Svavar hyggst verða heimsmeistari í Tetris Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. október 2018 06:00 Frá viðureign Svavars, sem er lengst til hægri, og Jonasar í átta manna úrslitunum. Svavar ætlar sér að vinna Jonas næst. MYND/MORTEN RIIS SVENDSEN „Stemningin var brjáluð og allt pakkað af fólki. Það voru ótrúlega margir hæfileikaríkir spilarar þarna,“ segir Svavar Gunnar Gunnarsson sem tók um helgina þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti í Tetris. Keppnin hefur verið haldin árlega í Portland í Bandaríkjunum frá árinu 2010. Tölvuleikurinn Tetris kom fyrst út í Sovétríkjunum sálugu 1984 en í keppninni er stuðst við klassíska útgáfu fyrir Nintendo-tölvu frá 1989. Svavar hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn undanfarin ár en hann er bæði tvöfaldur Danmerkur- og Evrópumeistari í Tetris. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í kennilegri eðlisfræði frá Niels Bohr-stofnuninni við Kaupmannahafnarháskóla 2014. „Það er kannski ekki eitthvað eitt sem gerir mig góðan í Tetris. Ég hef samt alltaf verið fljótur að læra og góður að taka eftir mynstrum. Það er alls konar fólk sem er að keppa á þessum mótum og það hefur mismunandi bakgrunn.“ Svavar segir að allir hafi sennilega spilað Tetris einhvern tímann en sjálfur spilaði hann leikinn sem strákur en tók það ekki mjög alvarlega. „Ég komst djúpt inn í keppnistölvuleikjaspil 2007 þegar ég var að spila Donkey Kong. Ég var orðinn mjög góður en var að leita að einhverju öðru og vissi af þessari miklu keppnismenningu í Tetris.“ Hann segist hafa heillast algjörlega af þessum heimi og var byrjaður að spila á fullu fyrir rúmum sex árum. Keppnin fer þannig fram að tveir keppendur spila saman í útsláttarkeppni. Alls komust 32 í lokakeppnina en mikill fjöldi reyndi að komast að. Svavar komst í átta manna úrslit en andstæðingur hans þar var Jonas Neubauer sem hafði fyrir mótið í ár unnið sjö af þeim átta sem haldin höfðu verið. „Það er einhver ára í kringum hann sem allir finna fyrir. Ég var ekkert stressaður þegar við byrjuðum en svo tók ég eftir því að ég var farinn að spila öðruvísi en ég er vanur. Þannig að ég var kannski pínu stressaður. Ég átti samt góðan séns og ætla að vinna hann á næsta ári.“ Jonas tapaði svo óvænt í úrslitum fyrir hinum 16 ára Joseph Saelee. „Þetta er allt mjög vinalegt. Ég átti gott spjall við alla keppendurna í eftirpartíinu sem var mjög gaman því flestir þarna eru stjörnur fyrir mér. Ég elska samfélagið í kringum þetta og hef eignast marga nýja vini og upplifað margt skemmtilegt. Ég gefst ekki upp fyrr en ég er búinn að vinna þetta mót.“ Leikjavísir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
„Stemningin var brjáluð og allt pakkað af fólki. Það voru ótrúlega margir hæfileikaríkir spilarar þarna,“ segir Svavar Gunnar Gunnarsson sem tók um helgina þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti í Tetris. Keppnin hefur verið haldin árlega í Portland í Bandaríkjunum frá árinu 2010. Tölvuleikurinn Tetris kom fyrst út í Sovétríkjunum sálugu 1984 en í keppninni er stuðst við klassíska útgáfu fyrir Nintendo-tölvu frá 1989. Svavar hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn undanfarin ár en hann er bæði tvöfaldur Danmerkur- og Evrópumeistari í Tetris. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í kennilegri eðlisfræði frá Niels Bohr-stofnuninni við Kaupmannahafnarháskóla 2014. „Það er kannski ekki eitthvað eitt sem gerir mig góðan í Tetris. Ég hef samt alltaf verið fljótur að læra og góður að taka eftir mynstrum. Það er alls konar fólk sem er að keppa á þessum mótum og það hefur mismunandi bakgrunn.“ Svavar segir að allir hafi sennilega spilað Tetris einhvern tímann en sjálfur spilaði hann leikinn sem strákur en tók það ekki mjög alvarlega. „Ég komst djúpt inn í keppnistölvuleikjaspil 2007 þegar ég var að spila Donkey Kong. Ég var orðinn mjög góður en var að leita að einhverju öðru og vissi af þessari miklu keppnismenningu í Tetris.“ Hann segist hafa heillast algjörlega af þessum heimi og var byrjaður að spila á fullu fyrir rúmum sex árum. Keppnin fer þannig fram að tveir keppendur spila saman í útsláttarkeppni. Alls komust 32 í lokakeppnina en mikill fjöldi reyndi að komast að. Svavar komst í átta manna úrslit en andstæðingur hans þar var Jonas Neubauer sem hafði fyrir mótið í ár unnið sjö af þeim átta sem haldin höfðu verið. „Það er einhver ára í kringum hann sem allir finna fyrir. Ég var ekkert stressaður þegar við byrjuðum en svo tók ég eftir því að ég var farinn að spila öðruvísi en ég er vanur. Þannig að ég var kannski pínu stressaður. Ég átti samt góðan séns og ætla að vinna hann á næsta ári.“ Jonas tapaði svo óvænt í úrslitum fyrir hinum 16 ára Joseph Saelee. „Þetta er allt mjög vinalegt. Ég átti gott spjall við alla keppendurna í eftirpartíinu sem var mjög gaman því flestir þarna eru stjörnur fyrir mér. Ég elska samfélagið í kringum þetta og hef eignast marga nýja vini og upplifað margt skemmtilegt. Ég gefst ekki upp fyrr en ég er búinn að vinna þetta mót.“
Leikjavísir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira