppa við hann nú á eftir að koma í ljós.Kápa nýju bókar Arnaldar.Stúlkan hjá brúnni, ný bók Arnaldar Indriðasonar, fer í dreifingu 1. nóvember. Er sú dagsetning samkvæmt hefð. Skömmu eftir að bókin fer í búðir selst fimmhundruð þúsundasta eintak af bókum Arnaldar á Íslandi. Það er fyrirliggjandi. Forlagið mun af því tilefni efna til leiks, í því tiltekna eintaki, því fimmhundruð þúsundasta selda, verður að finna gullmiða sem er ávísun á lúxusgistingu á Tower Suites í Borgartúni, máltíð á Skelfiskmarkaðnum og miðar í Þjóðleikhúsið, allt fyrir tvo. Helst er á Agli Erni að heyra að hann sjálfur ætli að taka þátt í leiknum, svo ánægður er hann með vinningana. En, bókin sjálf, hefst á því að ungrar konu sem hefur verið í neyslu er saknað. Fjölskyldan biður Konráð lögreglumann, sem lesendur Arnaldar eru farnir að þekkja, um að leita hennar. Hann er þó mest með hugann við löngu liðna atburði.
Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira