Svavar hyggst verða heimsmeistari í Tetris Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. október 2018 06:00 Frá viðureign Svavars, sem er lengst til hægri, og Jonasar í átta manna úrslitunum. Svavar ætlar sér að vinna Jonas næst. MYND/MORTEN RIIS SVENDSEN „Stemningin var brjáluð og allt pakkað af fólki. Það voru ótrúlega margir hæfileikaríkir spilarar þarna,“ segir Svavar Gunnar Gunnarsson sem tók um helgina þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti í Tetris. Keppnin hefur verið haldin árlega í Portland í Bandaríkjunum frá árinu 2010. Tölvuleikurinn Tetris kom fyrst út í Sovétríkjunum sálugu 1984 en í keppninni er stuðst við klassíska útgáfu fyrir Nintendo-tölvu frá 1989. Svavar hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn undanfarin ár en hann er bæði tvöfaldur Danmerkur- og Evrópumeistari í Tetris. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í kennilegri eðlisfræði frá Niels Bohr-stofnuninni við Kaupmannahafnarháskóla 2014. „Það er kannski ekki eitthvað eitt sem gerir mig góðan í Tetris. Ég hef samt alltaf verið fljótur að læra og góður að taka eftir mynstrum. Það er alls konar fólk sem er að keppa á þessum mótum og það hefur mismunandi bakgrunn.“ Svavar segir að allir hafi sennilega spilað Tetris einhvern tímann en sjálfur spilaði hann leikinn sem strákur en tók það ekki mjög alvarlega. „Ég komst djúpt inn í keppnistölvuleikjaspil 2007 þegar ég var að spila Donkey Kong. Ég var orðinn mjög góður en var að leita að einhverju öðru og vissi af þessari miklu keppnismenningu í Tetris.“ Hann segist hafa heillast algjörlega af þessum heimi og var byrjaður að spila á fullu fyrir rúmum sex árum. Keppnin fer þannig fram að tveir keppendur spila saman í útsláttarkeppni. Alls komust 32 í lokakeppnina en mikill fjöldi reyndi að komast að. Svavar komst í átta manna úrslit en andstæðingur hans þar var Jonas Neubauer sem hafði fyrir mótið í ár unnið sjö af þeim átta sem haldin höfðu verið. „Það er einhver ára í kringum hann sem allir finna fyrir. Ég var ekkert stressaður þegar við byrjuðum en svo tók ég eftir því að ég var farinn að spila öðruvísi en ég er vanur. Þannig að ég var kannski pínu stressaður. Ég átti samt góðan séns og ætla að vinna hann á næsta ári.“ Jonas tapaði svo óvænt í úrslitum fyrir hinum 16 ára Joseph Saelee. „Þetta er allt mjög vinalegt. Ég átti gott spjall við alla keppendurna í eftirpartíinu sem var mjög gaman því flestir þarna eru stjörnur fyrir mér. Ég elska samfélagið í kringum þetta og hef eignast marga nýja vini og upplifað margt skemmtilegt. Ég gefst ekki upp fyrr en ég er búinn að vinna þetta mót.“ Leikjavísir Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
„Stemningin var brjáluð og allt pakkað af fólki. Það voru ótrúlega margir hæfileikaríkir spilarar þarna,“ segir Svavar Gunnar Gunnarsson sem tók um helgina þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti í Tetris. Keppnin hefur verið haldin árlega í Portland í Bandaríkjunum frá árinu 2010. Tölvuleikurinn Tetris kom fyrst út í Sovétríkjunum sálugu 1984 en í keppninni er stuðst við klassíska útgáfu fyrir Nintendo-tölvu frá 1989. Svavar hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn undanfarin ár en hann er bæði tvöfaldur Danmerkur- og Evrópumeistari í Tetris. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í kennilegri eðlisfræði frá Niels Bohr-stofnuninni við Kaupmannahafnarháskóla 2014. „Það er kannski ekki eitthvað eitt sem gerir mig góðan í Tetris. Ég hef samt alltaf verið fljótur að læra og góður að taka eftir mynstrum. Það er alls konar fólk sem er að keppa á þessum mótum og það hefur mismunandi bakgrunn.“ Svavar segir að allir hafi sennilega spilað Tetris einhvern tímann en sjálfur spilaði hann leikinn sem strákur en tók það ekki mjög alvarlega. „Ég komst djúpt inn í keppnistölvuleikjaspil 2007 þegar ég var að spila Donkey Kong. Ég var orðinn mjög góður en var að leita að einhverju öðru og vissi af þessari miklu keppnismenningu í Tetris.“ Hann segist hafa heillast algjörlega af þessum heimi og var byrjaður að spila á fullu fyrir rúmum sex árum. Keppnin fer þannig fram að tveir keppendur spila saman í útsláttarkeppni. Alls komust 32 í lokakeppnina en mikill fjöldi reyndi að komast að. Svavar komst í átta manna úrslit en andstæðingur hans þar var Jonas Neubauer sem hafði fyrir mótið í ár unnið sjö af þeim átta sem haldin höfðu verið. „Það er einhver ára í kringum hann sem allir finna fyrir. Ég var ekkert stressaður þegar við byrjuðum en svo tók ég eftir því að ég var farinn að spila öðruvísi en ég er vanur. Þannig að ég var kannski pínu stressaður. Ég átti samt góðan séns og ætla að vinna hann á næsta ári.“ Jonas tapaði svo óvænt í úrslitum fyrir hinum 16 ára Joseph Saelee. „Þetta er allt mjög vinalegt. Ég átti gott spjall við alla keppendurna í eftirpartíinu sem var mjög gaman því flestir þarna eru stjörnur fyrir mér. Ég elska samfélagið í kringum þetta og hef eignast marga nýja vini og upplifað margt skemmtilegt. Ég gefst ekki upp fyrr en ég er búinn að vinna þetta mót.“
Leikjavísir Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira